Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.2015, Side 56

Ægir - 01.12.2015, Side 56
Norðursigling á Húsavík er í vali til stærstu umhverfis- og við- skiptaverðlauna Evrópu, Green- Tec Awards, í flokki ferðamála. „Þetta er mikill heiður fyrir okk- ur og viðurkenning á þeirri um- hverfisvænu vegferð sem við höfum markað okkur,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Norðursiglingar. Norðursigling er fyrsta hvala- skoðunarfyrirtækið í heiminum sem býður upp á hvalaskoðun- arsiglingar án þess að jarðefna- eldsneyti sé notað en fyrirtækið hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfis- vænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal. „Þetta er svolítið eins og að vera tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna og að sama skapi vekur þetta athygli á Íslandi sem umhverfisvænum áfangastað.“ Taktu þátt í netkosningu Netkosning er nú hafin um hver þeirra tíu aðila, sem eru í hverj- um flokki, lendir í einu af efstu þremur sætunum en dómnefnd velur síðar sigurvegarann úr þeim hópi. Verðlaunin eru veitt í sextán flokkum og er Norður- sigling tilnefnd í flokknum „Ferðalög“ (e.Travel). „Við biðl- um því til Íslendinga um að leggja okkur lið með því að taka þátt í netkosningunni sem er nú hafin,“ segir Guðbjartur Ellert. Netkosningin fer fram á vefslóð- inni www.greentec-awards.com og er öllum frjálst að taka þátt. Vekur mikla athygli um allan heim Nýsköpun Norðursiglingar þykir einstök og hefur vakið athygli víða um heim. Hlaut fyrirtækið nýverið silfurverðlaun World Responsible Tourism Awards 2015 á World Travel Market (WTM) í London sem er ein stærsta ferðasýning í heiminum. Þetta var jafnframt í fyrsta skipt- ið sem íslenskt fyrirtæki hefur verið tilnefnt til verðlaunanna. Norðursigling hefur einnig hlotið verðlaun og viðurkenn- ingar hérlendis en fyrirtækið hlaut Umhverfisverðlaun Ferða- málastofu í annað sinn nú í ár og var valið fyrirtæki ársins af ferðaþjónustuaðilum á Norður- landi í haust. Norðursigling gæti unnið til stærstu umhverfisverðlauna Evrópu Umhverfisvæna skonnortan Ópal á siglingu við Grænlandsstrendur nú í sumar. 56 www.isfell.is Sjófatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is F réttir

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.