Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Síða 52

Ægir - 01.12.2015, Síða 52
Leyndarmálið að baki íslenska saltfiskinum var kynnt í mat- reiðsluskólum í Lissabon í Portúgal og Bilbao á Spáni núna í nóvember. Þessar kynn- ingar fylgdu á hæla sambæri- legra viðburða í skólum í Val- encia í október og í Madrid sl. vor. Kynningin í skólunum er liður í markaðsverkefni sem Ís- landsstofa vinnur í samstarfi við íslenska fiskframleiðendur og útflytjendur. Á kynningunni í Valencia fengu rúmlega 120 nemendur skólans að kynnast leyndarmál- inu á bak við „Bacalao de Isl- andia“. Ásbjörn Björnsson var fulltrúi Íslandsstofu á staðnum og fjallaði um veiðar og vinnslu og kom einnig inn á mismun- andi afurðaflokka fyrir saltaðan þorsk á spænska markaðnum; hefðbundinn flattan saltfisk, saltflök og léttsaltaðan frystan þorsk. Kynnti þorskinn með „Show cooking“ Eftir kynningu Ásbjörns sá spænski Michelin kokkurinn Maria José San Román, sem á og rekur veitingastaðinn Mona- strell í Alicante, um sýnikennslu í matreiðslu (show cooking) á mismunandi réttum úr íslensk- um þorski. Óhætt er að segja að Maria José hafi náð vel til nem- enda skólans með þekkingu sinni og færni í eldamennsku á íslenska hráefninu. Maria José, sem hefur komið oft til Íslands sem dómari í Food and Fun keppninni, kynnti ekki aðeins íslenska þorskinn heldur einnig Ísland almennt eins og sönnum „Íslandsvini“ sæmir. Eftir sýnikennsluna var boð- ið upp á saltfisksmökkun sem nemendur og kennarar skólans sáu um að útbúa. Áhugi er hjá báðum aðilum að eiga frekara samstarf um að kynna saltaðan þorsk frá Íslandi. Þorskurinn æ vinsælli hjá Frökkum Um 50 manns sóttu um miðjan nóvember fund um stöðu ís- lenskra sjávarafurða á Frakk- landsmarkaði en að fundinum stóðu Íslandsstofa og Iceland Responsible Fisheries. Auk þess fylgdust um 20 nemendur Há- skólans á Akureyri með fundin- um á netinu. Björgvin Þór Björgvinsson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, hélt erindi um þróun útflutn- ings íslenskra sjávarafurða til Frakklands síðustu ár. Í erindi hans kom m.a. fram að útflutn- ingur á ferskum þorski til Frakk- lands hefur aukist mjög mikið á síðustu árum en árið 2014 var Frakkland langstærsti markað- urinn með 42% af útflutnings- verðmætum ferskra þorskaf- urða. Marie Christine Monfort, ráðgjafi í markaðssetningu sjáv- arafurða, var með kynningu á tækifærum Íslands til að ná fót- festu á verðmætari hluta franska markaðarins, einkum með þorskafurðir. Að hennar mati felst ein helsta áskorunin fyrir seljendur íslenskra sjávar- afurða í því að ná betur til al- mennings þar sem tengingin á milli þorsksins og Íslands er ekki alltaf skýr í augum franskra neytenda. Íslenski saltfiskurinn heldur áfram sigurför um S-Evrópu Spænski Michelin-kokkurinn Maria José San Román sýndi samlöndum sínum ýmsar listir í matreiðslu á íslenskum saltfiski. F réttir Óskum fiskvinnslufólki, sjómönnum, útgerðarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári! Faxaflóahafnir Hafnarfjarðarhöfn Hafnarsjóður Skagafjarðar Hafnir Fjarðabyggðar Hafnir Þorlákshafnar Sandgerðishöfn Seyðisfjarðarhöfn Vestmannaeyjahöfn Vopnafjarðarhöfn

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.