Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 20

Ægir - 01.12.2015, Blaðsíða 20
Bergvin með tveimur börnum sínum og meðeigendum í Glófaxaútgerðinni, Magneu og Haraldi. Myndir: Óskar P. Friðriksson Útgerðarfélagið Glófaxi ehf. var stofnað 6. júní 1974 og því fagnaði það 40 ára afmæli á síðasta ári. Útgerðin er sann- kallað fjölskyldufyrirtæki og í dag er það í eigu hjónanna Bergvins Oddssonar og Maríu Friðriksdóttur og þriggja barna þeirra; Magneu, Haraldar og Lúðvíks. Magnea er fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar og hefur unnið við hana á einn eða annan hátt í meira en þrjátíu ár, Haraldur starfar sem inn- kaupastjóri í Vinnslustöðinni en nýtir hverja stund til þess að leggja Glófaxaútgerðinni lið og „síðan tekur Lúlli við ef við lendum í málaferlum,“ segir Bergvin og kímir, en Lúðvík, sem sat um tíma á Alþingi fyrir Samfylkinguna, er nú starfandi lögfræðingur í Reykjavík. Glófaxi og Glófaxi II Á þessum rúmlega fjörutíu ár- um hefur Glófaxaútgerðin gert út tvo báta sem bera nafnið Glófaxi. Báturinn sem nú er gerður út hefur skráningarnúm- erið VE-300 og er um 350 brúttótonn að stærð. Hann var smíðaður árið 1964 en lengdur og yfirbyggður árið 1978 og auk þess gerir fyrirtækið út handfærabátinn Glófaxa II VE- 301. Á þessu fiskveiðiári hefur út- gerðin milli 900 og 1000 þorsk- ígildistonna kvóta, þar af um 480 tonn í þorski, tæp 200 tonn í ufsa, 63 tonn í skötusel og 30 tonn í ýsu. Glófaxi VE-300 er einungis á veiðum hluta úr ári, Bergvin orðar það svo að kvót- inn leyfi ekki að gera bátinn út allt árið. Eftir áramót er bolfisk- urinn veiddur í net og síðan kemur sumarstopp þar til skötuselurinn tekur við í sept- ember. Í það heila er Glófaxi ekki gerður út nema sjö mánuði á ári. Í ellefu ár veiddi Glófaxi humar á sumrin fyrir Vinnslu- stöðina en svo er ekki lengur vegna þess að nú veiðir eigin floti Vinnslustöðvarinnar allan úthlutaðan humarkvóta fyrir- tækisins. Skötuselurinn alltaf að veiðast norðar Á Glófaxa VE-300 eru á bilinu 9-11 í áhöfn – yfirleitt níu á skötuselsveiðum en ellefu á netaveiðum. Á þessu hausti hefur skötuselurinn veiðst mun norðar en venja er til eða út af Ísafjarðardjúpi. Hér áður fyrr hélt skötuselurinn sig fyrir sunnan og suðvestan landið en hin síðari ár hefur hann fært sig norður með landinu, var í nokk- ur ár í Breiðafirði en núna í haust hefur Glófaxi sem sagt verið að veiða skötuselinn í net út af Ísafjarðardjúpi. „Miðað við síðustu ár hefur verið óvenju góð skötuselsveiði á þessari vertíð. Hins vegar er kvótinn sem við fáum úthlutað ekki neitt til þess að tala um, rétt um 70 tonn. Við erum með rösklega sjö prósent af skötu- selskvótanum. Áður var úthlut- unin um þrjú þúsund tonn og því hefðu 225 tonn átt að koma í okkar hlut,“ segir Bergvin. Hins vegar segir hann að heildar- kvótinn í skötusel á þessu fisk- veiðiári sé aðeins 1000 tonn sem þýði að úthlutunin til Gló- faxaútgerðarinnar, sem geri út eina netabátinn á þessar veiðar, sé milli 60 og 70 tonn. Þessi litli kvóti þýði að útgerðin þurfi að leigja til sín umtalsverðan skötuselskvóta, ekki síst þegar veiðin sé jafn góð og hún var á þessari vertíð. Ósáttur við vinnubrögð Jóns Bjarnasonar Bergvin segir það ekkert laun- ungarmál að Jón Bjarnason þá- verandi sjávarútvegsráðherra hafi farið illa með Glófaxaút- gerðina og gert henni mikla Æ g isv iðta lið 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.