Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Rapparinn Vince Staples tilkynnti í gær að hann hygðist senda frá sér stuttskífuna Prima Donna 26. ágúst næstkomandi. Þar má finna lög sem eru framleidd af listamönnum á borð við James Blake, No I.D og DJ Dahi auk þess sem rapparar á borð við A$AP Rocky og Kilo Kish ljá honum röddu sína en Staples vann einmitt með þeirri fyrrnefndu á síð- ustu plötu sinni, Summertime ’06, sem kom út í fyrra. Platan inniheld- ur sex lög og henni mun einnig fylgja stuttmynd sem Staples skrif- aði en Nabel leikstýrir. Rapp Plata rapparans kemur út 26. ágúst. Vince Staples með nýja stuttskífu Rapptvíeykið Cyber efnir í kvöld til útgáfu- tónleika í vinnu- stofu sinni að Fiskislóð 45 á Granda. Sveitin, sem saman- stendur af þeim Sölku Vals- dóttur og Jó- hönnu Rakel Jónasdóttur úr Reykjavíkurdætrum, gaf nýverið út stuttskífuna Crap, en þar má finna sjö lög. Viðburðurinn í kvöld hefst klukkan 22 en í tilkynningu segir meðal annars að von sé á ljósasýn- ingu samhliða tónleikunum. Útgáfutónleikar tvíeykisins Cyber Dúó Stöllurnar hafa unnið saman áður. » Stórmyndin War Dogs í leikstjórn Todd Phillipsvar frumsýnd á dögunum í Hollywood í Banda- ríkjunum og var margt um manninn á rauða dregl- inum. Kvikmyndin er byggð á raunverulegum at- burðum og segir sögu tveggja ungra vopnasala, Efraim Diveroli (Jonah Hill) og David Packouz (Miles Teller), sem sáu bandaríska hernum fyrir vopnum í Afganistan á sínum tíma. Kvikmyndin War Dogs frumsýnd í Hollywood AFP Sáttir Aðalleikarar kvikmyndarinnar War Dogs eru þeir Bradley Cooper, Miles Teller og Jonah Hill en hér eru þeir ásamt leikstjóranum Todd Phillips. Kátur Íranski leikarinn Shaun Toub. Mætt Glee-stjarnan Heather Morris.Handrit Penninn Jason Smilovic. Leikari J. K. Simmons lét sjá sig. Leikkona Samira Wiley úr OITNB. Brasílski tónlistarmaðurinn Seu Jorge sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann kvaðst ætla að leggja í ábreiðulagatúr um Norður- Ameríku þar sem lögum David Bo- wie yrði gert hátt undir höfði. Jorge gerði einmitt garðinn frægan í kvikmynd Wes Anderson, The Life Aquatic with Steve Zissou frá árinu 2004, þar sem hann fór með hlutverk áhafnarmeðlimsins Pelé dos Santos sem spilaði ætíð brasilískar útgáfur af lögum Bowie á kassagítar. Lögin gaf hann síðar út á plötunni The Life Aquatic Studio Sessions With Seu Jorge ár- ið 2005. Tónleikaferðalagið hefst í Flórída í byrjun nóvember og lýkur í lok sama mánaðar í Los Angeles. Seu Jorge túrar með lög David Bowie Ábreiður Jorge lék m.a. í mynd Anderson. Arctic Trucks Kletthálsi 3 110 Reykjavík sími 540 4900 info@arctictrucks.is www.arctictrucks.isEXPLORE WITHOUT LIMITS ® Vandaðar plasthlífar á flestar gerðir bifreiða. Hlífa bílnum gegn grjótkasti og varna lakkskemmdum. • Húddhlífar • Gluggavindhlífar • Ljósahlífar PLASTHLÍFAR HELL OR HIGH WATER 5:50, 8, 10:10 NERVE 10:10 SAUSAGE PARTY 8, 10:10 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 4, 6 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 3D ÍSL.TAL 4 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ENS.TAL 4, 6 BAD MOMS 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.