Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 230. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Valdimar meiddur í baki 2. Aníta í umdeildustu grein ÓL? 3. Fjölskylda drukknaði vegna … 4. Útkall vegna elds »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarmaðurinn Neil Holyoak efnir til tónleika á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu 22 í kvöld klukkan 20. Kanadabúinn ólst upp í Los Angeles en hefur búið í Montreal í Kanada síðustu sex árin. Holyoak hefur ferðast víða með tónlist sína, meðal annars til New York, Colorado, Hong Kong og Gautaborgar. Þess má geta að Dave Bryant, meðlimur God- speed You! Black Emperor, sá um upptökustjórn á fyrstu plötu hans, Holy Oak. Morgunblaðið/Styrmir Kári Holyoak efnir til tón- leika á Húrra í kvöld Sísí Ey og Milky- whale á Kex í kvöld Á fimmtudag Hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar lítilsháttar væta á Suður- og Vesturlandi en víða bjart í öðrum landshlutum. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. Á föstudag Hæg breytileg átt eða hafgola og víða léttskýjað. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rofar aftur til um landið norðanvert eftir há- degi. Áfram hlýtt í veðri, einkum fyrir norðan. VEÐUR „Það er svo mikill peningur í húfi fyrir íþróttafólkið, sérstaklega fyrir þá sem eru frá Austur-Evrópu. Ef þú kemst á verðlaunapall fyrir Rússland lifir þú bara eins og kóngur eftir það. Þess vegna er hvatningin svo mikil fyrir fólk, sem kemur kannski úr fátækt, að svindla,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, Íslands- methafi í spjótkasti, um lyfjanotkun í íþróttum. »4 Freistingar og miklir peningar „Það væri ótrúlega gaman að komast áfram í undanúrslit, eða lenda í ein- hverjum hröðum riðli og sjá hvort maður næði að gera sig eitt- hvað gildandi,“ sagði Aníta Hin- riksdóttir sem tekur þátt í 800 m hlaupi á Ól- ympíuleikunum í Ríó í dag. Hún segir hægara sagt en gert að komast í und- anúrslitin: „Það má segja það. Það er svo mikil breidd í þessari grein.“ »1 Anítu langar í undan- úrslit á ÓL í Ríó Grindavík komst á topp 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso- deildarinnar, í gærkvöldi þegar liðið vann Leikni Reykjavík, 3:0, í Breið- holti. KA náði aðeins jafntefli við Keflavík á sama tíma og féll við það niður í annað sæti, er stigi á eftir Grindavíkurliðinu. Þessi tvö lið hafa afgerandi forystu í deildinni þegar sex umferðir eru eftir. »2-3 Grindavík tyllti sér á toppinn með sigri ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Hinn 5. september mun Sigríður Ýr Unnarsdóttir hefja 2.500 kílómetra langt ferðalag á svokölluðu Pocket Bike-mótorhjóli, sem er mótorhjól í barnastærð. Markmiðið er að kom- ast í heimsmetabók Guinness fyrir að ferðast lengstu vegalengdina á Pocket Bike-hjóli. „Hugmyndin vaknaði í byrjun sumars, við Michael fórum fyrst í hringferð um Bandaríkin á mótor- hjóli og við erum að reyna að finna leiðir til þess að hittast og gera eitt- hvað skemmtilegt í leiðinni. Þessi ferð gekk svo ótrúlega vel að við fór- um strax að skoða hvað við gætum gert næst,“ segir Sigríður, sem mun ferðast með Michael Reid, kærasta sínum, og Chris Fabre, sem er mót- orhjólasérfræðingur hópsins. „Chris vinnur hjá Triumph- umboðinu í Philadelphia. Við leit- uðum til þess með styrktarbeiðni og það endaði á því að senda starfs- mann til að ferðast með okkur. Hann er í rauninni hjólameist- arinn.“ Áður en Sigríður fór hringferðina um Bandaríkin með Michael í byrj- un sumars hafði hún aldrei sest á mótorhjól. „Ég hafði aldrei á ævinni séð svona Pocket Bike-hjól sem ég ætla að setja heimsmet á,“ segir Sigríður. Byrja í fallhlífarstökki Ferðalagið mun hefjast með fall- hlífarstökki á frægasta stökksvæði Bandaríkjanna, Start Skydiving, í Ohio. Þaðan verður haldið gegnum miðhluta Bandaríkjanna og er endastöðin á Gold- en Aspen-mótorhjóla- sýningunni í Nýju Mexíkó. Ferðin mun taka 12 daga og áætlar Sigríður að koma í mark ásamt förunautum sín- um 15. september. Núverandi heimsmet var sett 8. ágúst 2009 þegar Ryan Galbraith og Chris Stinson óku 718 kílómetra. Því var upphaflegt markmið Sigríð- ar og Michaels að fara 800 kíló- metra, en í ljósi þess að tilraun var gerð að heimsmetinu árið 2014 þar sem eknir voru 2.264 kílómetrar ákváðu þau að hjóla 2.500 kílómetra, ef svo skyldi vera að Guinness stað- festi heimsmetstilraunina árið 2014, en það hefur ekki enn verið gert. „Það var bara ekki búið að staðfesta öll gögnin úr þeim tilraunum og ég veit ekki hvort það á einfaldlega eft- ir að staðfesta þau eða hvort eitt- hvert skilyrði var ekki uppfyllt,“ segir Sigríður. „Hafði aldrei séð svona hjól“  Sigríður Ýr ætl- ar að setja heims- met á smáhjóli Ljósmynd/Sigríður Par Sigríður Ýr og Michael Reid, kærasti hennar. Þau ætla ásamt Chris Fabre að gera tilraun að heimsmeti á lengstu vegalengd ekinni á svokölluðu Pocket Bike-mótorhjóli. Þríeykið mun hjóla í gegnum miðhluta Bandaríkjanna. Það er ekki hlaupið að því að setja heimsmet. Sigríður Ýr og ferðafélagar hennar þurfa að uppfylla ýmis skilyrði sem Guinness setur til þess að heimsmetstilraunin teljist gild. Taka þarf upp í að minnsta kosti fimm mínútur af hverjum klukkutíma sem þau keyra. Til þess þarf útivistarmyndavél á öll hjólin. Einnig þarf fylgdarbíl með upptökutæki. Sigríð- ur, Michael og Chris þurfa þar að auki að vera með GPS- staðsetningartæki á sér. Þessi útbúnaður er ekki ódýr og því hafa ferðalangarnir sett upp styrktarsíðu á gofundme.com, þar sem fólki er boðið að heita á þríeykið áður en þau halda í þessa 12 daga ferð í gegnum níu ríki í hjarta Bandaríkjanna, frá Ohio til New Mexico. Þurfa alls konar búnað STYRKTARSÍÐU KOMIÐ Á LAGGIRNAR  Fjórðu tónleikarnir í tónleikaröð- inni KEX+KÍTÓN verða haldnir á Kex hosteli í kvöld klukkan 21 en þar munu koma fram Sísý Ey og Milky- whale. Hljómsveitin Sísý Ey hefur verið starfandi frá árinu 2012 en þá kom út lagið „Ain’t got nobody“ sem naut mikilla vinsælda. Sísý Ey skipa systurnar Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdóttir ásamt Friðfinni Sigurðs- syni sem er einnig þekktur sem Ocu- lus. Milkywhale er samstarfsverkefni FM Belfast-meðlimsins Árna Rúnars Hlöðverssonar og Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur. Þau hafa vakið athygli fyrir sérlega líflega sviðsframkomu, dansvæna tónlist og góða nærveru eins og segir í til- kynningu en þau komu meðal annars fram á Hróars- kelduhá- tíðinni fyrr í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.