Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2015, Page 15

Ægir - 01.12.2015, Page 15
Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Listinn yfir mest seldu réttina og tímann sem það tekur að útbúa þá. Allt eru þetta réttir sem hægt er útbúa á 32 mínútum eða skemmri tíma, með tveimur undantekningum. Spaghetti bolognaise sem áður var alltaf á toppnum er nú komið niður í 6 sæti. Mest selda fiskafurðin í Bretlandi í dag er þetta beinlausa frosna laxa- flak sem 6% heimila í Bretlandi kaupa að jafnaði þrisvar á ári. útbúa þessa rétti. Að meðaltali tekur um 33 mínútur að mat- reiða rétt úr kældum fiski. Haldi þessi þróun áfram þannig að þessi tími fari niður í 20 mínútur getur það haft áhrif á eftirspurn eftir fiski. Takist okkur ekki að koma með lausnir sem stytta matreiðslutíma fisksins, er hætt við að hann detti út af inn- kaupalistum fólks,“ segir Simon. Helmingur markaðarins er lax og rækja Fiskmarkaðinn í Bretlandi veltir að sögn Simons 4 milljörðum evra en þar af eru 3,2 milljarðar kældur og frosinn fiskur. Ice- landic Seachill er með 4 verk- smiðjur sem framleiða fiskrétti í Grimsby og í þeim vinna 1200 manns. Hann segir að megin- verkefni þeirra sé að fá fleiri til að borða fisk og því eyðir Icel- andic Seachill miklum fjármun- um í auglýsingar, markaðsrann- sóknir og þróunarstarf. Að sögn Simons er kældur og fros- inn fiskur um 2/3 af allri fisk- neyslu í Bretlandi og þar af standa lax og rækjur fyrir um 50% af markaðnum. Ef þorski og ýsu er bætt við standa þess- ar fjórar tegundir undir 70% af fiskneyslunni í Bretlandi. „Til að fá nýja neytendur til að velja fisk völdum við þá leið að byggja upp nýtt vörumerki The Saucy Fish Co.“ Simon segir að miklir fjár- munir hafi verið lagðir í mark- aðsrannsóknir þar á meðal á væntingum neytenda og kaup- manna. Markaðssetning fer nú í vaxandi mæli fram í samfélags- miðlum og öðrum stafrænum miðlum en einnig með sjón- varpsauglýsingum og almanna- tengslum. Í síðustu auglýsinga- herferð fyrirtækisins var fólk hvatt til að neyta fisks oftar og reglulegar. Hún mæltist vel fyrir að sögn Simons og hafði þau áhrif að nýjum kaupendum hef- ur fjölgað um 50% og þar af eru um 25% sem höfðu aldrei keypt fisk áður í viðkomandi verslun. Hræddir við fisk! „Í rannsóknum okkur höfum við komist að því að neytendur eru sumir hræddir við fisk. Þeim finnst hann lykta illa, segja að það séu bein í honum, finnst hann slímugur og vita ekki hvernig á að matreiða hann,“ segir Simon. The Saucy Fish merkið var sett á markað árið 2010 og fékk strax mjög góðar viðtökur en vörulína þess er sniðin að þörf- um þriggja ólíkra neytenda- hópa sem fyrirtækið hefur skil- greint. Í fyrsta lagi er það gott hráefni fyrir þá sem eru sólgnir í fisk og óhræddir að matreiða hann. Í öðru lagi eru það fisk- réttir sem þarf aðeins að taka úr umbúðunum og setja í ofn og eru sniðnir að þörfum þeirra sem vilja borða fisk en óttast að eyðileggja hráefnið. Loks eru það einfaldir tilbúnir réttir fyrir þá sem hræðast fisk. 15

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.