Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Jón á Selfossi væri hið mesta lip- urmenni og tæki vel í að hafa slíka lærlinga með sér í praksís. Hann tók af sinni alkunnu lipurð vel í þetta mál og bauð mér að búa heima hjá þeim Tótu og vera með sér í vitjunum. Af þessu hafði ég mikið gagn, Jón var mikill kennari í eðli sínu og hafði gott lag á að segja manni til. Þetta var síðan upphaf á áralangri vináttu sem aldrei bar skugga á. Heimkominn að loknu námi ár- ið 1974 var ég ráðinn til að gegna fyrir Jón í nokkra mánuði. Þetta reyndist mér hið mesta happalán, því þarna öðlaðist ég mikla og góða reynslu þegar Jón kom með mér í margar vitjanir og lánaði mér einnig jeppann sinn af sínum alkunna öðlingsskap. Jón sýndi mér til dæmis hvernig best væri að laga spena á kúm eftir spena- stig, leiðbeindi mér við kjötskoðun og gaman var og gagnlegt að fylgjast með samskiptum hans við bændurna á svæðinu og hversu vel hann var liðinn eftir áralanga dýralæknaþjónustu. Margir aðrir dýralæknar fengu einnig að njóta hjálpsemi hans og reynslu við fyrstu skrefin í dýralækningum hér á landi. Þrátt fyrir gífurlegt álag í stóru umdæmi og stórt heimili með miklum gestagangi gaf Jón sér alltaf tíma til að sinna ýmsum fé- lagsmálum og alltaf var hún Tóta eins og klettur við hlið hans og hélt heimilisrekstrinum gangandi. Hann var alla tíð mikilvirkur fé- lagi í Dýralæknafélagi Íslands, mætti á alla fundi félagsins meðan heilsa hans leyfði og hafði skoðun á öllum málum sem tekin voru til umræðu en náði alltaf að vera uppbyggjandi í gagnrýni sinni. Við störfuðum mikið saman í stjórn DÍ, þar sem ég var ritari í stjórninni þegar hann var formað- ur frá 1979 til 1982 og tók svo við formennsku af honum 1982 til fjögurra ára. Á þessu tímabili unnum við m.a. saman að kjara- baráttu fyrir dýralækna og það var unun að vera með honum á fundum með öðrum BHM-fé- lögum þegar samningaviðræður stóðu til við ríkisvaldið, en þá kom vel í ljós yfirgripsmikil almenn þekking hans á þjóðfélagsmál- efnum og hversu gott lag hann hafði á að koma óraunhæfum hug- myndum um kjarabætur niður á jörðina með sinni góðu jarðteng- ingu. Eftir að ég varð yfirdýra- læknir 1997 leitaði ég oft ráða hjá honum og alltaf var hann jafn ráða- og tillögugóður en eftir að hann lét af störfum sem héraðs- dýralæknir og það vantaði dýra- lækni í kjötskoðun í sláturhúsinu var það alltaf „ekkert mál“ að bjarga því. Við Steinunn sendum Tótu og hinum fjölmenna afkomaendahópi þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur með þakklæti fyrir öll hin góðu og skemmtilegu samskipti í gegnum áratugina. Halldór Runólfsson, fyrrver- andi yfirdýralæknir. „Hvaða starf sem Guð þér gefur gerðu það af lífi og sál.“ Þessi fallegu orð koma mér í hug á útfarardegi Jóns Guð- brandssonar, í þeim lá lífskraftur hans og staðfesta. Ég var barn að aldri þegar hann gerðist héraðs- dýralæknir okkar Flóamanna, og þau hjón byggðu við Reynivellina á Selfossi þar sem hús þeirra stóð opið til þjónustu við bændur og búalið í áratugi. Ég man að það fylgdi Jóni gustur og nýir straum- ar, hann var sérmenntaður dýra- læknir í baráttu gegn júgurbólgu og í meðferð mjólkur og mjólkur- afurða. Jón Pálsson, „dýri“ eins og menn kölluðu þann sem var að hætta, var elskaður og dáður fyrir áratuga þjónustu og hjálp við sveitafólkið. Ég man að mönnum brá aðeins í brún þegar hinn ungi dýralæknir tók að setja nýjar kröfur, þá tóku einhverjir að kalla hann hinn „rándýra“ til aðskiln- aðar frá nafna hans Pálssyni. En á stuttum tíma fyllti Jón Guð- brandsson upp í þá mynd sem dýralæknar gerðu á þessum tíma, hann var vinveittur fólkinu ráða- góður og lagði mönnum gott til og leysti hvers manns vandræði. Jón var dýralæknir af bestu gerð, hann var á undan sinni sam- tíð í dýralækningum, gerði keis- araskurði á bæði ám og kúm sem var nýlunda fyrir hálfri öld. Heim- ili þeirra hjóna stóð opið, í kjall- aranum var apótek, þar komu bændur við á öllum tímum og sóttu lyf og ráðleggingar. Vaktina stóð Jón með Þórunni konu sinni nánast dag og nótt, þannig að bú- peningurinn bjó ekki við síðra at- læti en mannfólkið hvað læknis- þjónustu varðaði. Jón var félagsmálamaður og naut trausts samferðamanna sinna, hann var mikill rökræðu- maður, bjó yfir raunsæi og hafði sterka réttlætiskennd. Þau Þór- unn voru framarlega í starfi Sjálf- stæðisflokksins á Selfossi, hann var í hreppsnefndinni og kom að mörgum málefnum bæði Selfoss og héraðsins í heild. Ennfremur voru honum falin margvísleg úr- lausnarefni af hálfu þess opinbera og af stétt sinni. Bændur þáðu oft kaffi í eldhúsi Þórunnar og þar var öflugur þing- staður þar sem málin voru rædd. Jón kunni þá list best allra manna að láta gesti sína eða viðmælendur njóta þess að vera á meðal jafn- ingja, aldrei hroki eða yfirlæti eða einræða. Við framsóknarmenn og kommarnir ekkert síður gengum jafnglaðir af þeirra fundi eins og þeirra eigin flokksmenn. Í pólitík- inni eins og lífinu var hann leitandi eftir lausnum og leiðum til að gera lífsbaráttuna léttari og lýðræðið skilvirkara. Gagnrýninn var Jón oft og rök- fastur hvort hann var á fundi með sínum mönnum eða öðrum, vildi fá svör og sá heildarmyndina nokkuð skýrt. Frægt var í lok Viðreisn- artímabilsins þegar hann spurði leiðtoga sinn Bjarna Benedikts- son forsætisráðherra grannt út í einhver atriði í stefnumálum sem kennd voru við Eystein Jónsson og kölluð „hin leiðin“. Það þykkn- aði að lokum í Bjarna og hann spurði Jón: „Viltu ekki bara fara hina leiðina með Eysteini?“ Það var gott að eiga Jón að vini sínum og fyrir það er þakkað á kveðjustund, öll samskipti við hann voru mannbætandi. Jón var einn fremsti baráttumaður fyrir uppbyggingu Selfossflugvallar enda mikill áhugamaður um flug- samgöngur. Nú er höfðinginn lagður af stað í ferðina miklu. Hann hefur hafið sig til flugs frá Selfossflugvelli á litlu vélinni sinni sem hann endursmíðaði með vini sínum Gísla Sigurðssyni og ber nafnið TF-DYR. Auðvitað hefur hann tekið kveðjuhring um Fló- ann, svo er flugið tekið beint á drottins fund. Blessuð sé minning Jóns Guðbrandssonar. Við Mar- grét sendum Þórunni og börnum þeirra hjóna innilegar samúðar- kveðjur. Guðni Ágústsson. Farinn er á vit feðra sinna ein- stakur maður, Jón Guðbrandsson, fyrrverandi héraðsdýralæknir á Selfossi. Maður sem mótaði mitt líf, stýrði mér inn á farsæla braut og kenndi mér svo margt sem ég bý enn að. Án þess að vera væm- inn, sem Jón kærði sig ekkert um, þá verð ég samt að segja að þetta er maðurinn sem varð fyrirmynd í mínu lífi án þess að ég gerði mér kannski fulla grein fyrir því. Hreinskilni, trúmennska, vin- skapur, trygglyndi ásamt góðlegri og faglegri tilsögn var honum í blóð borið. Auk þess frábær dýra- læknir sem ávallt sinnti upp- fræðslu sjálfs sín og iðaði af lær- dómsfíkn um hvað væri það nýjasta í faginu. Hvað er hægt að biðja um meira af læriföður? Þeir sem þekktu Jón Guð- brandsson til hlítar gleyma hon- um aldrei. Þar sem mig langaði að verða dýralæknir sem ungur mað- ur þá leitaði ég til hans með ósk um tilsögn og visku. Tók hann mér strax opnum örmum og ekki síður kona hans, Þórunn Einarsdóttir, sem er einstök manneskja. Meðan á námi mínu stóð stundaði ég starfsnám hjá Jóni og var svo vik- um og mánuðum skipti einn af fjölskyldunni á Reynivöllum 12. Eftir að ég kláraði mitt nám þá unnum við saman í rúmlega tvö ár en þá fór ég aftur til útlanda í framhaldsnám. Leiðir okkar lágu síðan aftur saman 1991 og vorum við samstarfsfélagar í fimm ár eft- ir það, eða þar til við þessir svo- kölluðu uppreisnarseggir innan Dýralæknafélagsins fórum að starfa sjálfstætt. Jóni fannst þetta ekkert sérlega sniðug hugmynd til að byrja með og líkti hann okkur við rakettur sem fuðra upp, gera listilegan blossa og eru svo horfn- ir. Þessa umsögn erfði ég aldrei við vin minn enda þegar hann kom nokkru síðar í heimsókn til okkar á Dýraspítalann á Stuðlum var hann glaður og sæll yfir því sem við vorum að gera og óskaði okkar af einlægni alls hins besta. Alla tíð frá því að hann hætti störfum sem héraðsdýralæknir á Selfossi þá hafði hann óbilandi trú á okkar verkum og var einlægur hvatamaður að því að við tileink- uðum okkur allt það nýjasta í fag- inu. Stundum held ég að hann hafi langað til að verða einn af hópnum og er mér sérstaklega minnis- stætt tilvik þar sem gamall skóla- félagi hans frá Danmörku kom til okkar á Dýraspítalann að Stuðlum til þess að yfirfara svæfingartæki og uppfræða okkur um notkun þess. Heilan dag voru tveir tæp- lega áttræðir karlar, Jón og skóla- félagi hans, að uppfræða okkur hin yngri um staðreyndir lækna- vísindanna. Þetta var dásamlegur dagur. Í gegnum tíðina er ótal margra góðra stunda að minnast með þessum samstarfsfélaga. Ég er langt frá því að vera sá eini sem stundaði starfsnám hjá Jóni og veit ég fyrir víst að mörg hinna sem voru nemendur hans og sam- starfsfélagar bera honum öll gott orð. Hann var einstakur maður og kenndi okkur svo margt sem bætti okkur faglega og mannlega. Blessuð sé minning vinar míns og læriföður, Jóns Guðbrandsson- ar, og sendum við Þórunni og allri fjölskyldunni innilegustu samúð- arkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. … (Valdimar Briem.) Páll Stefánsson og fjölskylda, Stuðlum. Kveðja frá Flugklúbbi Selfoss Það er komið að leiðarlokum, Jón Guðbrandsson, félagi okkar, hefur stigið næsta skref. Jón var einn af frumkvöðlum Flugklúbbs Selfoss, en Jón var mikill flug- áhugamaður og hafði um nokkurt skeið leitað að heppilegu landi undir flugvöll við Selfoss. Á svip- uðum tíma var Einar Elíasson einnig að svipast um eftir landi undir flugvöll. Þegar þeir stilla saman strengi sína, þá fara hlut- irnir að gerast, Jón sá til þess að gerður var lóðarleigusamningur við bændurna í Sandvík og í kjöl- farið var Flugklúbbur Selfoss stofnaður, eða í maí 1974 ,og flug- vallargerð hófst fyrir alvöru. Þarna voru á ferðinni kraftmiklir félagar sem allir lögðust á eitt. Jón og Gísli Sigurðsson kaupa síðan Piper Cub flugvél, árið 1978, sem þarfnaðist uppgerðar eftir óhapp og var hún næstu 10 árin í bílskúrnum á Reynivöllunum eða þar til hún fór í loftið á ný, þá sem TF-DYR. Á uppgerðartímanum var heimilisfólkið fengið til að að- stoða við verkið, svo sem að sauma klæðningar á vængjum. Þann 20. ágúst 1988 fékk svo TF-DYR sér- staka viðurkenningu á flugkomu á Helluflugvelli, en þar fór fram flugkoma „Pipervinafélagsins“. Jón flaug aldrei sjálfur, en var þess í stað öflugur í að aðstoða nýja flugmenn og a.m.k. þrír at- vinnuflugmenn notuðu TF-DYR til tímasöfnunar fyrir flugnám sitt. Síðustu árin fór heilsan að láta undan og ferðunum á flugvöllinn fækkaði. Þó kom Jón á flesta ef ekki alla aðalfundi klúbbsins og ekki er langt síðan hann sat með kaffibolla í hönd, í flugskýlinu og handan við vegginn beið TF-DYR. Það var ómetanlegt starf sem frumkvöðlar Flugklúbbs Selfoss unnu á þessum árum og væri klúbburinn ekki svona öflugur í dag ef þessara manna hefði ekki notið við. Um leið og við félagar í Flug- klúbbi Selfoss þökkum Jóni fyrir samfylgdina, sendum við eftirlif- andi ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Flugklúbbs Selfoss, Þórir Tryggvason, formaður. Nú er minn ástkæri, hugljúfi og einstaki vinur Jón Guðbrandsson búinn að ljúka sinni vist hér á jörðu. Stundir okkar, ásamt hans hlýju eiginkonu, voru yndislegar bæði á heimili þeirra sem og vítt og breitt um sveitarfélagið Ár- borg. Miðað við aldursmun reyndist þessi víðsýni, fordómalausi og já- kvæði dýralæknir mér þvílík upp- spretta hugmynda sem juku víð- sýni mína og umburðarlyndi gagnvart þeim sem minna mega sín. Þeim hjónum varð tíu barna auðið, níu þeirra komust á legg. Ekki stóð á afkomendafjöldanum, sem kominn er vel yfir 80. Jón „dýri“, eins og notað var um hann sem starfandi dýralækni, hlaut þann heiður að vera tengda- sonur síðasta stórbónda Reykja- víkur, Einars Ólafssonar bónda í Lækjarhvammi. Í landi því mun Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðis- flokksins, standa í dag. Eftirlif- andi eiginkonu Jóns, Þórunni Ein- arsdóttur, og öllum þeirra afkomendum færi ég innilegar og djúpar samúðarkveðjur. Kærar þakkir, Jón, fyrir innilega og djúpa vináttu, hver veit nema að okkar stundir saman muni verða endurteknar að mínu lífshaupi liðnu. Hvíl í friði þangað til, minn hugumprúði mektarvinur. Þinn vinur, Eiríkur Harðarson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, JÓNÍNA OLSEN, Fífumóa 9, 260 Reykjanesbæ, lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 14. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 19. ágúst kl. 13. . Agnar Guðmundsson Soffía Heiða Hafsteinsdóttir Hanna Lísa Einarsdóttir Þorgils Jónsson Álfhildur Ásgeirsdóttir Magnús Þór Ómarsson Óli Þór Olsen barnabörn og systkini. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Tjarnargötu 47, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 9. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. ágúst klukkan 15. . Ólöf Björg Björnsdóttir, Ingunn G. Björnsdóttir, Helgi Marinó Magnússon, Jón Gunnar Björnsson, Ingólfur Björnsson, Auður Inga Ingvarsdóttir, ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AAGE PETERSEN vélfræðingur, Vesturtúni 28, Álftanesi, lést á heimili sínu 9. ágúst. Útför hans fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 19. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið. . Elín Sigurjónsdóttir, Guðný Lára Petersen, Selma Björk Petersen, Ellert Gissurarson, Styrmir Petersen, Margrét Gilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, ARI HAFLIÐASON, Höfðavegi 11, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Húsavík, þriðjudaginn 9. ágúst. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 19. ágúst klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, . systur hins látna. Hjartkær eiginmaður minn, EIÐUR REYKJALÍN STEFÁNSSON frá Gauksstöðum á Skaga, Lögbergsgötu 1, Akureyri, sem lést 8. ágúst, verður jarðsunginn frá Höfðakapellu fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 10.30. . Helga Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ALVAR ÓSKARSSON, lést 14. ágúst á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15. . Kristín Karlsdóttir Rósalind Alvarsdóttir Karl Alvarsson Guðrún Hannele Henttinen Rebekka Alvarsdóttir Óskar Sigurðsson Edith Alvarsdóttir Óskar Alvarsson Alvar Alvarsson barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.