Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 6

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 6
Þegar horft er til baka yfir árið 2015 kemur fyrst upp í hugann að því miður var það ekki slysalaust í útgerð en einn maður fórst þegar drag- nótarbáturinn Jón Hákon BA sökk í Aðalvík í júlí. Aðstandendum sjó- mannsins eru sendar samúðarkveðjur en mikil og þörf umræða skapað- ist í kjölfar slyssins, umræða sem stendur enn. Óútskýrt er hvers vegna þetta slys hörmulega varð og ber að taka undir nauðsyn þess að allt verði gert til að komast að hinu sanna sem fyrst. Sú vitneskja gæti í raun bjargað mannslífum í framtíðinni. Allt sem við vitum um ástæður slysa hjálpar okkur að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Við vitum allt um hætturnar sem hafsvæðið við Ísland og hin óblíðu norðlægu nátt- úröfl búa sjómönnum. Og höfum því miður séð á bak mörgum góðum samlöndum okkar í gegnum tíðina. Þess vegna, og kannski enn frekar, verður okkur illa brugðið þegar slys líkt og í Aðalvík í sumar verður við bestu aðstæður. Vonandi mun árið 2016 færa okkur svör um hvað þarna gerðist. Hvað sjávarútveginn sem heild áhrærir var árið 2015 um margt gott. Tíðarfar var reyndar með eindæmum erfitt til sjósóknar síðasta vetur en engu að síður skilaði uppsjávarflotinn góðri loðnuvertíð. Höfðu margir reyndir sjómenn á orði að þetta hefði verið með erfiðari vertíðum sem þeir hefðu upplifað. Strandveiðar gengu vel í sumar en hvað minnstu bátana varðar bar helst skugga á að væntingar um makrílveiðar smærri báta gengu ekki eftir í þeim mæli sem margir höfðu vænst. Ársins verður líka minnst vegna viðskiptabannsins sem rússnesk stjórnvöld settu á og klipptu þannig að sölu sjávarafurða á þennan mik- ilvæga markað Íslendinga. Þó fyrirtækjum hafi almennt tekist undravel að finna nýja markaði fyrir makrílafurðir er full ástæða til að hafa áhyggj- ur af sölu loðnuafurða á næstu mánuðum verði staðan óbreytt í við- skiptum við Rússland er á veturinn líður. Því gætu áhrif viðskiptabanns- ins átt eftir að koma fram af mun meiri þunga í greininni en hingað til. Niðurstöður haustralls Hafrannsóknastofnunar, sem birtar voru nú undir árslok, teljast þó meðal hápunkta í greininni á árinu. Þróttur þorskstofnsins skiptir greinina og þjóðarbúið miklu máli og gefur fyrirheit um aukningu veiða og þar með útflutningsverðmæta á næstu árum. Seint verða allir sammála um aðferðafræði í umgengni um fiski- stofna, veiðifyrirkomulag og verndun. Verði uppsveifla þorskstofnsins skýrð öðru fremur með því að varlega hafi verið farið í veiðiráðgjöf og veiðifyrirkomulagi á síðustu árum þá hlýtur niðurstaða af mælingum á stofninum að vera rós í hnappagat þeirra sem að hafa komið og stutt. Hvernig sem á málin er horft þá eru alltof miklir hagsmunir í húfi fyrir greinina og þjóðina til að langtímahagsmunir séu fyrir borð bornir. Að líkindum má vænta þess að þorskafli muni halda áfram að aukast á næstu árum og þess mun sjást stað. Í Ægi er að þessu sinni fjallað um hálfrar aldar afmæli Hafrannsókna- stofnunar sem breytast mun á næsta ári með sameiningu við Veiðimála- stofnun. Í því felast tækifæri eins og Jóhann Sigurjónsson, forstjóri sam- einaðrar stofnunar, segir í viðtali í blaðinu. Nýju fiskiskipi, Víkingi AK, var fagnað á Akranesi nú laust fyrir jól en HB Grandi hefur þar með lokið uppstokkun í uppsjávarflota sínum. Ný skip halda áfram að koma til landsins á komandi ári og eru til vitnis um kraft og framsýni í greininni. Tímaritið Ægir óskar lesendum og viðskiptavinum gleðilegrar hátíðar og gæfu á komandi ári. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Gengið til móts við nýtt ár R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5500 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.