Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 ✝ Inga JónaIngimarsdóttir fæddist 8. ágúst 1961. Hún lést á líknardeild HSS þann 10. ágúst 2016. Eiginmaður Ingu er Hall- grímur Arthúrs- son. Börn þeirra eru Ingi Þór, Linda Sylvía og Halla Sóley. Maki Lindu er Björgvin Björgvinsson og dæt- ur þeirra eru Elísabet Inga og Sylvía Björg. Maki Höllu er Gunnlaugur Ásgrímsson. Foreldrar Ingu eru Ingimar Rafn Guðnason, f. 16.6. 1942, d. 17.2. 1992, og Erla Sylvía Jó- hannsdóttir. Systkini Ingu eru: 1) Linda Ingimars- dóttir, f. 27.7. 1962, d. 8.2. 1963, 2) Ómar Ingimars- son, maki hans er Íris Birgitta Hilm- arsdóttir, 3) Hauk- ur Ingimarsson, maki hans er Kristín Svala Sigurðardóttir, og 4) Víðir Ingimarsson, maki hans er Inga Birna Kristins- dóttir. Útför Ingu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 17. ágúst 2016, klukkan 13. Elsku mamma. Okkur er orða vant. Allar minningarnar streyma fram, en orðin sitja föst og erfitt reynist að koma þeim niður á blað. Þú hafðir alla tíð gaman af ljóðum og þess vegna er við hæfi að kveðjan okkar til þín sé fallegt ljóð sem okkur fannst eiga vel við þig. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín. Í þeim las ég alla, elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd. Bar hún mig og benti, björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt. Gengu hlýir geislar, gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best. Hjartað blíða, heita, hjarta er ég sakna mest. (Sumarliði Halldórsson.) Ingi Þór, Linda Sylvía og Halla Sóley. Elsku amma Inga. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og með okkur. Við munum aldrei gleyma þér og hversu góð þú varst. … Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili.) Elísabet Inga og Sylvía Björg. Inga Jóna Ingimarsdóttir Ég var mikið hjá afa og ömmu sem barn og tengdist ömmu minni nánum böndum. Í mörg ár var heimili hennar mitt annað heimili. Amma vildi allt fyrir mig gera. Ég man eftir að hafa kúrað á kvöldin fyrir framan sjónvarpið. Oftar en góðu hófi gegnir fengum við ís. Afi og amma voru í sitthvorum stólnum og ég hjá afa. Amma að prjóna og afi að losa flækjur í garninu. Rúmið var svefnsófi sem búið var fullkomlega vel um hvert kvöld. Tveir þunnir koddar undir lakinu, venjulegi kodd- inn þar ofan á og allir bangs- arnir í snyrtilegri röð. Hlýleg birta frá vínrauðum lampaskermi. Síðan var lesið og farið með bænirnar. Fyrst faðirvorið og síðan beðið fyrir öllum; fyrir okkur, fyrir fjöl- skyldumeðlimum, fyrir þeim sem eiga um sárt að binda vegna stríðs eða fátæktar og fyrir látnum vinum og ættingj- um. Amma unni náttúrunni. Ég man eftir að hafa leitað að hreiðrum, tínt ber og farið í fjöruferðir. Hún hafði ótæmandi ást á og fékk aldrei leið á fegurð eyjanna sinna, Vestmanna- eyja. Hafði næmt auga fyrir umhverfinu og veitti ætíð at- hygli sérstökum steinum, skeljum og kuðungum eða klettamyndunum. Hún benti manni oft, hugfanginn, á slíka gersemi. Hún unni dýrum, sagðist nú ekki vilja gæludýr inn á sitt heimili en annað kom í ljós. Þar ber helst að nefna hann Fúsa, páfagaukinn minn, sem hún taldi best að yrði bara eft- ir hjá sér. Hann söng og kjaftaði í eld- húsinu hjá henni í yfir 10 ár. Og svo hundana okkar, sem áttu aldrei að fá að stíga fæti inn fyrir hennar dyr. En máttu stuttu síðar ekki horfa til hennar djúpum hundsaug- um án þess að hlaupið væri til og náð í sláturbita. Amma hugsaði líka sam- viskusamlega um snjótitt- lingana og fékk aldrei leið á að greina atferli þeirra á laun út um eldhúsgluggann. „Mikið hljóta þeir að vera svangir litlu greyin,“ sagði hún. Ömmu þótti jólin mjög mik- ilvæg og þau voru haldin eftir settum hefðum. Húsið var hlaðið jólaskrauti og hver hlutur átti sína sögu og sinn stað. Jólasveinaher sem þakti borðstofuskenkinn setti sterkan svip á heimilið og á slaginu sex áttu allir að vera tilbúnir í sparifötunum. Dagný Þorsteinsdóttir ✝ Dagný Þor-steinsdóttir fæddist 3. apríl 1926. Hún lést 4. ágúst 2016. Útför Dagnýjar fór fram 13. ágúst 2016. Í minningunni voru jólin fullkomin. Amma og afi héldu boð á jóladag og á áramótum, hús- ið fylltist þá af kærri fjölskyldu og var mikið líf og gleði. Fjörið var með föstu móti, sama spilið var spilað og sömu eftirréttirnir voru bornir fram í um 40 ár. Í öllu þessi annríki fékk amma litlu um það ráðið að rífa þurfti upp saumavélina og hjálpa stelpunni sinni að útfæra hugmyndir að rosaflottum ára- mótakjól sem iðulega spruttu upp rétt fyrir jól og ljúka þurfti fyrir áramótaballið. Ömmu til mikillar gleði. Það sem einkenndi ömmu mest í mínum huga var ákveð- inn neisti sem hún hafði. Neisti fyrir lífinu. Sú þrá að vera með, gera eitthvað skemmtilegt, að vera í góðum félagsskap eða að heyra góða sögu. Hún naut þess alltaf og að mæta í fjölskylduboð og hitta ættingjana, sérstaklega yngstu meðlimina sem hún sýndi mikla blíðu. Síðustu dagar ömmu voru sérlega fallegir í mínum huga. Hún lést skömmu eftir versl- unarmannahelgi, eftir að hafa mætt á setningu Þjóðhátíðar og átti góðar stundir með vinum og ættingj- um yfir helgina. Síðasta daginn hennar fórum við saman á kaffihús og sögðum sögur frá helginni yfir kaffi og köku, og fórum í bíltúr út á Eyju og nutum fegurðarinnar. Hún virtist alsæl. Takk fyrir allt, elsku amma mín, ljúf er minning þín. Dagný Hauksdóttir. Elskulega Dagný amma er látin, 90 ára að aldri. Mín fyrstu kynni af Dagnýju og Boga var 1987 þegar dóttir þeirra Guðný bauð mér heim til sín til Vestmannaeyja um sjó- mannadagshelgina ásamt vin- konu minni Hildi Ástþórsdótt- ur, en þær bjuggu þá saman frænkurnar ásamt börnum sín- um í Hafnarfirði. Ég hringdi í móður mína og bað hana að passa fyrir mig og var hún alveg tilbúin í það og sagði mér enn fremur að ég skyldi nú reyna að kynnast sjó- manni því þeir væru gæddir góðum mannkostum, enda sjálf alin upp með föður sem var sjó- maður alla sína tíð. Ég hafði aldrei komið til Vestmannaeyja og var því mjög spennt að fara þangað. Flugum við til eyja í yndislegu veðri, sól og blíðu og flaug vélin útsýn- isflug og skartaði eyjan sínu fegursta. Dagný amma tók á móti okk- ur vinkonunum uppi á flugvelli og varð okkur strax til vina. Í ferð þessari vildi það svo til að ég sá þá í fyrsta sinn tilvon- andi eiginmann minn. Hann kom heim til Dagnýjar frænku sinnar seinna þennan dag með miðana fyrir okkur vinkonurnar á sjómannadags- ballið sem fór fram á laugar- dagskvöldinu. Tveimur árum seinna fluttu ég og dóttir mín, Donna Ýr, til Vestmannaeyja og gerðist ég sjómannskona. Við hjónin eignuðumst síðan tvær dætur saman þær Elínu Sólborgu og Guðrúnu Eydísi, sem kölluðu Dagnýju alltaf „Dagný amma“. Við fórum oft í heimsókn til Dagnýjar ömmu og ekki var það nú leiðinlegt þar sem þau hjónin voru ákaflega ánægð þegar við komum og þótti dætrum mínum mjög gaman að heilsa upp á hann Fúsa páfa- gauk sem dótturdóttir og nafna ömmu sinnar átti. Heimili hennar og Boga stóð okkur alltaf opið. Það var ekki í fá skipti sem Dagný amma passaði fyrir alla sem þurftu pössun á Þjóðhátíð og var alltaf pláss fyrir eitt barn í viðbót þrátt fyrir að sofið væri í öllum herbergjum og í flatsæng í stofunni. Þau hjónin voru alveg ein- staklega barngóð. Seinna fóru barnabörnin mín að koma í heimsókn til Dagnýj- ar ömmu en þau kölluðu hana Dagnýju sleikjóömmu en það gælunafn fékk hún þar sem all- ir krakkarnir í hverfinu vissu það að ef þau bönkuðu upp á hjá Dagnýju ömmu á laugar- dögum þá fengju þau sleikjó og ekki nóg með það heldur fengu þau að velja sér hvaða sleikjó. Já, allir elskuðu Dagnýju ömmu enda ekki annað hægt þar sem hún var svo ljúf og góð, vildi allt fyrir alla gera og var með einstakt lundarfar. Ég vil þakka þér, elsku Dagný mín, fyrir allt sem þú hefur verið mér og börnum mínum. Þú tókst mér með opn- um örmum og varst mér alltaf svo góð. Takk fyrir allt og allt. Sigríður Árný (Sigga Braga). Nú er komið að kveðjustund, yndisleg frænka mín er borin til grafar í dag. Efst í huga mér er þakklæti fyrir þá lukku að hafa fengið að kynnast og alast upp með jafn kærleiksríku heimili og hjá þeim Dagnýju og Boga. Ein af mínum fyrstu minn- ingum er af Boga hlaupandi með okkur Guðnýju í hjólbör- um á leið í kartöflugarðinn. Þau voru barngóð með eindæmum. Ég fór með þeim í skemmtileg ferðalög þar sem þau hjónin dekruðu við okkur, sögðu sögur og fræddu okkur um land og þjóð. Það var alltaf glatt á hjalla hjá þeim og allir ávallt vel- komnir. Við áttum ótal skemmtilegar stundir á þjóðhátíðum þegar umræðan var um nestið í daln- um eða atburði næturinnar. Hlustað var á gömul þjóðhátíð- arlög og sungið og trallað með. Mikill var söknuðurinn þegar Bogi féll frá en Dagný bar sig vel og lífið hélt áfram, hún allt- af jafn yndisleg og gestrisin. Síðasta Þjóðhátíð verður lengi í minnum höfð, sól og gleði hjá öllum og Dagný naut sín vel. Hún tók þátt í öllu því sem hún gat, hitti ótal marga vini og ættingja, rúntaði um bæinn í opnum blæjubíl umvafin fallegu dúlluteppi og unga fólkinu. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast slíkri eðalmann- eskju. Elsku Guðný, Erlendur og fjölskylda. Sorgin á sér margar hliðar, þið syrgið yndislega móður og ömmu, en dásamleg- ar minningar munu styrkja og ylja. Ást og friður. Hildur Ástþór. Á björtum sumar- degi berast okkur þau orð að Arnold B. Bjarnason, sá góði drengur og mikli höfðingi, sé allur. Það má segja að það hafi ekki komið á óvart en þó kemur það alltaf á óvart þegar vinir og sam- ferðamenn hverfa á braut. Upp koma minningar um liðna tíma og þær eru allar ljúfar. Ég hef átt því láni að fagna að þekkja Arnold í rúman aldarfjórðung og átti þátt í því að hann á sínum tíma gekk í Oddfellowregluna, þ. e. stúkuna Snorra goða. Ég held ég megi segja að það hafi verið mikið heillaskref fyrir bæði hann og ekki síður fyrir stúkuna okkar. Arnold gegndi þar embættum og ræktaði þau af samviskusemi eins og hans Arnold B. Bjarnason ✝ Arnold Bein-teinn Bjarna- son fæddist 30. jan- úar 1931. Hann lést 23. júlí 2016. Útför Arnolds fór fram 4. ágúst 2016. var von og vísa. Ég veit að hann fann sig vel í stúkunni og við stúkubræður sjáum á eftir góðum bróð- ur. Hann var alltaf sama ljúfmennið sem brosti og laum- aði oft inn stuttum meinfyndnum at- hugasemdum og hló þá sínum dillandi hlátri. Já það má ekki gleyma því, hann var mikill húmoristi. Við hjónin minnumst enn þá veislunn- ar sem hann hélt af miklum rausn- arskap þegar hann varð áttræður. Það var gaman að vera þar og sjá hann, fjölskyldu hans og vini og vera einn af þeim. Við stúkubræð- ur kveðjum nú sannan heiðurs- mann og góðan félaga og sendum konu hans og fjölskyldu allri sam- úðarkveðjur. Kæri Arnold, kærar þakkir fyr- ir samveruna í gegnum árin. Minningin um þig verður geymd en ekki gleymd. Hvíl í friði. Jóhannes Sverrisson. Hann var stór barnahópurinn þeirra Albertínu ömmu og Guðna afa. Ellefu voru þau, hin eldri fædd að Kvíanesi í Súganda- firði, en fjögur þau yngstu að Botni í sömu sveit. Yngsta dótt- irin, Sólveig Dalrós, féll frá að- eins að verða fimm ára gömul, en hin komust öll til fullorðins- ára. Árið 1959 fækkaði svo aft- ur í systkinahópnum þegar elsti bróðirinn, Sigurður, drukknaði á Nýfundnalandsmiðum, en þar var hann skipverji á togaranum Júlí. Þau voru kölluð Botnsarar af sínu samferðafólki. Þetta var heiðursnafnbót, sem þýddi að viðkomandi var myndarlegur, laghentur, góðum gáfum gædd- ur og glaðsinna. Alla þessa eðl- iskosti hafði hún María Auður, móðursystir mín, sem við kveðjum hér, í ríkum mæli. Hún var sannur Botnsari. Hún ólst upp við hin daglegu störf í sveitinni sinni. Þar þurfti hver og einn að leggja sitt fram við heyskap og annað sýsl kringum búsmalann. Það sópaði að henni við rakstur og annað amstur á túnum og engjum þarna í Botni. Það var unun hrein að sjá þær systur taka þar til hendi og bræðurnir slógu og bundu í bagga. Börnin fóru svo með sáturnar og reiddu á hest- um upp á veg. Heyskapurinn var allur upp á fornan máta og allir lögðu lið. Þegar hún var komin af ung- lingsárum, en enn í foreldra- húsum, kynntist hún listagyðj- unni. Tók þátt í leiksýningum María Auður Guðnadóttir ✝ María AuðurGuðnadóttir fæddist 6. júní 1932. Hún lést 21. júlí 2016. Úför Maríu Auðar fór fram 4. ágúst 2016. Leikfélagsins á Suð- ureyri. Hún hafði ákaflega fallega sópranrödd og hafði yndi af því að beita henni. Sérgrein hennar á því sviði var svo jóðlið. Nú hefur Englakórnum bæst öflugur jóðlari. María fluttist síðan til Reykjavíkur og átti þar heima mest- alla ævina og þó þau síðustu í Kópavogi. Hún giftist Leifi Sig- urðssyni, rafvirkja frá Akra- nesi, syni Sigurðar Hallbjarn- arsonar útgerðarmanns þaðan. Þau reistu sér heimili að Ak- urgerði 14 í Smáíbúðahverfinu, þar sem þau bjuggu með dætr- um sínum tveim, þeim Sólveigu og Höllu. Það var ljúft að vera gestur þeirra hjóna í Akurgerð- inu, þar stóðu dyr alltaf opnar frændfólkinu sem átti erindi í höfuðstaðinn. Ekki ætla ég að fara ítarlegar ofan í starfsferil hennar, get þó ekki látið þess ógetið hvílík listamanneskja hún var í saumaskapnum. Hún saumaði glæsikjóla og naut eldri dóttirin þess þegar hún þurfti að klæða upp módelin sín þegar hún var í keppnum í hár- greiðslu bæði heima og erlend- is. Þá kom hún aðeins að leik- listinni aftur syðra, þegar hún lék í ævintýrakvikmynd á ung- dómsárum. Eiginmann sinn missti hún fyrir allnokkrum ár- um, þá enn á góðum aldri. Síð- ustu árin voru henni afar erfið, hún tapaði minninu og gat ekki alið önn fyrir sjálfri sér, en þurfti á vistun á sjúkrastofn- unum að halda. En við sem eft- ir stöndum hérna megin árinn- ar Styx minnumst kærrar og elskulegrar frænku eins og hún var, hnarrreist, glæst og ólg- andi af lífi og fjöri. Sértu kært kvödd, elsku frænka. Hlöðver Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.