Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Í kvöld verður sýndur á RÚV þátt- urinn Popp- og rokk- saga Íslands, sem upphaflega var sýnd- ur 13. mars s.l. Í þætt- inum segir Bubbi Morthens: „Útgefand- inn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall uppúr þessu, skítapening.“ Í aðdraganda ummælanna hafði nafn mitt verið nefnt. Ég mótmælti þessari að- dróttun á facebook-síðu minni dag- inn eftir sem ósannindum með það markmið að sverta mannorð mitt. Við það færðist Bubbi í aukana og sagði m.a.: „Niðurstaðan er og verð- ur sú að samningar þínir við Ego og Utangarðsmenn voru gerðir af fyr- irtæki með yfirburðaþekkingu á hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og al- gerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það. Já, við skrifuðum undir.“ Í fyrstu ætlaði ég ekki að standa í orðræðu við strigakjaftinn Bubba Morthens en eftir því sem frá hefur liðið verður þessi opinbera aðför óá- sættanleg. Það er fullyrt að ég hafi níðst á óreyndum tónlistarmönnum haft af þeim tekjur og auðgast á verknaðinum. Annaðhvort hefur Bubbi Morthens rök fyrir máli sínu eða ekki. Um mitt ár 1980 kom Bubbi Morthens til mín og bað mig um að gerast útgefanda sinn. Plata Utan- garðsmanna Geislavirkir kom út í árslok en einnig komu út smáskíf- urnar Ha, Ha, Ha, (Rækjureggae) og 45 RPM. Eins og samningar ís- lenskrar útgáfu voru og eru snerust þeir um að útgefandi tæki áhættu og tónlistarmaður fengi ágóðahlut ef útgáfukostnaður næðist til baka. Utangarðsmenn voru vissulega fyrirferðarmiklir á íslenskum tónlistarmarkaði, höfðuðu til nýrrar kynslóðar en tiltölulega þröngs ald- ursbils og nutu mikillar velgengni sem tónleikasveit. Útgáfa efnis Ut- angarðsmanna skilaði fyrirtækinu tapi auk þess sem fyrirtækið þurfti að greiða aðrar skuldir fyrir hljóm- sveitina. Plágan kom svo út árið eft- ir og var útgáfa hennar algjört fí- askó vegna tæknimistaka og vegna þess að hún seldist langt undir væntingum og skilaði verulegu tapi. Ég var á staðnum þegar Bubbi var rekinn úr Utangarðsmönnum og við lögðum á ráðin með framhaldið. Til gamans, ef svo má segja, vitna ég til viðtals í Vikunni frá því í nóv- ember 1980, þegar Geislavirkir var að koma út. Þar segir Bubbi: „En Steinar hefur reynst okkur frábærlega vel. Hann hefur hjálpað okkur í ýmsum per- sónulegum málum, bara útaf almennilegheitum. Hann hefur verið með ólíkindum almennilegur við okkur og það er ekki til að hafa gullkálf- ana góða, maðurinn er bara svona vel inn- rættur.“ Þegar Egó var að mótast, lá fyrir að fyr- irtæki mitt hefði ekki riðið feitum hesti frá sölu hljómplatna með Bubba Morthens. Hann hafði valið til samstarfs í Egó menn með tak- markaða stúdíóreynslu, sem voru í annarri vinnu, og nú stóð til að biðja þá að einbeita sér að undirbúningi spilamennsku og upptökuvinnu um nokkurra vikna skeið kauplaust. Niðurstaðan varð sú að Egó fengi 8% ágóðahlut frá fyrsta eintaki og sala fyrstu 4.000 eintakanna skyldi vera fyrirframgreidd. Þetta var nýj- ung og þýddi að hljómsveitinni voru tryggðar ákveðnar tekjur og að út- gefandi tók á sig þann viðbótar- kostnað. Jafnframt tryggði þetta að hægt var að hefjast handa strax við upptökur og útgáfu fyrir sumarmál, svo hljómsveitin gæti skipulagt sína útgerð. Þetta gekk upp og Egó mal- aði gull í tvö ár á spilamennsku sinni úti um allt land. Breyttir tímar seld- ust í 4.000 eintökum sumarið ’82 og Í mynd rúmlega það fyrir jólin og báðar náðu þær endanlega 5.000 eintökum árið eftir. En slík sala var fáheyrð í rokktónlist þessa tíma. Þriðja plata Egó var svo gerð þegar allt var komið í hund og kött milli Bubba og hinna meðlimanna og seldist hún í um 1.500 eintökum og skilaði miklu tapi. Fjárhagsleg heildarútkoma vegna Egó-útgáfnanna uppfært til núvirðis er: Ágóðahlutur Egó: 2.160.000 kr. Höfundarlaun (Egó og langmest til Bubba) 1.968.000. Tap útgefanda: -2.038.000 kr. Tónlistarmennirnir fengu sex milljónum meira en útgef- andinn þegar upp var staðið. Hvoru megin lenti skítapeningurinn? Það er alveg ljóst að Bubbi gerði sér grein fyrir því að það var ekki á vísan að róa með Egó og í raun fór árangurinn í fyrstu fram úr vænt- ingum. Eitt af því sem þar spilaði með var öflugur stuðningur útgef- andans við hljómsveitina. Í viðtali við Vísi frá 23. janúar 1982, rétt áð- ur en lagt var í fyrstu Egó- upptökurnar svarar Bubbi Mort- hens eftirfarandi spurningu blaða- manns: „Áttu von á því að Egó komi til með að njóta sömu hylli og Utan- garðsmenn sálugu?“ „Ef ég segi alveg eins og er þá á ég ekki von á því. Það verður ekki fyrr en eftir a.m.k. 10 ár að hljóm- sveit fær jafn stormandi undirtektir og við fengum. Það hjálpaðist allt að við að stuðla að vinsældum okkar. Slíkt ástand skapast ekki nærri strax aftur.“ Fullyrðing Bubba Morthens um framkomu mína er ekki aðeins ósönn heldur sögð til að meiða, meiðyrði. Persónuleg árás og sak- bending um siðferðislega óhæfu. At- ferlið sem hann ber upp á mig brýt- ur algjörlega í bága við allt það sem ég stend fyrir sem manneskja. Ég hef ýmugust á auðsöfnun, borgaði mér aldrei arð út úr rekstri fyr- irtækja minna og þáði lægri laun en aðrir fyrir sambærilega vinnu. Ég hef aldrei nýtt mér veika stöðu ann- arra aðila til að ná markmiði eða ágóða, heldur öfugt, reynt að leita sanngjarnra leiða og rétta hjálp- arhönd og ég hef aldrei stolið neinu af neinum! Ég þekkti Bubba Morthens sem hæfileikaríkan tónlistarmann, ágæt- lega innréttaðan og vel meinandi dreng á tíðum en líka sem sjálfmið- aðan og hvatvísan tækifærissinna. Eftir að ég hætti í útgáfustarfssemi, hafa leiðir okkar nokkrum sinnum legið saman. Ég fór fyrir nokkrum árum á tónleika hans í Saurbæj- arkirku í Hvalfirði, þar sem hann fagnaði mér með stóru brosi og inni- legu faðmlagi og hvatti mig til að kíkja til sín í Kjósina. Þetta ítrekaði hann svo í nokkur skipti þegar við hittumst síðar. Og nú opinber árás! Er athyglissýkin komin á það stig að hún réttlætir eineltistilburði? RÚV er framleiðandi þáttanna og miðillinn sem þá sýndi. Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almanna- þágu, segir m.a. að í starfsháttum sínum skuli Ríkisútvarpið: „Ábyrgjast að sanngirni og hlut- lægni sé gætt í frásögn, túlkun og dagskrárgerð, leitað sé upplýsinga frá báðum eða öllum aðilum og sjón- armið þeirra kynnt sem jafnast. Og: „Sannreyna að heimildir séu réttar og að sanngirni sé gætt í framsetn- ingu og efnistökum.“ Þegar ég benti yfirstjórn RÚV á það að hvorki hafi sanngirni verið gætt né heimildir sannreyndar og því færi ég fram á að umræddur kafli með Bubba Morthens yrði klipptur út, var svarið: Við höfnum beiðni þinni og málatilbúnaði. Mála- tilbúnaði? Er það sem það heitir hjá ríkisstofnunum þegar bent er á hið augljósa? Endilega horfið á ósómann í kvöld í boði málsvara sanngirninnar, Bubba Morthens og RÚV. Bubbi, RÚV og sanngirnin Eftir Steinar Berg Ísleifsson Steinar Berg Ísleifsson » ...eftir því sem frá hefur liðið verður þessi opinbera aðför óá- sættanleg. Höfundur er ferðaþjónustubóndi og fv. útgefandi. Þann 1. janúar síðast- liðinn tóku gildi nýjar reglur á Íslandi þar sem samræmdur staðall um upplýsingaskipti á fjár- hagsupplýsingum, svo- kallaður CRS-staðall, er innleiddur í íslensk lög. CRS stendur fyrir Com- mon Reporting Standard en markmiðið með staðl- inum er að koma í veg fyrir skattaundanskot. Yfir 100 ríki hafa skuldbundið sig til að innleiða framangreindan staðal, m.a. Lúx- emborg, Sankti Lúsía og nú síðast Líbanon og Panama en síðarnefnda ríkið hyggst stefna á að fyrstu upplýs- ingaskiptin muni eiga sér stað á árinu 2018. Með þessum nýju reglum er ís- lenskum fjármálafyrirtækjum gert að auðkenna og aðgreina reikningshafa og raunverulega eigendur reikninga sem eru skattskyldir í erlendum ríkj- um fyrir utan Bandaríkin og senda til- teknar skattaupplýsingar til rík- isskattstjóra frá og með 1. janúar 2017. Það sama á við um fjármálafyr- irtæki í erlendum ríkjum sem hafa skuldbundið sig til þess að taka upp staðalinn en þau munu senda sam- bærilegar skattaupplýsingar um reikningshafa með heimilisfesti í öðru landi til viðeigandi yfirvalda. Sér- samningur gildir hins vegar um upp- lýsingaskipti milli fjölda ríkja og Bandaríkjanna, svokallaður FATCA samningur, sem Ísland er aðili að, en hann er fyrirmynd CRS-samningsins. Hinar nýju CRS-reglur snerta Ís- lendinga hér á landi sem eiga reikn- inga eða fjármuni hjá fjármálastofn- unum í einhverju þeirra ríkja sem hafa innleitt CRS-staðalinn þar sem íslensk skattyfirvöld fá upplýsingar um reikn- inga íslenskra aðila miðað við 31. des- ember 2016. Samkvæmt reglugerð nr. 1240/2015 um framkvæmd áreið- anleikakannana vegna upplýsingaöfl- unar á sviði skattamála eru hvers kon- ar eignir tilkynningarskyldar, þ.e. bankainnstæður, fjárfestingartekjur (þ.m.t vextir, arður, tekjur af til- teknum vátryggingasamningum, líf- tryggingasamningum og aðrar svip- aðar tegundir tekna) og söluandvirði af fjáreignum. Fyrir reikninga í eigu einstaklinga sem stofnaðir voru þann 1. janúar 2016 eða síðar, ber fjármálastofnun að kalla eftir yfirlýsingu frá reikningshaf- anum sem staðfestir skattalegt heim- ilisfesti reikningshafans. Þessi skylda á fjármálafyrirtæki, að kalla eftir yf- irlýsingu um skattalegt heimilisfesti reikningshafa, er óháð því hversu miklir fjármunir standa á reikn- ingnum. Sé skattalegt heimilisfesti reikningshafa erlendis ber fjármála- fyrirtækjum að kalla eftir erlendri skattkennitölu (TIN-númeri) reikn- ingshafa sé slíkt auðkenni gefið út af hinu erlenda ríki. Það er ljóst að þessar reglur munu veita íslenskum skattyfirvöldum víð- tæka yfirsýn yfir eignir íslenskra að- ila erlendis en sífellt fleiri ríki bætast í hóp þeirra sem hafa innleitt regl- urnar. OECD telur að ör þróun verði í innleiðingu CRS-reglna á næstu 12 mánuðum og stefnt er að mótun nýrra leiða til að tryggja að upplýs- ingar um raunverulega eigendur verði innleiddar og mótun stefnu gagnvart þeim ríkjum sem enn eru ófús til samstarfs á þessum vettvangi. Í kjölfar birtingar Panama-skjalanna vinna G20-ríkin og stjórnvöld víða um heim að átaki til að auka gagnsæi í skattamálum svo komið verði í veg fyrir undanskot skatta og ólögmætt fjármagnsflæði. Til að mynda hafa allnokkur OECD-ríki farið af stað með verkefni um sjálfvirk upplýs- ingaskipti um raunverulega eigendur svo komið verði í veg fyrir undanskot skatta með duldu eignarhaldi. Nýjar reglur – Skattyfirvöld fá upp- lýsingar um eignir Íslendinga erlendis Eftir Ragnhildi Elínu Lárusdóttur og Vig- dísi Sigurvaldadóttur »Hvaða þýðingu hafa nýjar reglur um upplýsingaskipti á fjár- hagsupplýsingum fyrir Íslendinga sem eiga fjármuni hjá erlendum fjármálastofnunum? Ragnhildur Elín Lárusdóttir Ragnhildur Elín er lögfræðingur hjá EY Íslandi og Vigdís er lögfræðingur hjá EY Danmörku. Vigdís Sigurvaldadóttir Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu 7. ágúst sl. sem hét „Selfoss í 50 ár“. Þótt mest hafi verið sýnt frá Selfossi þá var verið að sýna og segja frá hin- um ýmsu stöðum á Suðurlandi og hefði mér fundist betra nafn á þætt- inum t.d. Suðurland. Það var rætt við athafnamann í Hveragerði, Sigurð Kárason, en maðurinn sem rætt var við var Bragi í Eden en ekki Sigurður. Ef þetta er rangt hjá mér þá væri gott að það leiðréttist. Ein sem horfir stundum á sjónvarp. Tryggjum velferð landsins Kæru Íslendingar. Við þurfum að tryggja velferð okkar vegna of mik- ils álags ferðamanna. Það þarf að- skipta gæðunum niður og setja fé í fleiri málaflokka. Íslendingar þurfa bregðast við þessu, það þarf að hækka framlög til Landspítala og málefna fatlaðra, lagfæra vegakerfið og bæta löggæslu, svo eitthvað sé nefnt. Þá eru gistinætur orðnar allt of dýrar. Ókunnugur Uppreisn gegn fátækt Ágætu lesendur, þessa dagana dynja yfir launahækkanir sem ættu ekki að sjást. Hvernig er með ör- yrkja og ellilífeyrisþega? Þeir hafa ekki séð eina krónu í mörg ár og margir eru upp á ættingja komnir með ýmsar nauðsynjar. Tannlækn- ingar ættu að vera fríar fyrir þessa hópa, ekki þessar smánargreiðslur. Ég skora á t.d. Böðvar Guðmunds- son, viðskiptafræðing, ásamt Ör- yrkjabandalaginu að byrja að safna undirskriftum á netinu og færa hin- um nýkjörna forseta við tækifæri og gefa þjóðinni kost á að kjósa sig frá þessari vanvirðu sem þeir, sem minna mega sín í þjóðfélaginu, mega þola. ASÍ mun aldrei hjálpa okkur, það hafa þeir aldrei gert. Þetta er ekki spurning um að komast af, þetta er spurning um líf og dauða. Á næstu dögum hækka alþing- ismenn í launum, þeim er líka sama um lýðinn. Marlín. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Suðurland í 50 ár? Landspítalinn Lesandi vill að opinber framlög til spítalans verði hækkuð. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.