Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.2015, Side 42

Ægir - 01.12.2015, Side 42
„Skipið reyndist hið besta á heimsiglingunni frá Tyrklandi. Við fengum haugasjó á okkur við Írland og aftur hér suður af landinu þannig að við fengum líka að kynnast því í slæmu veðri,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK 100. Al- bert hefur verið skipstjóri hjá HB Granda um árabil og hefur verið á uppsjávarskipum frá ár- inu 1987. Sjómennsku hóf hann á Höfrungi AK á Akranesi, fór þaðan yfir á Víking AK 100, þá á Ingunni AK, síðan á Elliða GK og loks Faxa RE þar sem hann hef- ur verið skipstjóri frá árinu 2007. „Þetta er mikill munur frá gömlu skipunum, miklu rólegra skip í sjógangi en líka hitt að skipið er miklu hærra upp úr sjó og það breytir verulega vinnu- aðstöðunni fyrir alla um borð,“ segir Albert og óhætt er að taka undir að það er vítt til veggja í brú skipsins og vinnuaðstaða stjórnenda skipsins eins og best verður á kosið. „Það er dálítið mikil breyting fyrir okkur hér í brúnni og auðvelt að hafa yfir- sýn allan hringinn á skipinu og umhverfis það. Þetta skiptir ekki síst máli á nótaveiðunum þegar oft er þröngt á miðun- um,“ segir hann. Flestir í áhöfn Víkings AK voru áður á Faxa RE en einnig komu menn af Ingunni AK og Lundey NS. Albert segir að al- mennt verði vinnan fyrir áhöfn auðveldari en í gömlu skipun- um, allur búnaður sé öflugri og stærri og til muna rýmra að hafna sig í skut skipsins þar sem er stór nótakassi. „Við finnum líka mun á hávaða í vistarverum sem er mun minni hér um borð en í gömlu skipunum. En al- mennt er allur aðbúnaður áhafnar til fyrirmyndar,“ segir Albert en fyrsta verkefni Víkings AK verða kolmunnaveiðar strax eftir áramótin og væntanlega síðan á loðnuveiðar. Byggt á langri reynslu Alberts á þeim veiðiskap segist hann mjög ró- legur þó mælingar hjá Hafrann- sóknastofnun hafi litlu skilað í haust. „Við höfum svo oft séð þetta mynstur. Mælingar þeirra sýna ekki alltaf það sem við erum að sjá á miðunum og loðnan getur allt í einu birst og í miklu magni. Slíkt getur því alveg gerst nú í vetur eins og oft áð- ur,“ segir Albert. Fyrsti stýrmaður á Víkingi AK 100 er Hjalti Einarsson en yfir- vélstjóri er Helgi Már Sigur- geirsson. Albert Sveinsson, skipstjóri Mikil breyting frá gömlu skipunum 42

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.