Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Þjóðlegur miðbær Fréttir þess efnis að ekki verði þverfótað fyrir útlendingum í bænum eru stórlega ýktar. Eggert Þingmenn stjórn- arandstöðunnar voru fremur þungir í lund í upphafi vikunnar þeg- ar þeir snéru aftur til starfa á Alþingi eftir sumarleyfi. Í um- ræðum um skýrslu forsætisráðherra um stöðu þjóðmála gætti lítillar bjartsýni í málflutningi forystu stjórnarandstöðunnar þrátt fyrir að hafa fengið sína heitustu ósk uppfyllta; dagsetningu kosninga (að öðru óbreyttu). Sjálfsagt jók það ekki gleði stjórnarandstöð- unnar að stuttu áður en þing kom saman kynnti ríkisstjórnin tillögur sem skjóta nýjum og styrkari stoðum undir séreignarstefnuna og auka valfrelsi í húsnæðis- málum. Stjórnarandstöðunni virðist fyrirmunað að sjá eða skynja birt- una sem er yfir íslensku efnahags- lífi. Hún neitar að trúa því að framtíðin geti verið björt ef rétt er haldið á málum, en ekki horfið aftur til fortíðar vinstri stefnunnar og stjórnarhátta „you-ain‘t-seen- nothing-yet“. Töfralausnin enn boðuð Hagvöxtur var 4,2% á fyrsta ársfjórðungi og horfurnar eru góð- ar. Á sama tíma var vöxtur efna- hagslífsins aðeins 0,6% á evru- svæðinu og fór niður í 0,3% á öðrum ársfjórðungi. Í Frakklandi var enginn hagvöxtur. Þrátt fyrir þetta leggur formaður Samfylk- ingarinnar áherslu á að Ísland taki upp evru. Enn og aftur boða samfylkingar upptöku evru sem lausn á öllum vandamálum okkar Íslendinga – búið er að dusta rykið af töfralausninni. Í við- tali við Eyjuna síðast- liðinn mánudag hélt Oddný Harðardóttir því fram að það sé „auðvitað augljóst“ að evra sé „lausnin“: „En hún [lausnin] er ekki í sjónmáli og þá verðum við að bera kostnaðinn. Það er bara staðreynd. Það er það sem rík- isstjórnin er að leggja til.“ Í umræðum um skýrslu for- sætisráðherra hélt formaður Sam- fylkingarinnar því fram að óánægja væri með ríkisstjórnina á fleiri en einu sviði. „Heilbrigð- iskerfið líður fjárskort og það ger- ir menntakerfið líka,“ sagði Oddný Harðardóttir sem var um nokkurt skeið fjármálaráðherra vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Auðvitað gat hún þess ekki að á þessu ári verða út- gjöld til heilbrigðismála rúmlega 38 milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir í síðustu fjár- lögum vinstri stjórnarinnar árið 2013. Holuviðgerðir Endurreisn heilbrigðiskerfisins er því hafin en hvergi nærri lokið. Útgjöld til menntamála hafa hækkað og verið er að byggja al- mannatryggingakerfið upp að nýju. Fjárlög yfirstandandi árs gera ráð fyrir að yfir 98 millj- arðar renni til almannatrygginga. Þrátt fyrir að þetta sé liðlega 24 milljörðum hærri fjárhæð en Oddný Harðardóttir og samherjar hennar í vinstri stjórninni vildu árið 2013, má öllum vera ljóst að styrkja þarf stöðu eldri borgara og öryrkja enn frekar. Tækifærin eru til staðar. Kári Stefánsson felldi harðan dóm yfir velferðarstefnu vinstri stjórnarinnar í grein í Frétta- blaðinu 9. ágúst: „Þegar í harðbakkann sló holaði hún velferðarkerfið að innan, lét utanríkisþjónustuna í friði, reisti Hörpu (að vísu vildi Katrín Jak- obsdóttir láta mála vinstri hliðina á henni græna en það gleymdist) og byrjaði að bora gat í gegnum Vaðlaheiðina. Þetta var fyrsta hreinræktaða félagshyggjurík- isstjórnin í sögu lýðveldisins!“ Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins hefur fyllt þessar holur og boðar uppbygg- ingu til framtíðar. Enginn fögnuður Það er umhugsunarvert af hverju stjórnarandstöðunni virðist fyrirmunað að gleðjast yfir bættri stöðu launafólks. Í stað þess að ræða og leggja fram hugmyndir um hvernig góð staða verði best nýtt til að bæta lífskjör enn frekar er stjórnarandstaðan föst í um- ræðum um afsögn fyrrverandi for- sætisráðherra. Engu er líkara en að það fari illa með geðslag forystumanna vinstri flokkanna að launavísitalan hafi hækkað um um 12,5% frá miðju síðasta ári til sama tíma í ár og að verðbólgan sé aðeins 1,1% síðustu 12 mánuði. Þeir finna litla gleði í þeirri staðreynd að í 30 mánuði hefur verðbólga verið undir markmiðum Seðlabanka Ís- lands. Mikil aukning kaupmáttar launa í tíð ríkisstjórnar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks- ins, vekur litla kæti. Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri. Og ekki er sýnd ánægja með að at- vinnuleysi í júní síðastliðnum er það minnsta í þeim mánuði frá 2008. Á síðasta ári lækkuðu skuldir einstaklinga vegna íbúðakaupa um nær 60 milljarða króna. Í sam- antekt Páls Kolbeins, rekstr- arhagfræðings hjá Ríkisskatt- stjóra, kemur fram að skuldir sem hlutfall af tekjum hafa lækkað mikið á undanförnum árum, þótt enn sé það of hátt. Árið 2010 voru skuldir einstaklinga nær tvöfalt hærri en tekjur en í lok síðasta árs var hlutfallið komið niður í 32,5%. Ástæða lækkunarinnar er tvíþætt; hærri tekjur og lægri skuldir. Engu er líkara en að vinstri menn séu vonsviknir með þessa jákvæðu þróun; eignastaða íslenskra heimila er að styrkjast verulega. Skattahækkun í þunglyndi Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra benti á athygl- isverða staðreynd í umræðunum síðasta mánudag: „Á þessu ári stefnir í að afgang- ur á ríkisfjármálunum verði meiri en allur uppsafnaður halli vinstri stjórnarinnar á árunum 2009 til 2013.“ Í þrjú ár í röð hafa fjárlög verið afgreidd með afgangi. Ríkissjóður greiddi á síðasta ári 150 milljarða fyrir fram af innlendum og er- lendum skuldum. Skuldir rík- issjóðs hafa lækkað gríðarlega og verða komnar niður fyrir 50% af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Gjörbreytt staða ríkissjóðs – jöfnuður í rekstri og mikil lækkun skulda – gefur aukin færi til að byggja upp velferðarkerfið sam- hliða því að lækka skatta enn frekar og stokka upp í rík- isrekstrinum. Frammi fyrir þessum stað- reyndum hefur pólitískur dap- urleiki náð tökum á vinstri mönn- um. Í þunglyndi sínu boða þeir hækkun skatta, þar sem enn einu sinni verður barið á millistéttinni. Draumurinn um að innleiða að nýju auðlegðarskatt lifir – ætlunin er að kreista fjármuni út úr sjálf- stæðum atvinnurekendum og eldri borgurum. Hækkun skatta er sögð í nafni „félagslegs réttlætis“. Og komist vinstri flokkarnir til valda að loknum kosningum eru líkur á því að ungt fólk verði að sætta sig við „félagsleg úrræði“ í húsnæðismálum í stað þess að eiga valfrelsi og raunhæfan kost á að eignast eigin íbúð. Hægt og bítandi verður krafturinn dreginn úr atvinnulífinu í anda „norrænn- ar velferðarstjórnar“. Möguleikar til að ráðast í umfangsmiklar og nauðsynlegar innviðafjárfestingar, ekki síst í heilbrigðis- og sam- göngukerfinu, verða takmarkaðir. Þá verður gripið til þess ráðs að veðsetja framtíðina, gefa út víxla á komandi kynslóðir. Í Reykjavík hafa vinstri flokk- arnir – Samfylking, Vinstri græn- ir, Píratar og Björt framtíð – sýnt hversu auðvelt það er að setja fjárhag hins opinbera á hliðina. Leikinn á að endurtaka á lands- vísu að loknum alþingiskosn- ingum. Eftir Óli Björn Kárason » Frammi fyrir þess- um staðreyndum hefur pólitískur dap- urleiki náð tökum á vinstri mönnum. Í þung- lyndi sínu boða þeir hækkun skatta. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarandstaða í vondu skapi Þegar ég skrifaði á dögunum hér í blaðið, að vinstri sinnaðir menntamenn á Vest- urlöndum hefðu séð spænska borg- arastríðið í svörtu og hvítu, óraði mig ekki fyrir því, að Að- alsteinn Ingólfsson listfræðingur ætti eft- ir að taka þessi orð til sín. Nú er liðið 41 ár frá því, að þjóðin skellihló að hon- um fyrir að birta í Dagblaðinu gagnrýni um málverkasýningu á Akureyri án þess að skoða hana, en hann studdist aðeins við svart- hvítar ljósmyndir. Aðalsteinn birtir í Morg- unblaðinu 3. ágúst ofstopafulla árás á mig fyrir skrif mín um spænska borgarastríðið, sér- staklega loftárásina á Guernica vorið 1937. Kveður hann mig þar sammála breskum rithöfundi, David Irving, sem hefur miður gott orð á sér, meðal annars fyrir að afneita Helförinni. Aðalsteinn beitir hér gamalli rökvillu, sem við vorum vöruð við í heim- spekinámi forðum, reductio ad hitlerum (Irving er vafasamur; Irving hefur skoðun x; ergo: menn með skoðun x eru jafnvafasamir og Irving). Svo illa vill hins vegar til fyrir Aðalstein, að ég hafði þegar gert fulla grein fyrir heimildum mínum í stuttri ritdeilu við Ómar Ragnarsson: The Spanish Civil War frá 2012 eftir sagnfræðipró- fessorinn Stanley Payne (bls. 211- 212) og ritgerð eftir hern- aðarfræðinginn James S. Corum, „The Persistent Myths of Guer- nica“ (Hinar þrálátu goðsagnir um Guernica), sem birtist í Military History Quarterly 2010. Þeir Payne og Cor- um rekja goðsagn- irnar um Guernica: að hún hafi eingöngu verið árás á saklausa borgara, gerð af þýskum flugmönnum, sem voru að æfa sig fyrir heimsstyrjöld, og að 1.600 manns hafi fallið. Sannleik- urinn var sá að sögn þeirra Paynes og Cor- ums, að bærinn var hernaðarlegt skotmark vegna brúar þar, herliðs og hergagnaverksmiðju, að árásin var gerð að undirlagi uppreisnar- manna Francos og að eitthvað á annað hundrað manns féllu í henni. Loftárásin var frekar hern- aðaraðgerð en hryðjuverk. Vitaskuld mælir enginn mann- vinur loftárásum bót og því síður borgarastríðum. Lýðveldissinnar og uppreisnarmenn á Spáni voru hvorir tveggja sekir um margs konar grimmdarverk. En þótt Að- alsteinn Ingólfsson láti sér nægja að sjá spænska borgarastríðið í svörtu og hvítu eins og mál- verkasýninguna forðum á Ak- ureyri, fær hann engu um það breytt, að veruleikinn er í mörg- um litum. Eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson » Svo illa vill hins veg- ar til fyrir Aðalstein, að ég hafði þegar gert fulla grein fyrir heim- ildum mínum í stuttri ritdeilu við Ómar Ragn- arsson. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði. Einn í svarthvítu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.