Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 2
79 sóttu um búsetu í nýjum íbúðum húsnæðissamvinnufélagsins Búseta, en umsóknarfrestur rann út síðdegis í gær. Alls voru í boði 68 íbúðir í ný- byggingum Búseta og bárust um- sóknir um kaup á 50 þeirra. Alls bárust milli 450 og 500 um- sóknir, en að sögn Gísla Arnar Bjarnhéðinssonar, framkvæmda- stjóra Búseta, sendu margir um- sækjendur inn umsóknir um fleiri en eina íbúð. 57 íbúðir voru í boði í nýrri byggingu Búseta í Smiðjuholti, átta raðhúsaíbúðir í Ísleifsgötu og fjórar íbúðir á Laugarnesvegi. Fjölbreytt úrval eigna „Við erum bara mjög ánægð. Þetta hefur reyndar dregist dálítið hjá okkur og það er stutt í afhend- ingu. Þá getur verið að það sé hluti af fólkinu sem nær ekki að losa aðr- ar skuldbindingar hjá sér fyrir af- hendingu. Mér sýnist á öllu að þetta sé samt framar vonum,“ segir Gísli Örn. Einnig komi fyrir að umsækj- endur standist ekki greiðslumat, al- mennt hafi þeir þó undirbúið það. „Auðvitað er það þannig, þegar þú ert með svona stafla, að þú ert með íbúðir sem eru á jarðhæðum eða vísa út í götu og eru minna spennandi. Þær fara yfirleitt seinna,“ segir Gísli. Hann segir að stærstu eign- irnar sem buðust nú hafi gengið út. Aðspurður segir Gísli að með- albúsetugjald íbúðasafns Búseta sé um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra herbergja íbúð. Í ódýrustu eign- unum sé það um 70 til 80 þúsund krónur, en í þeim dýrustu geti það verið allt að 300 þúsund krónur. jbe@mbl.is 79 sóttu um íbúðir Búseta  Alls bárust á milli 450 og 500 umsóknir 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Þjóðlegt, gómsætt og gott hpflatkokur@simnet.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Haustið er sá árstími þegar nemendur á öllum skólastigum streyma inn í skólana á ný eftir sumarleyfi og í gær var nýnemadagur í Háskól- anum í Reykjavík þar sem nýnemum gafst kost- ur á að kynna sér skólann og fyrirkomulag námsins þar. Alls hefja um 1.500 nemendur nám í skólanum í haust, þar af eru 200 erlendir nemendur og hafa þeir aldrei verið fleiri. Aftur á skólabekk eftir sumarfrí Morgunblaðið/Golli Áhugasamir nýnemar kynntu sér fyrirkomulag náms og kennslu í Háskólanum í Reykjavík í gær Skúli Halldórsson sh@mbl.is Um 1.500 börn setjast í fyrsta sinn á skólabekk í Reykjavíkurborg um þessar mundir, en rúmlega 14.000 nemendur munu stunda nám í grunnskólum borgarinnar á kom- andi skólaári. Samkvæmt upplýs- ingum frá Reykjavíkurborg er gert ráð fyrir nokkurri fjölgun nemenda á milli ára, þar sem árgangur barna sem fæddust á árinu 2010 er nokk- uð stór, líkt og árgangurinn þar á undan, en til samanburðar hófu um 1.600 börn nám í fyrsta bekk á síð- asta ári. Húsnæði leikskólanna var víða stækkað þegar þessir tveir árgang- ar náðu leikskólaaldri. Því skapast nú svigrúm til að taka inn fleiri börn í leikskólana vegna fækkunar. Verða því um tvö hundruð börn yngri en tveggja ára innrituð nú í haust, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Starfsfólk Norðlingaskóla hefur í þessari viku heimsótt nemendur skólans á heimili þeirra líkt og tíðk- ast hefur frá stofnun hans árið 2004. Skólastjórinn Sif Vígþórs- dóttir kom með hugmyndina austan af Fljótsdalshéraði. „Ég var skólastjóri Hallorms- staðaskóla áður en ég tók þetta verkefni að mér. Hverfið var enn að byggjast þegar við hófum störf og þannig var tækifæri fyrir skólana til að hafa mjög mótandi áhrif á samfélagið. Ég tók þá alls konar sveitagildi með mér, og fyrir austan höfðum við farið í svona heimsókn- ir í fjölda ára.“ Tilgangurinn sé að sýna að sam- skipti skóla og heimila geti virkað í báðar áttir. „Tveir og tveir starfs- menn fara á öll heimili í hverfinu, sem eru nú um 390 talsins, við setj- umst niður við eldhúsborðið með foreldrum og börnum, förum yfir hvað á daga þeirra hefur drifið yfir sumarið og starfið á komandi vetri. Með þessu myndast allt önnur og betri tengsl.“ Nemendum fjölgar í haust Morgunblaðið/Árni Sæberg Norðlingaskóli Mynd úr safni frá setningu Norðlingaskóla.  14.000 nemendur  Öll börn í Norð- lingaskóla heimsótt Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Næsti liður í áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta var kynntur í fjármálaráðuneytinu síðdegis í gær. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jó- hannsson forsætisráðherra og Már Guðmundsson seðlabankastjóri boð- uðu þar lagafrumvarp sem lagt verð- ur fyrir Alþingi í dag. Tveir fasar í frumvarpinu Frumvarpið felur í sér aðgerðir á tveimur tímapunktum, við gildistöku laganna og um næstu áramót. Meðal þess sem ráðgert er að ger- ist strax við gildistöku er að bein er- lend fjárfesting innlendra aðila verði gerð ótakmörkuð, en verði þó háð staðfestingu Seðlabanka Íslands. Einnig er lagt til að fjárfesting í fjár- málagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri, öðrum en peningakröfum í erlendum gjaldeyri og fyrirfram- og uppgreiðsla erlendra lána verði frjáls upp að ákveðnu fjárhæðarmarki, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Einnig verður einstaklingum veitt heimild til kaupa á einni fasteign er- lendis á almanaksári óháð tilefni og kaupverði og dregið úr skilaskyldu innlendra aðila á erlendum gjaldeyri. Þann 1. janúar 2017 verða meðal annars fjárhæðarmörk hækkuð til fjárfestinga í fjármálagerningum út- gefnum í erlendum gjaldeyri, öðrum peningakröfum í erlendum gjaldeyri og fyrirfram- og uppgreiðslu erlendra lána. Heimildir einstaklinga til kaupa á gjaldeyri í reiðufé verða líka rýmk- aðar við gildistöku laganna og enn frekar í byrjun næsta árs. Reiðubúin fyrir útflæði Már Guðmundsson, seðlabanka- stjóri, sagði í samtali við mbl.is í gær, að gjaldeyrisforði Íslands stæði í 721 milljarði króna í lok júlí og þar af væru 475 milljarðar fjármagnaðir innanlands. Miðað við spár seðla- bankans um útflæði, 120 milljarða króna við milt útflæði og milli 200 og 250 milljarða króna við þyngra út- flæði, réðu bæði bankakerfið og gjald- eyrisforðinn við aðgerðirnar. Frosti Ólafsson, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs Íslands, sagði frumvarpið bæði mikilvægt og lang- þráð skref fyrir atvinnulífið. Aðgerðin fæli í sér varfærnisleg en skynsamleg skref og vonandi yrði þokkalega hröð framvinda áfram í afléttingu haft- anna. Næsta skrefið í haftalosun  Næsti liður í afléttingu fjármagnshafta kynntur í gær  Lagafrumvarp lagt fram á Alþingi í dag  Seðlabankastjóri segir gjaldeyrisforðann og bankana reiðubúna Morgunblaðið/Golli Kynning Afnám fjármagnshafta var kynnt á fundi í gær af þeim Má Guð- mundssyni, Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni. Prófkjöri Pírata í Norðvest- urkjördæmi lauk í fyrradag. Efstur á lista var kjörinn Þórður G. Pét- ursson íþróttafræðingur og í næstu sætum á eftir voru Gunnar Jökull Karlsson, Eva Pandora Bald- ursdóttir, Eiríkur Þór Theódórsson og Gunnar Ingiberg Guðmundsson. Alls tóku 95 manns þátt í kjörinu en frambjóðendur voru 17. Enginn hinna fimm efstu í kjörinu er Vest- firðingur. Staðfestingarkosning stendur nú yfir á landsvísu um það hvort listinn verður samþykktur. Henni lýkur 21. ágúst. 95 kusu á milli 17 frambjóðenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.