Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 28

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 28
Nýtt fyrirtæki í þjónustu við sjávarútveg sem ber nafnið Simberg ehf. hóf formlega starfsemi þann 1. maí síðastlið- inn. Hjá því starfa 5 manns sem flestir hafa langa reynslu af al- hliða þjónustu á siglinga-, fjar- skipta- og fiskileitartækjum ásamt sjálfvirknibúnaði í vinnslu- og vélarúmi. Á sama tíma tók fyrirtækið við umboði fyrir Simrad Kongsberg á Ís- landi og mun annast sölu og þjónustu á tækjum og búnaði frá þeim. Simberg býður alla almenna þjónustu við rafeinda- og fjar- skiptabúnað um borð í skipum ásamt lausnum í sjálfvirkni og stýringum fyrir millidekk og vél- arrúm. Markmið fyrirtækisins er að að veita bæði skjóta og góða þjónustu. Simrad brautryðjendur í hafrannsókna- og fiskileitarækjum Valdimar Einisson, fram- kvæmdastjóri Simberg segir Simrad vera sem fyrr brautryðj- anda í þróun og framleiðslu á búnaði til hafrannsókna og fiskileitar. Frá Simrad hafi marg- ar byltingarkenndar nýjungar komið síðustu misseri, svo sem hinn frábæri SU90 lágtíðni són- ar og EK 80 rannsóknarmælir, svo eitthvað sé nefnt. „Stöðug þróun á sér stað hjá Simrad og margar nýjungar eru handan við hornið. Má þar nefna nýjan FM 90 fjölgeisla höfuðlínusónar sem hefur verið til prufu um borð í Venusi NS 150 og komið vel út. ES 80 dýptarmæli sem er nýr breið- bandsdýptarmælir 10-500 kHz (chirp) sem hægt er að tengja við eftirfarandi botnstykki: 38kHz (32-45), 70kHz (60-90), 120kHz (100-150) og 200kHz (170-270). Nýr hátíðni sónar SC90 sem er fyrsti sónar á markaðnum með „compasite“ botnstykki. Hann hefur meiri langdrægni og aðgreiningu en áður hefur sést í sónar á þessari tíðni. PX trollauga (belgsjá) er byltingarkennd nýjung frá Sim- rad. Þessi nemi er settur á höf- uðlínu eða í belg á trolli til að sýna innkomu á fiski og sendir upplýsingar hraðar upp í skip og hefur betri aðgreiningu en áður hefur sést. Þá má nefna SN90 sónar sem er mjög öflugt fiskileitar- tæki fyrir öll togskip. Með því er hægt að leita 160° fram fyrir skip og halla geislanum 70°. Einnig eru þrír geislar sem hægt er að vísa í mismunandi stefnur og eru því eins og fjöl- geisla dýptarmælir með stærð- argreiningu í hverjum geisla og stöðugleikaskynjun sem gerir það að verkum að myndin er alltaf rétt þótt skip velti,“ segir Valdimar. Nýtt fyrirtæki í sölu og þjónustu við sjávarútveginn Simberg með siglinga- og fiskileitarbúnað fyrir flotann Simberg sérhæfir sig í sölu og þjónustu á búnaði fyrir sjávarútveg. Frá vinstri: Frá vinstri: Þorsteinn Kristinsson, Sóley Stefánsdóttir og Valdimar Einisson. Mynd Þormar Gunnarsson Þ jón u sta 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.