Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 46

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 46
F isk istofn a r Samkvæmt niðurstöðum haust- ralls Hafrannsóknastofnunar er árgangur ársgamals þorsks sá sterkasti frá því mælingar hóf- ust árið 1996. Rallið fór fram dagana 7. október - 9. nóvem- ber og var rannsóknarsvæðið umhverfis landið allt niður á um 1500 metra dýpi. Til rann- sóknanna voru notuð tvö skip, þ.e. rannsóknaskipið Árni Frið- riksson RE og hins vegar togar- inn Jón Vídalín VE, sem leigður var til verkefnisins. Markmið með mælingunni að haustlagi er að styrkja stofn- stærðarmat helstu botnlægra nytjastofna á Íslandsmiðum. Niðurstöður haustmælinganna í ár og í fyrra benda til að vísitöl- ur ýmissa annarra fiskitegunda séu með þeim hæstu frá upp- hafi mælinga. Eftir niðursveiflu í ýsustofninum sýna niðurstöður mælinga að árgangar 2014 og 2015 eru yfir meðalstærð. „Mæling á magni ársgamals þorsks (árgangur 2014) í stofn- mælingunni í mars benti til þess að árgangurinn væri sterkur og er það staðfest í haustrallinu. Mældist árgangurinn sá sterk- asti frá því að mælingar hófust árið 1996. Vísitölur þriggja til sex ára þorsks, árganganna frá 2009-2012, mældust einnig há- ar, en vísitala tveggja ára fisks, þ.e. árgangsins frá 2013, mæld- ist lág líkt og í stofnmælingunni árið 2014 og í stofnmælingunni í mars árið 2015. Fyrstu vís- bendingar um árganginn frá 2015 gefa til kynna að hann sé um meðalstærð, en það mun skýrast betur að ári. Meðalþyngdir fimm ára og eldri þorsks eru nú yfir meðaltali áranna 1996-2015, en um eða undir meðaltali hjá þriggja og fjögurra ára fiski. Mest fékkst af þorski djúpt norðvestur, norður og austur af landinu og á Þórs- banka fyrir suðaustan land líkt og undanfarin ár. Heildarmagn fæðu í mögum allra lengdar- flokka þorsks jókst frá árinu 2014 og var fæðumagnið svip- að og á árunum 2008-2010. Síð- an 2012 hefur magn loðnu í þorskmögum verið mun lægra en á tímabilinu 1996-2010. Líkt og undanfarin ár var mest af loðnu í þorskmögum út af vest- anverðu Norðurlandi. Af annarri fæðu má nefna ísrækju, rækju, ljósátu, síld og kolmunna,“ segir í niðurstöðum haustrallsins. Ýsan hefur náð botninum Niðursveifla ýsustofnsins hefur komið illa við marga útgerðar- aðila, ekki síst þá smæstu. Stofn- vísitala ýsu hefur verið mjög sveiflukennt síðustu ár, til að mynda hækkaði hún í kjölfar góðrar nýliðunar árin 2002- 2006 en lækkaði síðan ört næstu fjögur árin þar á eftir. „Meðalþyngd eftir aldri hefur hækkað umtalsvert síðan 2010 og er yfir meðaltali hjá 2-8 ára ýsu. Mest fékkst af ýsu á grunn- slóð fyrir Norðurlandi.“ Þorskstofninn í uppsveiflu 46 Kíló af þorski í togi í haust- rallinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.