Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 hefur gert og hafa verið tilnefndir til Edduverðlauna eru „Auðæfi hafsins“ árið 2013 og „Orka lands- ins“ árið 2015 auk þess sem hún var tilnefnd í flokknum sjónvarps- maður ársins 2014. „Helstu áhugamál mín eru að vera í faðmi fjölskyldunnar, fylgj- ast með íþróttum, vera í félags- skap með yndislegu vinkonum mínum og svo vinnan mín á N4 sem mér finnst brjálæðislega skemmtileg og krefjandi.“ Fjölskylda Eiginmaður Hildu Jönu er Ingv- ar Már Gíslason, f. 24.11. 1976, markaðsstjóri Norðlenska. For- eldrar: Gísli Már Ólafsson, f. 18.6. 1946, bókari, og k.h. Aðalbjörg Ás- kelsdóttir, f. 20.11. 1950, leikskóla- kennari, búsett á Akureyri. „Þau eru bæði farin að njóta hins ljúfa lífs eftir starfsævina.“ Börn Hildu Jönu og Ingvars eru Hrafnhildur Lára Ingvarsdóttir, f. 9.1. 1997, nemandi í Mennta- skólanum á Akureyri; Ísabella Sól Ingvarsdóttir, f. 12.7. 2004, nem- andi í 7. bekk Lundarskóla á Akureyri; Sigurbjörg Brynja Ingvarsdóttir, f. 5.12. 2005, nem- andi í 6. bekk Lundarskóla á Akureyri. Systkini Hildu Jönu eru Gísli Tryggvi Gíslason, f. 22.10. 1986, verslunarstjóri Nettó á Akureyri; Dagur Gíslason Gonzales, hálf- bróðir samfeðra, f. 12.1. 1993, vinnur í Húsdýragarðinum í Reykjavík, og Íris Þorsteinsdóttir, hálfsystir samfeðra, f. 14.7. 1974, kennari á Grenivík. Foreldrar Hildu Jönu eru Lára Stefánsdóttir, f. 9.3. 1957, skóla- stjóri Menntaskólans á Trölla- skaga í Ólafsfirði, og Gísli Gísla- son, f. 23.8. 1953, rekstrarstjóri Samkaup Strax Reykjavík. Eigin- kona hans er Anna Einarsdóttir, f. 21.3. 1964, eigandi Hindar ehf. Þau eru bús. í Reykjavík. Úr frændgarði Hildu Jönu Gísladóttur Hilda Jana Gísladóttir Jóhann Gunnar Stefánsson framkvæmdastjóri Olíufélagsins, f. á Hvammstanga Lára Jóhannsdóttir húsfreyja í Reykjavík, dóttir Jóhanns Eyjólfssonar alþm. sem byggði fyrsta steinsteypuhús á Íslandi, Sveinatungu í Borgarfirði Stefán Jóhannsson ráðgjafi í Reykjavík Sveinsína Tryggvadóttir ráðgjafi í Reykjavík Gísli Gíslason rekstrarstjóri Samkaup Strax í Reykjavík Tryggvi Bjarni Kristjánsson sjómaður í Reykjavík, f. í Ólafsvík Magnfríður Sigurbjarnardóttir kaffikona í Reykjavík, f. í Brekkubæ á Hellnum, Snæf. Björn Valur Gíslason varaformaður VG, bús. á Akureyri Jóhann Gunnar Stefánsson eigandi Sveinatungu sf. Aðalsteinn Gíslason athafnamaður í Reykjavík Fríður Birna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri ABC Barnahjálpar Kristín Jónína Gísladóttir kennari í Grandaskóla Gísli Magnússon Gíslason útgerðarmaður á Hofsósi, f. í Hofssókn, Skag. Björg Guðmundsdóttir húsfreyja og verkakona, f. á Marbæli í Óslandshlíð, Skag. Gísli M. Gíslason skipstjóri og netagerðar- maður í Ólafsfirði Sigurveig Anna Stefánsdóttir húsfreyja og starfsmaður á leikskóla Lára Stefánsdóttir skólastjóri Mennta- skólans á Tröllaskaga Jónína Kristín Gísladóttir húsfreyja í Ólafsfirði, frá Minna-Holti í Fljótum, Skag. Stefán Hafliði Steingrímsson sjómaður í Ólafsfirði, f. í Ólafsfirði Sjónvarpsstjórinn Hilda Jana. 80 ára Ásdís Pálsdóttir Áslaug Kristjánsdóttir Bergþóra Sigurbjörnsdóttir Ferdinand Ferdinandsson Guðmundur Kristinsson Guðný Garðarsdóttir Margeir Bragi Guðmundss. Ragnhildur Ásmundsdóttir Sigurþór Hreggviðsson 75 ára Hörður Árnason Ingi Sverrir Gunnarsson Jóhannes F. Skaftason Martha Clara Björnsson Sigríkur Eiríksson Valdimar Guðnason Þorgerður S. Guðmundsd. 70 ára Auðunn Hlynur Hálfdanarson Auður Kristinsdóttir Bárður G. Halldórsson Gunnar Örnólfur Hákonarson Jóhanna Jensen Kjartan Óskarsson Kristleifur L. Meldal Sigurður Jónsson 60 ára Elín Kjartansdóttir Jóhann Valgeir Jónsson Sigríður Hjaltadóttir Sigríður J. Guðmundsdóttir Sigrún Konráðsdóttir Sveinbjörg Stefánsdóttir Valgerður Jónsdóttir 50 ára Arnhildur Valgarðsdóttir Ágúst Helgi Jóhannesson Egill Egilsson Emil Guðfinnur Hafsteinss. Grétar Hólm Gíslason Guðrún Anna Jóhannesd. Haraldur Axel Gunnarsson Helena Helma Markan Helgi Hjálmarsson Hólmfríður Björg Petersen Karl Gunnlaugsson Njáll Vignir Njálsson Óskar Ingi Þorgrímsson Sigurður L. Sævarsson Svandís Kristinsdóttir Trausti Falkvard Antonsson 40 ára Alfreð Markússon Árni Davíð Haraldsson Baldur Geir Bragason Bryngeir Sigurðsson Guðmunda Hergeirsdóttir á Mýrini Guðmundur Hrafn Birgisson Halla Sigrún Hjartardóttir Hilda Jana Gísladóttir Hulda Karlsdóttir Ingólfur Arnar Björnsson Joaquim A. Monteiro De Oliveira Rafal Andrzej Wysoczanski Steinunn Garðarsdóttir Þórður Heiðar Þórarinsson 30 ára Agata Zaneta Smolinska Arnar Pálmason Aþena Mjöll Pétursdóttir Birkir Jónsson Brynjar Heimir Þorleifsson Guðrún Guðjónsdóttir Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir Heiðrún Berglind Finnsd. Helgi Freyr Bjarnason Isatou Top Matte Bjarni P. Karjalainen Nanna Halldóra Ósk Jónsd. Nevenka Todorovic Nika Efanova Thelma Magnúsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Alfreð er Akureyr- ingur en býr í Kópavogi og er tölvunarfræðingur hjá Advania. Maki: Margrét Ísleifs- dóttir, f. 1979, iðjuþjálfi hjá Þroska- og hegðunar- stöð. Börn: Elísa Helga, f. 2006, Atli Mikael, f. 2009, og Emma Rakel, f. 2014. Foreldrar: Markús Há- varðarson, f. 1948, og Svala Stefánsdótttir, f. 1948, bús. á Akureyri. Alfreð Markússon 40 ára Baldur er Reykvík- ingur og myndlistarmaður. Maki: Þórunn Eva Halls- dóttir, f. 1974, myndlistar- maður. Börn: Urður Eir, f. 2010. Stjúpsonur: Örnólfur Þór Guðmundsson, f. 1996, Foreldrar: Bragi Sigurður Baldursson, f. 1952, raf- virkjameistari hjá Orku- veitunni, og Málfríður Ás- geirsdóttir, f. 1955, skrifstofustjóri hjá ónæm- isdeild Landspítalans. Baldur Geir Bragason 30 ára Arnar ólst upp á Ísafirði, en býr í Reykjavík. Hann er húsasmiður og nemi í viðskiptafræði í HÍ. Maki: Kristín Ólafsdóttir, f. 1986, þroskaþjálfi að mennt en er þjónustu- stjóri hjá Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Börn: Ólafur Ernir, f. 2011 og Einar Atli, f. 2014. Foreldrar: Pálmi Kristinn Jónsson, f. 1960, og Jó- hanna Jóhannesdóttir, f. 1967, bús. á Ísafirði. Arnar Pálmason  Ásta Snorradóttir hefur varið dokt- orsritgerð sína hjá Félags- og mann- vísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerð- in ber heitið Hrunið – Heilsa og líðan starfsfólks íslenskra banka í kjölfar bankahruns (Hrunið – The health and well-being of bank employees in Ice- land following the collapse of their workplace during an economic reces- sion). Leiðbeinandi var Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Félags- og mannvísindadeild HÍ. Heilsa og líðan bankastarfsfólk í kjölfar hrunsins var rannsökuð, bæði þess starfsfólks sem hélt vinnunni eft- ir hrun bankanna og því sem var sagt upp. Niðurstöðurnar sýna að starfs- fólk sem hélt vinnunni greindi frá verri heilsu og líðan en það starfsfólk sem var sagt upp. Þessi munur á hópunum skýrðist aðallega af því að þeir sem höfðu fengið nýtt starf eftir uppsögn í bönkunum upplifðu heilsu sína og líð- an betri en aðrir þátttakendur á með- an starfsóöryggi meðal þeirra sem héldu störfum jók á vanlíðan þeirra. Í kjölfar hrunsins upplifði starfsfólk bankanna mikið álag í starfi sem tengdist auknum verkefnum, erf- iðleikum við að mæta kröfum við- skiptavina og breytingum sem áttu sér stað innan vinnustaðanna. Vinnuálag jók á vanlíðan, en mikið sjálfræði í starfi sem og stuðningur bæði innan starfs og utan dró úr vanlíðaninni. Eink- um var það þó hvetjandi stjórnunarstíll næsta yf- irmanns og þátttaka yfirmanns við að efla árangursríkan stuðning meðal starfsfólks sem gagnaðist best til að draga úr vanlíðan starfsfólks. Meðal þeirra sem hafði verið sagt upp kom í ljós að karlmenn áttu almennt auð- veldara með að fá nýtt starf. Það skýrðist helst af því að háskóla- menntun flýtti fyrir ráðningu í nýtt starf, en flestir karlmannanna höfðu háskólagráðu en hópur kvenna hafði blandaðri menntunarbakgrunn. Nið- urstöður sýna að það er mikilvægt að huga vel að heilsu og líðan starfsfólks þegar fyrirtæki eða stofnanir ganga í gegnum miklar breytingar. Til að draga úr neikvæðum áhrifum þess fyr- ir heilsu og líðan starfsfólks er mik- ilvægt að auka öryggi í starfsumhverf- inu og leggja áherslu á heilsueflingu. Ásta Snorradóttir Ásta Snorradóttir er fædd árið 1967. Hún lauk MA-prófi í félagsfræði árið 2008 frá Háskóla Íslands og starfar sem lektor í atvinnutengdri starfsendurhæfingu í félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands. Áður starfaði hún hjá rannsókna- og heil- brigðisdeild Vinnueftirlits ríkisins. Ásta er í sambúð með Guðmundi Geirssyni þvagfæraskurðlækni og á tvær dætur, Eydísi Þuríði og Unni Aðalheiði. Doktor Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið hjá Progastro

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.