Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 48

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 48
ans, og voru þá búnir að draga 16 bjóð af 28. Bátarnir höfðu samband um talstöðv- arnar og ákváðu að reyna að halda hópinn heim til hafnar á Akranesi. Um klukkan hálfþrjú kom óstöðvandi leki að Birni II. Dælan hafði ekki undan, og þótt tveir hásetar færu í lífaustur hafðist ekkert við lekanum. Þegar hér var kom- ið sáu þeir á Birninum engan bát nema Fylki, sem var skammt undan. Kristinn skipstjóri náði sambandi um talstöðina við Njál Þórðarson skipstjóra á Fylki og sagði honum hvernig komið væri. Sjórinn væri kominn á móts við efri kojurnar í lúkarnum. Báturinn væri að sökkva. Bað hann Njál að koma strax til hjálpar. Skipverjarnir settu allir á sig björgunarbelti og báturinn var látinn andæfa. Fylkir var kominn á vett- vang innan fárra mínútna. Helltu þeir olíu í sjóinn, til að lægja öldurnar, og lögðu upp að Birninum að aftan á hléborða. Bilið á milli bát- anna var þá 10-15 faðmar. Kastlínu var hent yfir í Fylki, og strax dregin til baka lína frá þeim. Síðan var útbúin lykkja og línan bundin undir hendurnar á einum skipverj- anna, sem var dreginn yfir í Fylki með björgunarbelti um sig miðjan. Þannig var öllum fimm skipverjunum bjargað af Birni II. Tók björgunin að- eins hálftíma. Það stóð á endum, þegar síðasti skip- verjinn var dreginn frá borði var Björninn II tekinn að mara hálfur í kafi og braut þá á honum. Bátarnir héldu áfram ferð sinni heim og Fylkir kom að landi klukkan sjö um kvöld- ið. Vart mátti tæpara standa að björgunin lánaðist. Njáll Þórðarson og skipshöfn hans sýndu þarna einstakt snar- ræði.“ Strand norska flutningsskips- ins Bro „Það var komið kvöld 9. október 1947. Ég var þá skipstjóri á Sigurfaranum og var á leið á reknetaveiðar í Miðnessjó. Við vorum komn- ir rétt suður fyrir Garðskaga, vindinn var tekið að herða og veðurspáin sagði að vind- áttin yrði suðvestan með stormi – sjö vindstig. Það var því ekki um annað að ræða en halda aftur að landi, og bíða betra veðurs. Það gerð- um við. Smám saman tíndust hinir bátarnir líka heim. Þegar við komum til Akra- ness voru allir bátarnir komnir að landi. Þegar ég steig upp á bryggjuna stóð þar formaður Slysavarna- deildarinnar á Akranesi, Axel Sveinbjörnsson. Hann kom til mín og spurði hvort við, ég og áhöfnin á Sigurfara, treystum okkur til að fara vestur á Mýrar. Þar væri norska flutningaskipið Bro strandað. Formaðurinn sagði mér að enginn af þeim bát- um, sem komnir væru að landi, hefði treyst sér til að fara í þessa ferð, enda aug- ljóst að fárviðri væri á þess- um slóðum. Hann vissi að ég var vel kunnugur skerjagarð- inum á Mýrunum, var aðeins ellefu ára gamall þegar ég byrjaði að róa þar með föður mínum. Ég kvaðst reiðubúinn að fara, ef hann fengi leyfi út- gerðarinnar til að leggja bát- inn í þessa tvísýnu. Sömu- leiðis skyldi ég tala við skipshöfn mína, en við vor- um sjö um borð. Kallaði ég þá alla saman og sagði þeim hvað framundan væri. Kváð- ust þeir allir tilbúnir að fara með mér. Skömmu síðar kom formaður slysavarna- deildarinnar og sagðist hafa fullt samþykki útgerðarinnar – við mættum fara. Þegar hér var komið sögu var sunnanstormur, sjö vind- stig, og spáin suðvestan stormur undir morgun. Þá vissum við að það mátti eng- an tíma missa, ef takast ætti að bjarga mönnunum. Við lögðum frá bryggju og héldum sem leið liggur vestur á Mýrar. Ég var í stöð- ugu loftskeytasambandi við Loftskeytastöðina í Reykja- vík, sem var í loftskeytasam- bandi við norska skipið. Þeg- ar við fórum að nálgast Þor- móðssker sáum við hvar skipið var strandað. Það var á svipuðum slóðum og Po- urquoi Pas? hafði strandað 15. september 1936. Þórður Sigurðsson, skipshöfn hans á mótorbátnum Ægi og björg- unarsveitin á Akranesi höfðu einmitt lagt í lífshættulega björgunarferð til þess að reyna að bjarga áhöfninni á því fræga skipi. Ég bað loftskeytamanninn í Reykjavík að halda stöðugu sambandi milli okkar svo að enginn misskilningur yrði, þar sem ég gat ekki talað við skipið. Við vorum illa settir því að dýptarmælirinn var bilaður hjá okkur, engan rad- ar höfðum við og enga ljós- kastara til að lýsa upp svæð- ið. Þegar við komum að Þor- móðsskeri fórum við inn að sunnanverðu við skerið og ég bað stýrimanninn að vera frammi á með handlóð til að mæla dýpið. Á meðan á þessu stóð var skipstjórinn á norska skipinu alltaf að biðja Reykjavíkurradíó að spyrja hvort við kæmumst ekki nær skipinu. Ég fór eins langt og ég treysti mér og við létum akkerið fara þegar við vorum komnir í vindstöðu við skip- ið, þá yrði auðveldara fyrir skipverjana að róa til okkar undan vindinum. Ég bað Loftskeytastöðina að láta mig vita þegar þeir væru komnir í bátana, til þess að við gæt- um fylgst með þeim. Þeir létu okkur vita að nú væru þeir lagðir frá skipinu til okkar á tveimur bátum; skip- stjórabát með átta manns og stýrimannsbát með sjö manns. Við horfðum út í sortann og sáum brátt að annar bát- urinn, skipstjórabáturinn, var að leggjast að síðunni hjá okkur. Hinn bátinn sáum við ekki. Bað ég þá Loftskeyta- stöðina að spyrja hvort hann hefði ekki farið frá skipinu á sama tíma. Sagði ég norska skipstjóranum að fara í tal- stöðina hjá mér og fékk þá 15 F R Á S Ö G N Þórður Guðjónsson, skipstjóri á Akra- nesi. Hann lést 27. október 2005. aegirdes06_final.qxd 15.12.2006 21:27 Page 15 Nanna Bára Maríasdóttir, aðstoðarskólameistari Fisktækniskóla Íslands, útskrifar fyrstu nemendur með menntun í gæðastjórnun. „Þetta var sannarlega ánægju- legur dagur og stór áfangi í þróun og vexti skólans,“ segir Na na Bára Maríasdóttir, að- stoðarskólameistari Fisk ækni- kóla Ísl ds í Gr ndavík, en á dögunum ar útskrifaður frá skólanum fyrsti nemendahóp- urinn í gæðastjórnun. Alls voru það 13 nemendur sem fóru í gegnum þetta nám á einu ári en að baki sér höfðu þessir nemendur ýmist tveggja ára nám í fisktækni eða höfðu fengið þekkingu sína og starfs- reynslu metna í raunfærnimati. Námið stundaði hópurinn í lot- um á hálfs mánaðar fresti á tveimur önnum en námið hófst í janúar síðastliðnum. „Við höfum lengi haft hug á að koma námi í gæðastjórnun á fót við skólann og auk þannig möguleika nemend á að yggja sérhæfingu ofan á tveggja ára grunnnám okkar í fisktækni. Það er því mikið fagn- aðarefni þegar við náum þess- um áfanga með jafn árangurs- ríkum hætti og raun bar vitni. Við fengum mjög sterkan og öflugan kjarna nemenda inn í námið, að stórum hluta til fólk sem býr yfir mikilli reynslu í sjávarútvegi og starfar í grein- inni þannig að fyrir okkur kenn- arana og skólann sem slíkan var líka mjög verðmætt að tengjast þannig fólki se hefur af mikilli þekkingu og reynslu a miðla,“ segir Nanna Bára. Fyrirkomulag námsins á þe sum tveimur önnum var með þeim hætti ð kennt var í lotum á tveggja vikna fresti frá síðdegi á fimmtudegi fram á miðjan dag á laugardegi. Um var að ræða bóklega kennslu í Grindavík ásamt kennslu hjá Matvæla- skóla Sýni og einnig fór nem- endahópurinn í heimsóknir til fyrirtækja þar sem þeir frædd- st um gæðamál og gæðakerfi. Nám sem opnar mikla möguleika Nanna Bára segir engan vafa leika á mikilli þörf í sjávarútvegi fyrir menntaða gæðastjórnend- ur og raunar opni námið þess- um nemendum mikla mögu- leika í allri matvælavinnslu. „Nemendurnir hafa með menntuninni komið sér upp mjög dýrmætu verkfæri fyrir störf í framtíðinni og þekkingu til að sinna þeim störfum sem þeir gegna í dag. Flestir þeirra unnu að lokaverkefnum í nám- inu á sínum vinnustöðum og þannig nýttist þessi þekking þeim strax í starfi. Vinnuveit- endur þeirra sjá því líka ávinn- Fisktækniskóli Íslands Fy sti hópur g ðastjó n- e da útskrifa t M en n tu n 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.