Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 15

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 15
Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Listinn yfir mest seldu réttina og tímann sem það tekur að útbúa þá. Allt eru þetta réttir sem hægt er útbúa á 32 mínútum eða skemmri tíma, með tveimur undantekningum. Spaghetti bolognaise sem áður var alltaf á toppnum er nú komið niður í 6 sæti. Mest selda fiskafurðin í Bretlandi í dag er þetta beinlausa frosna laxa- flak sem 6% heimila í Bretlandi kaupa að jafnaði þrisvar á ári. útbúa þessa rétti. Að meðaltali tekur um 33 mínútur að mat- reiða rétt úr kældum fiski. Haldi þessi þróun áfram þannig að þessi tími fari niður í 20 mínútur getur það haft áhrif á eftirspurn eftir fiski. Takist okkur ekki að koma með lausnir sem stytta matreiðslutíma fisksins, er hætt við að hann detti út af inn- kaupalistum fólks,“ segir Simon. Helmingur markaðarins er lax og rækja Fiskmarkaðinn í Bretlandi veltir að sögn Simons 4 milljörðum evra en þar af eru 3,2 milljarðar kældur og frosinn fiskur. Ice- landic Seachill er með 4 verk- smiðjur sem framleiða fiskrétti í Grimsby og í þeim vinna 1200 manns. Hann segir að megin- verkefni þeirra sé að fá fleiri til að borða fisk og því eyðir Icel- andic Seachill miklum fjármun- um í auglýsingar, markaðsrann- sóknir og þróunarstarf. Að sögn Simons er kældur og fros- inn fiskur um 2/3 af allri fisk- neyslu í Bretlandi og þar af standa lax og rækjur fyrir um 50% af markaðnum. Ef þorski og ýsu er bætt við standa þess- ar fjórar tegundir undir 70% af fiskneyslunni í Bretlandi. „Til að fá nýja neytendur til að velja fisk völdum við þá leið að byggja upp nýtt vörumerki The Saucy Fish Co.“ Simon segir að miklir fjár- munir hafi verið lagðir í mark- aðsrannsóknir þar á meðal á væntingum neytenda og kaup- manna. Markaðssetning fer nú í vaxandi mæli fram í samfélags- miðlum og öðrum stafrænum miðlum en einnig með sjón- varpsauglýsingum og almanna- tengslum. Í síðustu auglýsinga- herferð fyrirtækisins var fólk hvatt til að neyta fisks oftar og reglulegar. Hún mæltist vel fyrir að sögn Simons og hafði þau áhrif að nýjum kaupendum hef- ur fjölgað um 50% og þar af eru um 25% sem höfðu aldrei keypt fisk áður í viðkomandi verslun. Hræddir við fisk! „Í rannsóknum okkur höfum við komist að því að neytendur eru sumir hræddir við fisk. Þeim finnst hann lykta illa, segja að það séu bein í honum, finnst hann slímugur og vita ekki hvernig á að matreiða hann,“ segir Simon. The Saucy Fish merkið var sett á markað árið 2010 og fékk strax mjög góðar viðtökur en vörulína þess er sniðin að þörf- um þriggja ólíkra neytenda- hópa sem fyrirtækið hefur skil- greint. Í fyrsta lagi er það gott hráefni fyrir þá sem eru sólgnir í fisk og óhræddir að matreiða hann. Í öðru lagi eru það fisk- réttir sem þarf aðeins að taka úr umbúðunum og setja í ofn og eru sniðnir að þörfum þeirra sem vilja borða fisk en óttast að eyðileggja hráefnið. Loks eru það einfaldir tilbúnir réttir fyrir þá sem hræðast fisk. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.