Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 26

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 26
Hátt í þrjátíu nemendur í FIV fá kennslu á vélstjórnarbraut skólans. Í kennslustund í vélfræðum. „Aðsóknin í vélstjóranámið hér Vestmannaeyja hefur verið ágæt og það eru á bilinu 25-28 nemendur sem tengjast vél- stjórnarbrautinni beint eða óbeint á hverjum tíma,“ segir Gísli Eiríksson kennari við Vél- stjórnarbraut Framhaldsskól- ans í Vestmannaeyjum. Kennt er í áfangakerfi og segir Gísli að undir venjulegum kringumstæðum sé hægt að ljúka námi á vélstjórnarbraut- inni á 5-6 önnum en það veitir réttindi til að stjórna vélum sem eru með allt að 1500 kw afl. Með slík réttindi geta menn ráðið sig sem vélstjóra á stóran hluta flotans og að loknum ákveðnum starfstíma öðlast réttindi til að gegna stöðu yfir- vélstjóra á skipum með 1500 kW aflvélum og sem undirvél- stjórar á vélum að 3000 kW. Gísli segir að sumir láti sér nægja 1500 kw réttindin en aðrir fari í framhaldsnám í Tækniskólann í Reykjavík og bæti við sig. „Námið hér í Eyjum er með svipuðu sniði og í öðr- um skólum sem kenna vélstjórn þannig að allir nemendur frá okkur eiga að hafa sama eða sambærilegan grunn til fram- haldsnáms t.d. við Tækniskól- ann sem er kjarnaskóli fyrir vél- stjórnarnámið hér á landi. Nám með 75 ára sögu að baki Upphaf vélstjórnarnámsins í Eyjum má rekja til áranna upp úr 1940 þegar byrjað var að bjóða svokallað „minna mótor- námskeið“ í Vestmannaeyjum í samstarfi við Fiskifélag Íslands. Árið 1968 opnaði Vélskóli Ís- lands útibúi í gömlu rafstöðinni í Eyjum þar sem kennd voru tvö stig vélstjóranáms, 1. stig sem veitti 500 hestafla réttindi og 2. stig sem veitti 1000 hestafla réttindi. Árið 1979 þegar Fram- haldsskólinn í Vestmannaeyjum var stofnaður með samruna Iðnskólans, Vélskólans og fram- haldsdeilda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum færðist vél- stjóranámið þar inn og hefur verið síðan. Aðspurður segir Gísli að það skipti miklu máli að bjóða upp á vélstjórnarnám í Eyjum og hann hafi ekki ennþá hitt þann mann sem hafi dottið í hug að stinga upp á því að flytja námið eitthvað annað. „Hér snýst allt um sjóinn og það er lykilatriði fyrir atvinnulífið og samfélagið hér að okkar fólk geti haldið áfram að sækja sér þessa menntun hér heima í Eyjum,“ segir Gísli. Vélstjórnarbraut nauðsynleg fyrir samfélagið í Eyjum „Hér snýst allt um sjóinn og það er lykilatriði fyrir atvinnulífið og samfélagið hér að okkar fólk geti haldið áfram að sækja sér þessa menntun hér heima í Eyjum,“ segir Gísli Eiríksson kennari við vélstjórnarbraut Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Myndir: Óskar Pétur Friðriksson M en n tu n 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.