Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 56

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 56
Norðursigling á Húsavík er í vali til stærstu umhverfis- og við- skiptaverðlauna Evrópu, Green- Tec Awards, í flokki ferðamála. „Þetta er mikill heiður fyrir okk- ur og viðurkenning á þeirri um- hverfisvænu vegferð sem við höfum markað okkur,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Norðursiglingar. Norðursigling er fyrsta hvala- skoðunarfyrirtækið í heiminum sem býður upp á hvalaskoðun- arsiglingar án þess að jarðefna- eldsneyti sé notað en fyrirtækið hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfis- vænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal. „Þetta er svolítið eins og að vera tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna og að sama skapi vekur þetta athygli á Íslandi sem umhverfisvænum áfangastað.“ Taktu þátt í netkosningu Netkosning er nú hafin um hver þeirra tíu aðila, sem eru í hverj- um flokki, lendir í einu af efstu þremur sætunum en dómnefnd velur síðar sigurvegarann úr þeim hópi. Verðlaunin eru veitt í sextán flokkum og er Norður- sigling tilnefnd í flokknum „Ferðalög“ (e.Travel). „Við biðl- um því til Íslendinga um að leggja okkur lið með því að taka þátt í netkosningunni sem er nú hafin,“ segir Guðbjartur Ellert. Netkosningin fer fram á vefslóð- inni www.greentec-awards.com og er öllum frjálst að taka þátt. Vekur mikla athygli um allan heim Nýsköpun Norðursiglingar þykir einstök og hefur vakið athygli víða um heim. Hlaut fyrirtækið nýverið silfurverðlaun World Responsible Tourism Awards 2015 á World Travel Market (WTM) í London sem er ein stærsta ferðasýning í heiminum. Þetta var jafnframt í fyrsta skipt- ið sem íslenskt fyrirtæki hefur verið tilnefnt til verðlaunanna. Norðursigling hefur einnig hlotið verðlaun og viðurkenn- ingar hérlendis en fyrirtækið hlaut Umhverfisverðlaun Ferða- málastofu í annað sinn nú í ár og var valið fyrirtæki ársins af ferðaþjónustuaðilum á Norður- landi í haust. Norðursigling gæti unnið til stærstu umhverfisverðlauna Evrópu Umhverfisvæna skonnortan Ópal á siglingu við Grænlandsstrendur nú í sumar. 56 www.isfell.is Sjófatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is F réttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.