Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2015, Síða 28

Ægir - 01.12.2015, Síða 28
Nýtt fyrirtæki í þjónustu við sjávarútveg sem ber nafnið Simberg ehf. hóf formlega starfsemi þann 1. maí síðastlið- inn. Hjá því starfa 5 manns sem flestir hafa langa reynslu af al- hliða þjónustu á siglinga-, fjar- skipta- og fiskileitartækjum ásamt sjálfvirknibúnaði í vinnslu- og vélarúmi. Á sama tíma tók fyrirtækið við umboði fyrir Simrad Kongsberg á Ís- landi og mun annast sölu og þjónustu á tækjum og búnaði frá þeim. Simberg býður alla almenna þjónustu við rafeinda- og fjar- skiptabúnað um borð í skipum ásamt lausnum í sjálfvirkni og stýringum fyrir millidekk og vél- arrúm. Markmið fyrirtækisins er að að veita bæði skjóta og góða þjónustu. Simrad brautryðjendur í hafrannsókna- og fiskileitarækjum Valdimar Einisson, fram- kvæmdastjóri Simberg segir Simrad vera sem fyrr brautryðj- anda í þróun og framleiðslu á búnaði til hafrannsókna og fiskileitar. Frá Simrad hafi marg- ar byltingarkenndar nýjungar komið síðustu misseri, svo sem hinn frábæri SU90 lágtíðni són- ar og EK 80 rannsóknarmælir, svo eitthvað sé nefnt. „Stöðug þróun á sér stað hjá Simrad og margar nýjungar eru handan við hornið. Má þar nefna nýjan FM 90 fjölgeisla höfuðlínusónar sem hefur verið til prufu um borð í Venusi NS 150 og komið vel út. ES 80 dýptarmæli sem er nýr breið- bandsdýptarmælir 10-500 kHz (chirp) sem hægt er að tengja við eftirfarandi botnstykki: 38kHz (32-45), 70kHz (60-90), 120kHz (100-150) og 200kHz (170-270). Nýr hátíðni sónar SC90 sem er fyrsti sónar á markaðnum með „compasite“ botnstykki. Hann hefur meiri langdrægni og aðgreiningu en áður hefur sést í sónar á þessari tíðni. PX trollauga (belgsjá) er byltingarkennd nýjung frá Sim- rad. Þessi nemi er settur á höf- uðlínu eða í belg á trolli til að sýna innkomu á fiski og sendir upplýsingar hraðar upp í skip og hefur betri aðgreiningu en áður hefur sést. Þá má nefna SN90 sónar sem er mjög öflugt fiskileitar- tæki fyrir öll togskip. Með því er hægt að leita 160° fram fyrir skip og halla geislanum 70°. Einnig eru þrír geislar sem hægt er að vísa í mismunandi stefnur og eru því eins og fjöl- geisla dýptarmælir með stærð- argreiningu í hverjum geisla og stöðugleikaskynjun sem gerir það að verkum að myndin er alltaf rétt þótt skip velti,“ segir Valdimar. Nýtt fyrirtæki í sölu og þjónustu við sjávarútveginn Simberg með siglinga- og fiskileitarbúnað fyrir flotann Simberg sérhæfir sig í sölu og þjónustu á búnaði fyrir sjávarútveg. Frá vinstri: Frá vinstri: Þorsteinn Kristinsson, Sóley Stefánsdóttir og Valdimar Einisson. Mynd Þormar Gunnarsson Þ jón u sta 28

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.