Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 BJÖRGUNARVÖRUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Gott úrval af björgunarvörum á lager BJÖRGUNARBÁTAR BJARGHRINGIR FLUGELDAR FLOTBÚNINGAR BJÖRGUNARVESTI Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er hluti af gæðakerfi okkar og ég tel að koma bátsins sé lýsandi dæmi um það hversu mikil fag- mennska og metnaður er orðinn í ís- lensku fiskeldi,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi hf. á Bíldudal. Fyrirtækið hefur leigt til landsins 24 metra langan vinnubát frá Noregi til að vinna að fyrirbyggjandi viðhaldi og tryggja festingar sjókvía fyrir vet- urinn. Báturinn sem heitir Troll kom til Bíldudals í gær. Arnarlax á fyrir minni vinnubát, tvíbytnu, en Víkingur segir að til þess að geta sinnt þessum störfum af fagmennsku og öryggi þurfi al- vöru tæki. Þess vegna hafi báturinn verið leigður, að minnsta kosti til að að byrja með. Reiknað er með að hann verði hér að störfum við sjókvíastöðvar Arnarlax í fjörðum Vestfjarða í einn til tvo mánuði. Fóðrun sett út á pramma Vinnubáturinn er einnig notaður til að undirbúa botnfestur fyrir fóð- urpramma sem Arnarlax hefur keypt frá Póllandi. Þetta eru þrír ný- ir prammar og er nú verið að draga tvo þeirra yfir hafið. Verður einn prammi við þá kvíaþyrpingu sem er í mestri framleiðslu í hverjum firði. Tekur hver prammi rúmlega 300 tonn af fóðri. Allri fóðurgjöf verður stjórnað frá prömmunum og þar eru einnig vistarverur fyrir mannskap- inn. Prammarnir verða síðan færðir árlega á milli svæða, eftir því sem framleiðslan færist til. Fjarðalax, sem nú hefur samein- ast Arnarlaxi, byggði upp fóð- urstöðvar í landi og var fóðrinu blás- ið út í kvíarnar. Víkingur segir að þessar stöðvar verði smám saman lagðar af og starfsemin færð út á prammana. Sýnir fagmennsku og metnað í fiskeldinu  Arnarlax leigir öflugan vinnubát til að búa kvíarnar undir veturinn  Þrír nýir fóðurprammar á leiðinni frá Póllandi Ljósmynd/Víkingur Gunnarsson Tröll Sá norski er öflugur vinnubátur sem nauðsynlegur er til að búa sjókví- arnar undir veturinn. Arnarlax verður með hann á leigu næstu vikurnar. Fóðurprammi Verið er að draga fóðurpramma Arnarlax til Færeyja. Drátt- arbáturinn lá við hlið hans í Hirtshals, áður en lagt var af stað. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Til stendur að auka samstarf Sam- keppniseftirlitsins, Póst- og fjarskipta- stofnunar og Fjölmiðlanefndar, en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að auka skilvirkni stjórnsýslunnar m.a. með breytingum á skipulagi, sam- ræmingu á stoð- þjónustu, sam- einingu stofnana og tilflutningi á milli sviða í sam- ræmi við áherslur og forgangsmál. Capacent skilaði í ágúst 2015 fýsi- leikagreiningu á sameiningu Póst- og fjarskiptastofn- unar og Samkeppniseftirlitsins auk þess sem litið var til þess hvort og þá hvaða skörun gæti legið til verkefna Fjölmiðlanefndar og raforkueftirlits Orkustofnunar. Voru meginmarkmið þessarar greiningar að kanna kosti og vankanta sameiningar og að fjalla um hvort og þá hvaða verkþættir í starfsemi stofn- ananna sköruðust og hvort unnt væri að ná aukinni framleiðni í rekstri þeirra. Þá var einnig skoðað hvort hægt væri að ná breyttri og skilvirkari verkaskiptingu hjá stofnununum, bættri nýtingu þekkingar og reynslu þvert á svið og skoða tækifæri í sam- nýtingu á búnaði, húsnæði og aðstöðu og endurbættum vinnuferlum. Móta þarf framtíðarsýn Skýrsla Capacent var lögð fyrir rík- isstjórn haustið 2015 og hefur síðan þá verið til umfjöllunar á vettvangi hlut- aðeigandi ráðuneyta. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, segir að í ljósi þess að búið sé að stytta kjörtímabilið hafi nú verið fallið frá áformum um sameiningu. „Það var hins vegar ákveðið að auka samstarfið og vinna það í góðu samráði við alla hlutaðeigandi. Meginmarkmið- ið er ávallt að þjónustan, bæði við al- menning og viðskiptalíf verði sem best og að sem minnst skörun verði í verk- efnum,“ segir Ragnheiður Elín. Bendir hún á að verkefnið verði unnið áfram á grundvelli stefnumörkunar sem felst í því að fyrirsvarsmenn samstarfsaðil- anna móti í sameiningu við hlutaðeig- andi ráðuneyti framtíðarsýn fyrir sam- starfið. Þá er talið mikilvægt til að tryggja góðan árangur að starfsemi samnings- aðila verði í sameiginlegu húsnæði. „Það er stefnt að því, en þetta er þó ekki eitthvað sem gerist yfir nótt þó nálægð skipti vissulega máli,“ segir Ragnheiður Elín. Samstarf aukið í stað sameiningar Ragnheiður Elín Árnadóttir Í gær voru liðin 75 ár frá frægri heimsókn Winstons Churchill, for- sætisráðherra Breta, til Íslands. Seinni heimsstyrjöldin var þá í há- marki og var Churchill á heimleið eftir mikilvægan fund með Franklin D. Roosevelt, Bandaríkjaforseta, um borð í herskipi við strendur Ný- fundnalands. Churchill staldraði stutt við, en náði þó að hitta helstu ráðamenn landsins og yfirmenn breska hernámsliðsins hér, heilsa mannfjölda af svölum Alþingishúss- ins og kynna sér hvernig Íslend- ingar notuðu heitt vatn til ylræktar að Reykjum í Mosfellssveit. Að sögn Árna Sigurðssonar, for- manns Churchill-klúbbsins á Ís- landi, verður afmælisins minnst með grein sem Magnús Erlendsson, fyrrum bæjarstjóri, ritar í ársfjórð- ungsrit Churchill Centre The Finest Hour. Segir Magnús þar frá miklum áhrifum heimsóknarinnar á sig, en hann var tíu ára gamall þegar Churchill kom. Varð hann vitni að því þegar herskip ráðherrans sigldi inn á Reykjavíkurhöfn, landgöng- unni og var síðan við Alþingishúsið þegar Churchill kom þangað. Her- mann Jónasson, forsætisráðherra, tók á móti Churchill við höfnina og héldu þeir þegar í Alþingishúsið þar sem m.a. var rætt við Svein Björns- son, ríkisstjóra. Churchill sagði Hermanni að hefðu Þjóðverjar orðið fyrri til að hernema Ísland hefðu Bretar orðið að gera árás til að ná landinu. Slík væri hernaðarleg þýð- ing þess. Magnús segir frá því í greininni að meðan hann beið fyrir utan Al- þingishúsið eftir að sjá Churchill á svölunum hafi vinur sinn komið móður og másandi og sýnt sér hálf- reyktan vindilstubb sem breski for- sætisráðherrann hafði skilið eftir í öskubakka í þinghúsinu. Pabbi stráksins vann þar. „Sérðu hvað ég er með!“ hafi hann hrópað af gleði í miklu uppnámi. Magnús segir að stubburinn hafi vakið mikla athygli og árum saman gengið kaupum og sölum meðal aðdáenda Churchill hér á landi. gudmundur@mbl.is Hrifinn Churchill hreifst af því hvernig heitt vatn var notað til ylræktar að Reykjum í Mosfellssveit þar sem myndin var tekin 16. ágúst 1941. 75 ár frá heimsókn Churchill til Íslands Churchill á Íslandi » Winston Churchill var for- sætisráðherra Bretlands á stríðsárunum seinni. » Heimsókn Churchill til Ís- lands 16. ágúst 1941 vakti mikla athygli. » Í ævisögu sinni taldi Churc- hill sig upphafsmann þess að heitt vatn var notað til upphit- unar í Reykjavík. Það er mikill misskilningur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.