Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 52

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 52
Leyndarmálið að baki íslenska saltfiskinum var kynnt í mat- reiðsluskólum í Lissabon í Portúgal og Bilbao á Spáni núna í nóvember. Þessar kynn- ingar fylgdu á hæla sambæri- legra viðburða í skólum í Val- encia í október og í Madrid sl. vor. Kynningin í skólunum er liður í markaðsverkefni sem Ís- landsstofa vinnur í samstarfi við íslenska fiskframleiðendur og útflytjendur. Á kynningunni í Valencia fengu rúmlega 120 nemendur skólans að kynnast leyndarmál- inu á bak við „Bacalao de Isl- andia“. Ásbjörn Björnsson var fulltrúi Íslandsstofu á staðnum og fjallaði um veiðar og vinnslu og kom einnig inn á mismun- andi afurðaflokka fyrir saltaðan þorsk á spænska markaðnum; hefðbundinn flattan saltfisk, saltflök og léttsaltaðan frystan þorsk. Kynnti þorskinn með „Show cooking“ Eftir kynningu Ásbjörns sá spænski Michelin kokkurinn Maria José San Román, sem á og rekur veitingastaðinn Mona- strell í Alicante, um sýnikennslu í matreiðslu (show cooking) á mismunandi réttum úr íslensk- um þorski. Óhætt er að segja að Maria José hafi náð vel til nem- enda skólans með þekkingu sinni og færni í eldamennsku á íslenska hráefninu. Maria José, sem hefur komið oft til Íslands sem dómari í Food and Fun keppninni, kynnti ekki aðeins íslenska þorskinn heldur einnig Ísland almennt eins og sönnum „Íslandsvini“ sæmir. Eftir sýnikennsluna var boð- ið upp á saltfisksmökkun sem nemendur og kennarar skólans sáu um að útbúa. Áhugi er hjá báðum aðilum að eiga frekara samstarf um að kynna saltaðan þorsk frá Íslandi. Þorskurinn æ vinsælli hjá Frökkum Um 50 manns sóttu um miðjan nóvember fund um stöðu ís- lenskra sjávarafurða á Frakk- landsmarkaði en að fundinum stóðu Íslandsstofa og Iceland Responsible Fisheries. Auk þess fylgdust um 20 nemendur Há- skólans á Akureyri með fundin- um á netinu. Björgvin Þór Björgvinsson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, hélt erindi um þróun útflutn- ings íslenskra sjávarafurða til Frakklands síðustu ár. Í erindi hans kom m.a. fram að útflutn- ingur á ferskum þorski til Frakk- lands hefur aukist mjög mikið á síðustu árum en árið 2014 var Frakkland langstærsti markað- urinn með 42% af útflutnings- verðmætum ferskra þorskaf- urða. Marie Christine Monfort, ráðgjafi í markaðssetningu sjáv- arafurða, var með kynningu á tækifærum Íslands til að ná fót- festu á verðmætari hluta franska markaðarins, einkum með þorskafurðir. Að hennar mati felst ein helsta áskorunin fyrir seljendur íslenskra sjávar- afurða í því að ná betur til al- mennings þar sem tengingin á milli þorsksins og Íslands er ekki alltaf skýr í augum franskra neytenda. Íslenski saltfiskurinn heldur áfram sigurför um S-Evrópu Spænski Michelin-kokkurinn Maria José San Román sýndi samlöndum sínum ýmsar listir í matreiðslu á íslenskum saltfiski. F réttir Óskum fiskvinnslufólki, sjómönnum, útgerðarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári! Faxaflóahafnir Hafnarfjarðarhöfn Hafnarsjóður Skagafjarðar Hafnir Fjarðabyggðar Hafnir Þorlákshafnar Sandgerðishöfn Seyðisfjarðarhöfn Vestmannaeyjahöfn Vopnafjarðarhöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.