Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is Eðallax fyrir ljúfar stundir Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ríkiskaup hafa ákveðið að fram- lengja tilboðsfrest í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju um hálfan mán- uð. Tilboð í smíðina verða opnuð fimmtudaginn 8. september en áður hafði verið tilkynnt að þau yrðu opn- uð fimmtudaginn 25. ágúst. Þetta á ekki að breyta því hvenær smíði ferjunnar getur hafist, því að tíminn sem ætlaður er til að fara yfir tilboðin hefur verið styttur á móti um hálfan mánuð. Gildistími tilboða, sem var 20 vikur, hefur verið styttur í 18 vikur. Töldu tímann of skamman Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í síðustu viku höfðu mögu- legir bjóðendur, bæði innlendir og erlendir, bent á að útboðstíminn væri of stuttur og var þess óskað að hann yrði framlengdur um nokkrar vikur. Meðal annars kom fram að nú væri háannatími sumarleyfa erlendis og hægt gengi að fá tilboð frá fram- leiðendum og birgjum. Öllum slíkum fyrirspurnum svar- aði Ríkiskaup á þann veg að því mið- ur væri ekki hægt að framlengja skilatíma tilboðanna. Nú hefur þessari ákvörðun verið breytt og tilboðsfresturinn fram- lengdur. Að sögn Ragnars Davíðs- sonar, forstöðumanns þjónustusviðs Ríkiskaupa, er ástæðan sú að all- nokkrir þátttakendur hafa farið fram á lengri frest til að undirbúa til- boð og var orðið við þeim óskum. En til að tryggja að það hefði ekki áhrif á upphaflegan afhendingartíma var um leið gildistími tilboða, sem vera átti 20 vikur (sá tími sem mögulega fer í að meta tilboð), styttur í 18 vik- ur. Ragnar segir að eftir að Ríkiskaup hafi svarað því neitandi að fram- lengja tilboðsfrestinn hafi bæst við fleiri aðilar sem óskuðu eftir lengri fresti. „Það var metið svo að almennt yrði það þá fremur til hagsbóta fyrir verkefnið að lengja tilboðsfrestinn,“ segir Ragnar. Tilboðsfrestur framlengdur  Gildistími tilboða var styttur á móti Morgunblaðið/Ómar Landeyjahöfn Nýr Herjólfur mun leysa þann eldri af hólmi. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Umhverfisstofnun hefur gefið fyr- irtækinu Ísgöngum ehf. leyfi til að stækka bílastæðið við ísgöngin á Langjökli, innan friðlandsins Geit- lands. Sett eru nokkur skilyrði fyrir leyfinu, m.a. um að öllu raski við framkvæmdina verði haldið í lág- marki. Ekki er fallist á það að auka leyfilegt magn til að geyma olíu á svæðinu. Umhverfisstofnun telur að stækk- un bílastæðis og áframhaldandi bráðabirgðaaðstaða fyrirtækisins á Geitlandi muni ekki rýra gildi frið- lýsta svæðisins. Stofnunin telur ekki rétt að veita varanlegt leyfi, heldur til bráðabirgða til eins árs, þar sem framtíðarsýn fyrirtækisins liggi ekki fyrir. Mikið að gera í sumar Ísgöng ehf. hyggst stækka bíla- stæðið úr 50x70 m2 í 100x140 m2, en fyrirtækið opnaði manngerðan ís- helli í jöklinum fyrir rúmu ári. Í umsókn til Umhverfisstofnunar um framkvæmdaleyfið segir m.a. að þörf sé á stækkuninni vegna fjölg- unar gesta og til að tryggja öryggi. Hjalti Gunnarsson, markaðsstjóri Ísganga, segir ekki liggja fyrir hve- nær ráðist verði í stækkun stæð- isins. Það geti orðið í haust eða næsta vor. Reiknað er með að 40-50 þúsund ferðamenn heimsæki göngin á þessu ári, sem yrði fyrsta heila starfsárið. „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í sumar, eins og mörgum öðrum í ferðaþjónustunni, og við reiknum með því að það haldi áfram næsta vetur. Við erum með lítinn skála og lítið bílastæði og komin þörf á að stækka stæðið,“ segir Hjalti, en skálinn er opinn frá vori til vetrarbyrjunar, og vegurinn að jöklinum þá fær á meðan og stæðið opið. Yfir vetrarmánuðina er ekið með ferðamenn frá Húsafelli að Lang- jökli og einnig gengur þaðan lítil rúta yfir sumarið, sem Hjalti segir að taki mesta kúfinn af umferðinni um bílastæðið. Engu að síður sé þörf á stækkun, ekki síst til að koma í veg fyrir utanvegaakstur og gera stærri ökutækjum betra rými til að athafna sig. Að sögn Hjalta hefur verið gott samstarf um aðstöðuna við fyr- irtækið Mountaineers, sem er með sleða- og jeppaferðir á Langjökul. Ísgöng Ferðamenn heillast af umhverfinu í ísgöngunum í Langjökli. Bílastæði við ís- göngin stækkað  Mikil fjölgun gesta að Langjökli Embætti héraðssaksóknara hefur ákveðið að fella niður mál sem sneri að rannsókn á meintri refsiverðri háttsemi stjórnenda hjúkrunarheim- ilisins Eirar, í tengslum við rekstur heimilisins. Embætti héraðssaksóknara, áður embætti sérstaks saksóknara, hafði málið til rannsóknar, en henni lauk síðla árs 2015. Tilefni rannsóknarinnar voru meðal annars ábendingar stjórn- armanna Eirar frá árinu 2012 og síðar kærur tveggja lögmanna í mars og september árið 2013. Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fv. for- stjóra Eirar, og Emil Theodór Guð- jónssyni, fv. fjármálastjóra Eirar, voru gefin að sök fjársvik og Emil og Sigurði Helga Guðmundssyni, öðrum fyrrverandi forstjóra Eirar, var gefinn að sök fjárdráttur. Niðurstaða rannsóknarinnar í fyrrgreinda málinu var að sakborn- ingar hefðu ekki með ólögmætum hætti haft þann ásetning að blekkja viðsemjendur Eirar sem keyptu bú- seturétt af stofnuninni og hafa þannig fé af þeim. Það sem fram hefði komið við rannsókn málsins teldist ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar um þau meintu brot sem um væri að ræða. Hvað síðari þáttinn varðar var heldur ekki talið að það sem fram hefði komið við rannsókn málsins væri nægilegt eða líklegt til sakfell- ingar í sakamáli. jbe@mbl.is Héraðssaksóknari fellir niður mál á hendur stjórnendum Eirar Morgunblaðið /Arnaldur Eir Saksóknari hefur fellt málið niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.