Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 taka viðurkenni í slíku prófi að þeir aðhyllist öfgastefnu þeirra og hygg- ist undirbúa hryðjuverk á laun í Bandaríkjunum. Bergen bendir enn fremur á að Trump nefndi ekki þau lönd sem hugmyndafræðilega prófið ætti að ná til, eða löndin þar sem hryðju- verkastarfsemi telst alvarlegt vandamál. Bergen spyr hvort prófið eigi t.d. að ná til allra franskra ríkis- borgara, í ljósi þess að í Frakklandi hefur hryðjuverkastarfsemi verið al- varlegt vandamál. Misskilur hryðjuverkavána Bergen telur að stefna Trumps í innflytjendamálum byggist á mis- skilningi á hættunni sem stafar af hryðjuverkastarfsemi. „Öll hryðju- verkin sem hafa verið framin í Bandaríkjunum frá 11. september [2001] voru verk bandarískra ríkis- borgara eða manna með varanlegt landvistarleyfi, ekki nýrra innflytj- enda eða flóttamanna. Með aðgerð- um til að stemma stigu við innflutn- ingi fólks er ekki tekist á við aðal- vandamálið, „heimaræktaða“ hryðjuverkastarfsemi.“ Bergen og fleiri fréttaskýrendur segja að þótt Trump hafi gagnrýnt stefnu og frammistöðu Baracks Obama í baráttunni gegn Ríki ísl- ams, samtökum íslamista, hafi hann að mörgu leyti boðað sömu stefnu og FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stefna Donalds Trump, forsetaefnis repúblíkana, í þjóðaröryggismálum og baráttunni gegn hryðjuverka- starfsemi er enn óljós og ruglingsleg eftir ræðu sem hann flutti um málið í Ohio í fyrrakvöld, að mati frétta- skýrenda vestanhafs. Í ræðunni boðaði Trump m.a. stór- hert eftirlit með innflytjendum og bann við innflutningi fólks frá lönd- um þar sem hryðjuverkastarfsemi er alvarlegt vandamál og eftirliti með stuðningsmönnum hryðjuverkasam- taka er ábótavant. Hann sagði að leggja ætti hugmyndafræðilegt próf fyrir umsækjendur um landvistar- leyfi í Bandaríkjunum til að ganga úr skugga um hvort þeir væru hlynntir bandarískum gildum, t.a.m. hvort þeir styddu trúfrelsi, jafnrétti kynjanna og réttindi samkyn- hneigðra. „Þeir sem trúa ekki á stjórnarskrána okkar, eða styðja óumburðarlyndi, fordóma og hatur, fá ekki að setjast að í landi okkar,“ sagði hann. „Óframkvæmanleg“ tillaga Trump sagði í desember sl. að meina þyrfti öllum múslímum tíma- bundið að koma til Bandaríkjanna vegna hættunnar á hryðjuverkum, eða þar til bandarísk yfirvöld gætu „áttað sig á því sem er að gerast“. Stjórnmálaskýrandi NBC-sjón- varpsins, Ali Vitali, segir að óljóst sé hvort aðgerðirnar sem Donald Trump boðaði í ræðunni í fyrrakvöld komi í staðinn fyrir þessa tillögu eða séu viðbót við hana. Hann hafi ekki dregið tillöguna um bann við komu múslíma til baka og hún sé enn á vef- síðu hans. Peter Bergen, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum, segir í grein á vef CNN-sjónvarpsins að tillaga Trumps um hugmyndafræðilega prófið virðist vera „óframkvæman- leg“. Hann dregur í efa að stuðnings- menn íslamskra hryðjuverkasam- stjórn forsetans hefur fylgt. Trump hafi m.a. boðað samstarf við Jórd- aníu, Egyptaland og Atlantshafs- bandalagið, aðgerðir til að stöðva peningaflutninga til Ríkis íslams, tölvuhernað gegn samtökunum og aðgerðir til að uppræta hryðjuverka- netið al-Qaeda. Allt hafi þetta verið liður í stefnu Bandaríkjastjórnar á síðustu árum. Með og á móti heimkvaðningu herliðsins frá Írak Leiðarahöfundur The Washington Post segir að þótt ræða Trumps hafi að mörgu leyti byggst á „þvættingi og gorgeir“ hafi hann hitt naglann á höfuðið þegar hann hafi gagnrýnt þá ákvörðun Obama að kalla banda- ríska herliðið í Írak heim því að hún hafi auðveldað Ríki íslams að leggja undir sig svæði í norðvesturhluta landsins og Sýrlandi. Trump hefur þó verið ósamkvæm- ur sjálfum sér í yfirlýsingum sínum um átökin í Írak. Hann hefur haldið því fram að hann hafi alltaf verið andvígur þeirri ákvörðun George W. Bush, fyrrverandi forseta, að senda bandarískar hersveitir til Íraks árið 2003. Trump sagði þó í útvarpsviðtali árið 2002 að hann væri hlynntur inn- rás í Írak. Fréttaskýrandi NBC bendir einnig á að þótt Trump gagn- rýni núna heimkvaðningu herliðsins hafi hann hvatt til þess árið 2008 að herliðið yrði kallað heim tafarlaust og árið áður skorað á John McCain, þáverandi forsetaefni repúblíkana, að lofa því að herliðið færi frá Írak fyrr en gert var ráð fyrir. Aleem Maqbool, fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins, telur að þrátt fyrir slíkar efasemdir sérfræð- inga sé líklegt að ræða Trumps legg- ist vel í stuðningsmenn hans í Bandaríkjunum. Þótt stjórnarerind- rekum Evrópuríkja gremjist yfirlýs- ingar Trumps í utanríkismálum snú- ist kosningarnar ekki um þá, heldur kjósendur eins og þá sem hlustuðu á hann í Ohio og fögnuðu orðum hans. Þessir kjósendur telja stefnu hans til marks um föðurlandsást frekar en hættulega þjóðernishyggju. Grautarleg stefna gagnrýnd  Trump boðar stórhert eftirlit með innflytjendum frá löndum þar sem hryðjuverkastarfsemi þrífst  Stefna hans þykir enn óskýr eftir ræðu um hryðjuverkavána  Hefur verið ósamkvæmur sjálfum sér 10 12% 8 6 4 2 0 8% 6 4 2 0 8% 6 4 2 0 6% 4 2 0 +7,9% er forskot Clinton nú Demókratar Fylgi frambjóðenda nú og fyrir síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 Hillary Clinton / Donald Trump Fylgi forsetaefna samkvæmt könnunum Heimild: RealClearPolitics Uppl. vantar Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. 2008 Barack Obama / John McCain Obama 2004 John Kerry / George W. Bush Bush 2012 Barack Obama / Mitt Romney Obama J F M A M J J Á S O N J F M A M J J Á S O N J F M A M J J Á S O N Repúblikanar Sigurvegari Meðalfylgi í prósentum skv. könnunum í öllu landinu AFP Grautarhaus? Trump flytur ræðu um baráttuna gegn hryðjuverkum. Komið hefur í ljós að risapanda sem fæddi pandahún í dýragarði í Aust- urríki í vikunni sem leið leyndi pínulitlu leyndarmáli – öðrum húni. Schönbrunn-dýragarðurinn í Vín tilkynnti upphaflega að pandan hefði fætt hún 7. ágúst en í gær var skýrt frá því að hún hefði fætt tví- bura. Annar húnninn sást ekki á myndum sem teknar voru af fæð- ingunni, enda er hann mjög lítill, aðeins tíu sentímetra langur. Nýi húnninn reyndist eiga tvíburabróður ÓVÆNTUR PÖNDUHÚNN FANNST Í DÝRAGARÐI Í VÍNARBORG AFP Enginn smáglaðningur Pandan Yang Yang með örsmáu tvíburana sína. Hillary Clinton, forsetaefni demókrata, hefur verulegt forskot á Donald Trump samkvæmt skoðanakönnunum sem ná til alls landsins. Clinton hefur einnig náð yfirhöndinni í sjö ríkjum sem talin eru geta ráðið úrslit- um í kosningunum 8. nóvember. Umdeildar yfirlýsingar Trumps að undan- förnu virðast ekki hafa hjálpað honum, heldur þvert á móti dregið athygl- ina frá veikleikum Clinton, einkum ásökunum um að hún hafi brotið reglur þegar hún var utanríkisráðherra með því að nota einkanetfang sitt og netþjón sem var ekki á vegum utanríkisráðuneytisins. Skyggir á snögga bletti Clinton UMDEILDAR YFIRLÝSINGAR KOMA TRUMP Í KOLL Varnarmálaráðu- neytið í Moskvu skýrði í gær frá því að her Rúss- lands hefði notað herflugvöll í Íran til að gera loft- árásir í Sýrlandi. Sprengjuþotur af gerðinni Tupolev 22M3 og Sukhoi- orrustuþotur voru notaðar í árásunum, að sögn ráðuneytisins. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem her Rússlands ger- ir árásir í Sýrlandi frá þriðja landinu síðan Rússar hófu lofthernað sinn til stuðnings einræðisstjórn Sýrlands fyrir ári. Klerkastjórnin í Íran hefur einnig stutt sýrlensku einræðis- herrana með hernaði og fjárhagsað- stoð frá því að stríðið í Sýrlandi hófst árið 2011. Síðustu mánuði hafa hátt- settir embættismenn frá Rússlandi og Íran rætt áform um að auka hern- aðarsamstarf ríkjanna í Sýrlandi, að sögn BBC Talið er að 27 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í loftárásum Rússa á skotmörk í borginni Aleppo og hér- uðunum Idlib og Deir al-Zour í gær, að sögn sýrlenskra hreyfinga. Rússar gera loftárás- ir í Sýrlandi frá Íran  Auka hernaðarsamstarfið við Írana Sprengjum varpað úr Tupolev-vél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.