Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 42

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 42
„Skipið reyndist hið besta á heimsiglingunni frá Tyrklandi. Við fengum haugasjó á okkur við Írland og aftur hér suður af landinu þannig að við fengum líka að kynnast því í slæmu veðri,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK 100. Al- bert hefur verið skipstjóri hjá HB Granda um árabil og hefur verið á uppsjávarskipum frá ár- inu 1987. Sjómennsku hóf hann á Höfrungi AK á Akranesi, fór þaðan yfir á Víking AK 100, þá á Ingunni AK, síðan á Elliða GK og loks Faxa RE þar sem hann hef- ur verið skipstjóri frá árinu 2007. „Þetta er mikill munur frá gömlu skipunum, miklu rólegra skip í sjógangi en líka hitt að skipið er miklu hærra upp úr sjó og það breytir verulega vinnu- aðstöðunni fyrir alla um borð,“ segir Albert og óhætt er að taka undir að það er vítt til veggja í brú skipsins og vinnuaðstaða stjórnenda skipsins eins og best verður á kosið. „Það er dálítið mikil breyting fyrir okkur hér í brúnni og auðvelt að hafa yfir- sýn allan hringinn á skipinu og umhverfis það. Þetta skiptir ekki síst máli á nótaveiðunum þegar oft er þröngt á miðun- um,“ segir hann. Flestir í áhöfn Víkings AK voru áður á Faxa RE en einnig komu menn af Ingunni AK og Lundey NS. Albert segir að al- mennt verði vinnan fyrir áhöfn auðveldari en í gömlu skipun- um, allur búnaður sé öflugri og stærri og til muna rýmra að hafna sig í skut skipsins þar sem er stór nótakassi. „Við finnum líka mun á hávaða í vistarverum sem er mun minni hér um borð en í gömlu skipunum. En al- mennt er allur aðbúnaður áhafnar til fyrirmyndar,“ segir Albert en fyrsta verkefni Víkings AK verða kolmunnaveiðar strax eftir áramótin og væntanlega síðan á loðnuveiðar. Byggt á langri reynslu Alberts á þeim veiðiskap segist hann mjög ró- legur þó mælingar hjá Hafrann- sóknastofnun hafi litlu skilað í haust. „Við höfum svo oft séð þetta mynstur. Mælingar þeirra sýna ekki alltaf það sem við erum að sjá á miðunum og loðnan getur allt í einu birst og í miklu magni. Slíkt getur því alveg gerst nú í vetur eins og oft áð- ur,“ segir Albert. Fyrsti stýrmaður á Víkingi AK 100 er Hjalti Einarsson en yfir- vélstjóri er Helgi Már Sigur- geirsson. Albert Sveinsson, skipstjóri Mikil breyting frá gömlu skipunum 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.