Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 ✝ ÞorsteinnIngimar Stef- ánsson fæddist þann 21. júní 1921 að Skuggabjörgum í Deildardal í Hofs- hreppi, Skagafirði. Hann andaðist á hjúkrunarheimil- inu Eir í Reykjavík 4. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Arnfríður Guðrún Sveinsdóttir, f. 28.3. 1878, d. 26.10. 1959, og Stefán Jón Sigurjónsson, bóndi á Skuggabjörgum, f. 4.11. 1874, d. 6.8. 1970. Þorsteinn var yngstur systkina sinna sem öll eru látin. Þau voru: Óskar, f. 5.7. 1908, d. 17.7. 1989, Sveinn Anton, f. 5.7. 1908, d. 1.8. 1987, Gunnar Guð- jón, f. 15.10. 1911, d. 9.5. 2002, Sigurjón Jóhannes, f. 2.4. 1913, d. 18.10. 1996, Þórleif Elísabet, f. 27.3. 1918, d. 10.6. 2016. Þorsteinn kvæntist árið 1949 Lilju Gróu Kristjánsdóttur, f. 10.2. 1928. Foreldrar hennar voru Kristján Jóhannesson, skó- börn 12 og barnabarnabörn 14. Ungur að árum fékkst Þor- steinn við ýmis störf heima í Deildardal. Hann stundaði nám í Reykholti í Borgarfirði og til að fjármagna frekara nám vann hann við vegalagningu yfir Siglufjarðarskarð og við bygg- ingu Skeiðsfossvirkjunar í Fljót- um. Lýðveldisárið 1944 hóf hann nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan tveimur árum síðar. Að því loknu starfaði hann í nokkur ár hjá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga og gerðist síðan að- albókari hjá Samvinnutrygg- ingum þar sem hann starfaði í rúm 40 ár. Þorsteinn og Lilja hófu búskap í Barmahlíð í Reykjavík. Árið 1953 fluttu þau í Langagerði 46 sem þau byggðu af mikilli útsjónarsemi og elju. Þar bjuggu þau í 58 ár. Þor- steinn stundaði lax- og silungs- veiði samfellt í rúm 80 ár. Á sjö- unda áratug síðustu aldar gerði hann tilraun með laxeldi í Graf- ará í Deildardal; ánni þar sem hann hóf sinn veiðferil innan við tíu ára aldur. Síðasti laxinn sem hann veiddi kom úr þeirri á þeg- ar hann var tæplega níræður. Útför Þorsteins fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 17. ágúst 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. smiður, f. 4.2. 1878, d. 18.12. 1967, og Ingibjörg Jóns- dóttir, f. 2.12. 1885, d. 8.7. 1955. Börn Þorsteins og Lilju eru: 1) Kristján, f. 10.2. 1950, í sam- búð með Kristínu Jónsdóttur Njarð- vík. Börn Kristjáns og fyrrverandi eiginkonu, Helgu Kristjánsdóttur, eru Vilhjálmur, Lilja og Helgi. 2) Guðrún Ingi- björg, f. 1.4. 1954. Eiginmaður hennar var Viktor Daði Bóasson sem lést árið 2012. Börn þeirra eru Aðalheiður Eva, Þorsteinn Viðar og Elvar Örn. 3) Sigrún Erla, f. 12.2. 1959, gift Kjartani Blöndahl Magnússyni. Börn þeirra eru Magnús, Fanney og Íris. 4) Stefán, f. 13.6. 1963, kvæntur Sigríði Steinunni Björgvinsdóttur. Börn þeirra eru Hafdís Jóna, Helena Dröfn og Lilja María. Afkomendur Þorsteins og Lilju auk barna þeirra eru alls 26, þ.e. barna- Það er komið að leiðarlokum og í dag kveð ég yndislegan tengda- föður minn í hinsta sinn. Það var fyrir 37 árum að ég kom heim í Langagerðið til þeirra heiðurs- hjóna Þorsteins og Lilju þar sem Stefán sonur þeirra kynnti mig fyrir þeim sem kærustuna sína og þremur árum síðar gengum við í hjónaband. Þau tóku mér strax opnum örmum og hef ég notið þeirra sem tengdaforeldra síðan. Við skötuhjúin bjuggum í ris- inu hjá þeim fyrstu tvö búskapar- árin okkar og leið okkur vel þar. Þorsteinn var hæglátur maður sem lifði tímana tvenna, hann var alinn upp í torfbæ í Skagafirði og kynntist ýmsu um ævina. Það var gaman að ræða við hann um upp- vaxtarárin í sveitinni og sagði hann mér margar skemmtilegar sögur frá þeim tíma. Barnabörnin komu heldur ekki að tómum kof- unum þegar afi var spurður um hin ýmsu mál frá fornu fari í tengslum við skólaverkefni. Hann var einnig ansi minnugur á gaml- ar vísur og hafði ég mikið gaman af því að hlusta á þær. Hann fylgdist alla tíð vel með fjölmiðl- um og var með allt á hreinu sem í gangi var hverju sinni. Þorsteinn var mikill Íslending- ur í sér, hann þekkti landið vel og við fjölskyldan nutum þess að ferðast með þeim hjónum um sveitir landsins þar sem dætur okkar fengu góða fræðslu um hina ýmsu staði. Þorsteinn stundaði stangveiði alla tíð og á veturna hnýtti hann flugur til veiðanna, þær voru mik- ið listaverk. Hann var mjög vand- virkur í öllu sem hann tók sér fyr- ir hendur og nutum við hjónin góðs af þegar við vorum að byggja húsið okkar. Fyrir sex árum fluttu þau hjón- in í þjónustuíbúð í Grafarvogi og vorum við fjölskyldan mikið glöð að fá þau í göngufæri við okkur. Veikindi Þorsteins tóku sinn toll síðasta árið og dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Eir síðustu mánuði, þar naut hann umönnun- ar á deild 2B af mikilli virðingu og hlýju og vil ég fyrir hönd fjöl- skyldunnar þakka fyrir það. Sigríður St. Björgvinsdóttir. Elsku afa og langafa verður sárt saknað en á sama tíma erum við full af þakklæti fyrir að ein- stakur afi og langafi hafi fylgt okkur í gegnum lífið þar til nú. Afi var mikið náttúrubarn og undi sér best klæddur í bússur og veiðigalla, nestaður af ömmu standandi úti í miðju vatni eða á við veiðar. Við nutum góðs af þessari miklu veiðidellu, en hvergi var betri fisk að fá en fisk veiddan af afa, eldaðan af ömmu og snæddur í þeirra góða félagsskap í Langa- gerðinu. Afi stundaði veiðar svo lengi sem hann gat og þegar aðlaga þurfti þær vegna hækkandi ald- urs kom sér vel hversu úrræða- góður hann var. Hann lét sleipan vatnsbotninn ekki stoppa sig heldur voru bússurnar betrum- bættar og sólaðar með gripgóðu teppi. Vinnusemi, nægjusemi og heil- brigt líferni einkenndi afa og á sama tíma var hann umhyggju- samur og örlátur við fólkið sitt. Hann var einstök fyrirmynd og þau lífsgildi sem einkenndu hann munum við taka með okkur áfram út í lífið. Bernskuárum í torfbæ eyddi, seinna hann ömmu í Langó leiddi. Snemma tók við veiðiæði og saman sneiddu þau heilsufæði. Afi var heldur fótastór, úrræðið voru gataðir inniskór. Sínu fólki fylgdist með, vissi alltaf hvað ný var skeð. Elsku afi þín minning lifir þú vakir okkur öllum yfir. Magnús, Fanney og Íris. Þorsteinn I. Stefánsson ✝ SvavarÁgústsson, fyrrv. skipstjóri og útgerðarmað- ur, var fæddur að Hvalsá í Stein- grímsfirði 8. októ- ber 1941. Hann lést á líknardeild Landspítalans 27. júlí 2016. Svavar var son- ur hjónanna Guð- rúnar Þ. Einarsdóttur, f. 5. jan- úar 1908, d. 2. september 2000, og Ágústs Benediktssonar, f. 11. ágúst 1900, d. 2. apríl 2004. Svavar kvæntist fyrrverandi konu sinni 27. desember 1975, Sumarrós Jónsdóttur, f. 11. Svavar stundaði sjómennsku frá unga aldri. Hann byrjaði á grásleppu heima í Steingríms- firði 11 ára gamall en 14 ára fluttist hann til Reykjavíkur og byrjaði þá á síld með bræðrum sínum á sumrin. Svavar útskrifaðist úr Stýrimanna- skólanum 1963-1964. Eftir það fór hann milli ýmissa báta en stofnaði síðan sína eigin útgerð upp úr 1980 með Hirti Jónssyni vélstjóra. Þeir gerðu saman út Rúnu RE 150 til 2005 en þá hætti hann útgerð. Hann átti erfitt með að slíta sig frá sjón- um og hafði síðustu ár m.a. unnið sem skipstjóri hjá Gentle Giants á Húsavík við hvala- skoðun og einnig hjá Eldingu í Reykjavík á Viðeyjarferju. Útför Svavars fer fram í dag, 17. ágúst 2016, klukkan 15 frá Fossvogskirkju. janúar 1946, og áttu þau tvö börn; 1) Jón Má, f. 29. ágúst 1979, í sam- búð með Söndru Maríu Troelsen, f. 16. janúar 1987, eiga þau eina stúlku en auk þess á Jón einn son frá fyrra hjónabandi; 2) Rúnar Ágúst, f. 25. nóvember 1982, í sambúð með Helgu Maggý Magnúsdóttir, f. 20. september 1991 og eiga þau einn son. Svavar átti einnig dóttur frá fyrra sambandi; Sif, f. 3. sept- ember 1961 og á hún fjögur börn. Elsku pabbi. Þetta er enn allt svo óraun- verulegt. Ég bjóst aldrei við öðru en að við myndum sigra í þessari baráttu saman. Við vor- um svo ákveðnir í því. Þetta var bara verkefni sem við ætl- uðum að klára og svo áttu önn- ur verkefni að taka við í lífinu. Uppgjöf var aldrei hluti af þér og það sást greinilega í gegnum þessa baráttu. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa mér sem og öðrum í kringum þig. Þau voru fá verk- efnin sem þú gast ekki leyst af hendi en öll leystir þú þau af einstakri vinnusemi og vand- virkni. Þú varst fámáll og barst aldrei vandamál þín á borð ann- arra. Alltaf varstu þó samt heiðarlegur og lést þína skoðun í ljós. Þetta, ásamt svo mörgu öðru, kenndir þú mér og ég mun gera mitt besta bæði til að lifa eftir og kenna Bjarti Aroni. Síðustu mánuðir voru erfiðir en engu að síður er ég þakklátur fyrir þann tíma og spjall sem við áttum tveir saman. Einnig þykir mér óendanlega vænt um að Bjartur Aron hafi fengið að hitta afa sinn. Sorgin og söknuðurinn er hins vegar ekkert minni fyrir vikið og mun alltaf fylgja mér. Það er svo margt sem mig langar að skrifa og segja frá en það er ekki okkar leið. Við ræð- um það frekar næst þegar við hittumst. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Rúnar Ágúst Svavarsson. Elsku pabbi minn, mikið sakna ég þín en er á sama tíma glöð að þú þurfir ekki að kvelj- ast. Þú varst æðrulaus alltaf og kvartaðir ekki, ætlaðir að vinna þetta. Þú varst ekki margorður maður en sagðir þitt samt, ég vissi alltaf að þú vildir mér það besta og elskaðir mig og ef ég bað um aðstoð þá var undið sér í það strax, engar refjar, ég elska þig og þakka samveru- stundirnar okkar. Með tár á hvarmi vin minn vil ég kveðja og vökva þannig minninganna fræ því honum tókst með gæsku mig að gleðja og gleymt ég aldrei þessum vini fæ. Með æðruleysi var hann hógvær hetja sem hélt á lofti speki almúgans, hann menn til góðra verka vildi hvetja og viskan bjó í öllum draumum hans. Er svífur hann að draumsins langa dróma, hans dásamlega minning vakin er. Í mínum huga fagnar fjöldi blóma þeim fræjum sem hann skildi eftir hér. (Kristján Hreinsson.) Takk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Sif. Elsku pabbi. Þessar tvær vikur hafa verið í hálfgerðri móðu fyrir mér og algjör tilfinningarússíbani. Þegar ég heyrði í þér síðast, þann 25. júlí síðastliðinn, þá varstu á Landspítalanum að ná þér eftir eftir frekar slappa helgi en það var ekki aðalmálið hjá þér, þú varst með áhyggjur af því hvort það væri ekki allt í lagi hjá mér og hvernig Söndru liði, því hún var nú gengin viku framyfir og allir að bíða eftir litlu stelpunni okkar, sem kom svo í heiminn fjórum dögum seinna. Minnisstæðast úr bernsku minni eru allir bíltúrarnir sem við fórum niður á Granda og stoppuðum við á Kaffivagninum þar sem ég fékk alltaf malt og ástarpunga meðan þú spjallaðir við hina sjóarana. Einnig að bíða við bakkann þegar þú komst siglandi í land. Fannst mér svo æðislegt að vita til þess að þú áttir einnig svipaðar stundir með honum Leó Má, bíltúr á Grandann og fræddir þú hann um bátana. Þótt sam- band okkar hafi einkennst af skini og skúrum og oft ekki mikið sagt þá var alltaf sameig- inleg virðing okkar á milli og sá ég oft þegar þú varst sáttur með strákinn þinn þótt engin orð kæmu þar við sögu. Eitt lærdómsríkasta tímabil mitt í fullorðinna manna tölu tel ég hafa verið eftir að hafa verið að sjó með þér, þar var manni pískað út og ekkert gefið eftir þótt ég væri sonur þinn. Skipti engu máli hvort það var logn eða 10 vindstig, það var róið. Við vorum oftar en ekki ósam- mála en það stóð sem þú sagðir því þú varst karlinn í brúnni. Þegar talað er um virðingu þá er mér það svo minnisstætt eitt sumarið snemma mánudags- morguns, snarvitlaust veður og allir bátar í landi, en samt sem áður allir að bíða eftir því hvort Svabbi mundi leysa landfestar sem og við gerðum og þá fylgdu hinir bátarnir út á mið- in. Svona virðing er ekki auð- fengin en maður fylltist stolti að taka eftir þessu. Þú varst fámáll en stóðst á þínu og alltaf til í að aðstoða og hjálpa ef þurfti. Það var þín leið að sýna ástúð. Ég er ævinlega þakklátur fyrir að sjá hvað sonur minn náði vel til þín og hvað hann elskaði að fara til afa síns. Þótt litla stelpan mín hafi ekki náð að hitta afa sinn veit ég að þú átt eftir að vaka yfir henni og Leó og vera þeirra verndareng- ill. Ég sakna þín og elska þig, pabbi minn. Þinn Jón Már. Kæri afi. Þó að þessi 14 ár sem við átt- um saman virðist ekki langur tími hjá mörgum, þá var þetta æðislegur og langur tími fyrir mér. Þú varst alltaf æðislegur við mig og sýndir mér og mínu lífi mikinn áhuga, ef þú gast ekki hitt mig þá hringdir þú og sama hvað þá áttum við alltaf æðislegan tíma saman. Við töluðum um allt milli himins og jarðar og hlakkaði ég alltaf til að fara til þín og fara í bíltúra um bryggjuna og fá að fræðast um bátana. Þó að ég trúi ekki á líf eftir dauða hlakka ég og vonast til að fá að eyða meiri tíma með þér einum. Þinn vinur, Leó Már. Svavar Ágústsson Elsku besta amma mín, mikið finnst mér sárt að kveðja þig. Þú ert sú kona sem ég hef litið upp til í lífinu, sú kona sem mig langar að líkjast þegar ég verð „stór“. Allt- af svo fín og vel til höfð, brún á hörund, með bleikt á kinnum og varalit á vörum, hann mátti aldr- ei vanta og var oft hlegið yfir því þegar hinir ýmsu fjölskyldumeð- limir hringdu til þín og afa á skype og það var svarað en eng- inn sást við skjáinn, síðan birtist þú fyrir framan skjáinn brosandi þínu breiðasta. Að sjálfsögðu varstu að varalita þig fyrir okk- ur. Elsku besta amma mín, þú lýstir upp herbergi með brosinu þínu og hlátrinum þínum og þú talaðir alltaf um hversu mikil- vægt það væri að hlæja, hlátur- inn þinn var svo smitandi. Þrátt fyrir veikindi þín var aldrei langt í hláturinn hjá þér og brosinu gleymdirðu aldrei. Þú varst svo sterk amma, ég dáðist að þér. Við áttum þau mörg símtölin eftir að ég flutti suður og alltaf innihéldu þau hlátur og gleði. Við vorum oft búnar að kveðjast nokkrum sinnum í einu símtali en alltaf fundum við eitthvað nýtt að tala um. Það var svo gaman að tala við þig og nærvera þín var svo hlý og góð, faðmlögin þín voru þau hlýjustu og ekki skemmdi fyrir góði ilmurinn sem fylgdi þér þegar þú breiddir út faðminn þinn. Þegar kom að bakstrinum hjá þér var nákvæmnin í há- marki og ástina vantaði aldrei í brauðið. Þú hafðir dálæti á músík og oftar en einu sinni heyrðist í þér heima – „hækkaðu Mundi“ þá dillaðirðu þér og söngst með. Við Ingibjörg Steinunn Jónsdóttir ✝ IngibjörgSteinunn Jóns- dóttir fæddist 31. ágúst 1948. Hún lést 25. júlí 2016. Útför Ingibjarg- ar fór fram 4. ágúst 2016. systur grínumst oft með það að þú hafir verið eins og Stella í orlofi, þegar hún dillar sér og dansar í eldhúsinu að taka úr innkaupapokun- um. Ást þín á okkur barnabörnunum var svo mikil. Þið tókuð alltaf á móti okkur með ást, hlýju, kær- leika og gleði. Þú hafðir alltaf mikið fyrir því að búa sem best um okkur þegar við gistum, og vildir allt fyrir okkur gera. Mér þykir svo vænt um góða nótt knúsin þín, þau innihéldu alltaf Guð gefi þér góða nótt, svo breiddirðu sængina undir tásl- urnar mínar svo mér yrði alveg örugglega ekki kalt. Ég held minningunni þinni uppi, elsku amma, og geri hið sama við Sesselíu Maríu. Mér verður það alltaf ofarlega í minni þegar ég var að gefa Sesselíu að drekka, þá passaðir þú alltaf upp á að það færi sem best um okkur og settir púða hér og þar svo okkur liði sem best. Svona varst þú, amma mín, hugsaðir fyrst og fremst um fólkið í kringum þig. Ég verð dugleg að segja Sesselíu Maríu sögur af löngu sinni. Takk, amma mín, fyrir alla hjálpina sem þú og afi gáfuð mér. Þið afi eigið stóran þátt í því að ég útskrifaðist. Takk fyrir að kenna mér allt sem þú kenndir mér til dagsins í dag. Ég veit að ég mun halda áfram að læra af þér og svo kenni ég Sesselíu Maríu og hún börnunum sínum. Ég mun alltaf hugsa um þig þegar ég set á mig varalit, nagla- lakk og þegar ég borða súkku- laði. Ég er ríkust af að hafa átt þig og afa að. Við pössum afa Munda fyrir þig og ég veit þú vakir yfir Sesselíu Maríu langömmusnúllu. Elsku amma mín, þangað til við hittumst næst. Guð gefi þér góða nótt. Ég elska þig. Þín ömmustelpa, Ingibjörg G. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.