Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Ófeigur Bruni Húsið sem brann á Seltjarnarnesi um miðjan dag í gær. Slökkvistarf gekk vel. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í gær vegna elds í íbúðarhúsi á Mela- braut á Seltjarnarnesi. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Sjónarvottur sagði í samtali við mbl.is að mikinn svartan reyk hefði lagt frá húsinu og að hann hefði borist yfir allt hverfið. Slökkvilið gekk greiðlega fyrir sig. Í frétt á vef RÚV segir að þeir íbúar hverfisins, sem fyrstir komu á vettvang, hafi heyrt hundgá inni í húsinu. Þar segir einnig að slökkvi- lið hafi staðfest að hundur, sem var á staðnum, hafi drepist. Eldur í mann- lausu húsi 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur Ólöf Eldjárn, þýðandi og ritstjóri, lést að heimili sínu, Öldugötu 30 í Reykjavík, að kvöldi 15. ágúst eftir erfið veikindi, 69 ára að aldri Ólöf fæddist í Reykjavík 3. júlí 1947 og ólst upp í Vestur- bænum. Hún var dóttir hjónanna Kristjáns Eldjárns, þjóðminja- varðar og forseta, og Halldóru Ingólfsdóttur Eldjárn. Ólöf lauk stúdents- prófi með ágætiseinkunn frá mála- deild Menntaskólans í Reykjavík 1967, nam ensku við Háskóla Íslands 1967-1968 og eftir það við Kaup- mannahafnarháskóla þar sem hún lauk cand. phil. prófi (MA) 1973. Stundaði nám í almennum málvís- indum við Háskóla Íslands, meðfram starfi, 1975-1977. Ólöf var verslunarstjóri Bóksölu stúdenta 1973-1989, stundakennari í Menntaskólanum í Kópavogi 1974- 1975, ritstjóri hjá Bókaforlagi Máls og menningar og síðar Eddu útgáfu 1990-2007, stýrði þar meðal annars öflugri fræðirita- og fagbókaútgáfu undir merkjum Heimskringlu. Frá 2007 var hún sjálfstætt starfandi þýðandi og yfirlesari. Helstu þýðingar Ólafar: Umbreyt- ingin eftir Liv Ullman, Kastaníugöngin eftir Deu Trier Mørch, Purpuraliturinn eftir Alice Walker, Heimur feigrar stéttar, Saga sonar míns og Ferð allra ferða eftir Nadine Gordimer, Dagbók steinsins eftir Carol Shields, Guð hins smáa eftir Arundhati Roy, Myrtusviður eftir Murray Bail, Og svo varð afi draugur eftir Kim Fups Aakeson, Undantekningin eftir Christian Jungersen, Dóttir mynda- smiðsins eftir Kim Edwards, Barnið í ferðatöskunni eftir Lene Kaaberbøl og Agnete Friis, Húshjálpin eftir Kathryn Stockett, 23 atriði um kap- ítalisma eftir Ha-Joon Chang, Her- bergi eftir Emmu Donoghue, Sækið ljósuna eftir Jennifer Worth, Undur eftir R.J. Palacio og Meistari allra meina. Ævisaga krabbameins eftir Siddhartha Mukherjee. Í haust kem- ur út hjá Forlaginu þýðing Ólafar á Heimför eftir Yaa Gyasi. Eiginmaður Ólafar frá 1967 er Stefán Örn Stefánsson arkitekt. Synir þeirra eru Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, fæddur 1967, og Stefán Hallur Stefánsson, leikari og leikstjóri, fæddur 1977. Andlát Ólöf Eldjárn Hæstiréttur Ís- lands hefur stað- fest gæsluvarð- haldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur karl- mönnum sem beittu skotvopni í Fellahverfi í Breiðholti fyrr í þessum mánuði. Voru mennirnir úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 9. september nk. á grundvelli almannahagsmuna. „Varnaraðili hefur viðurkennt að hafa hleypt af einu skoti sem óum- deilt er að hafnaði í bifreið þar sem fyrir var fólk. Að því gættu er fallist á það með héraðsdómi að varnaraðili sé undir sterkum grun um að hafa framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi og að brotið sé þess eðlis að gæsluvarðhald sé nauð- synlegt,“ segir í niðurstöðu Hæsta- réttar varðandi annan manninn. Þá benda gögn málsins til þess að hinn maðurinn hafi einnig hleypt af skoti og var því gæsluvarðhald einnig sam- þykkt yfir honum. Mennirnir eru 28 og 29 ára gamlir. Þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu og eru báðir íslenskir ríkis- borgarar en af erlendu bergi brotnir. Verða áfram í varðhaldi Útkall Lögreglan vopnaðist. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vel hefur gengið að selja heilfrystan makríl á vertíðinni og hafa lönd í Vestur-Afríku verið stór mark- aður. Nígería hefur tekið við makríl í ár, en þangað fór lítið sem ekkert í fyrra, einnig Gana, Benín og Egyptaland. Eins og í fyrra hefur makríll farið víða um heim og þessu til viðbótar má nefna Evrópulönd og Japan. Hermann Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Pelagic, seg- ist reikna með að allur heill makríll fari og seljist jafnóðum og verð inn á þessi svæði hafi verið svipað og undanfarin ár, heldur hærra ef eitt- hvað sé. Hann segir að verð á mjöli og lýsi hafi verið mjög gott þannig að það sé ekki slæmur kostur í stöð- unni að bræða fiskinn. „Heilt yfir lítur þetta mun betur út en í fyrra og ekki líkur á að menn sitji eins lengi með birgðir og þá,“ segir Her- mann. Samningar við Grænlendinga Mun erfiðara hafi þó reynst að fá viðunandi verð fyrir hausaðan mak- ríl, en vonandi sé sá markaður eitt- hvað að hressast. Verðið á haus- uðum fiski sé þó talsvert hærra en það fór lægst á síðasta ári í ring- ulreiðinni sem skapaðist við lokun Rússlandsmarkaðar. Verulegt tekjutap varð á síðasta ári í kjölfar lokunar Rússlandsmarkaðar. Rúss- land er áfram lokað fyrir íslenskar sjávarafurðir og er ekki búist við breytingu á því í náinni framtíð. Íslenskar útgerðir hafa veitt tals- vert af makríl í grænlenskri lög- sögu, samkvæmt samningum við Grænlendinga, og landað honum hér á landi. Ferskur makríll úr grænlenskri lögsögu, sem íslensk eða grænlensk skip landa til vinnslu á Íslandi, fær íslenskan uppruna og er því undir banninu á Rússland, að sögn Hermanns. Sé makríllinn hins vegar frystur um borð í grænlensku vinnsluskipi, sem þó getur hugsan- lega að hluta verið í eigu íslenskra útgerða, telst hann grænlenskur og undanþeginn banninu. Verð fyrir makríl í Rússlandi mun hafa gefið eftir en er eftir sem áður betra en fæst á Afríkumarkaði. Skipum fjölgar fyrir austan Hermann segir að framan af ver- tíð hafi verið lítil áta í fiskinum þannig að vel hafi gengið að heil- frysta. Undanfarið hafi orðið breyt- ing á og áta verið mikil á köflum þannig að ekki hafi verið hægt að heilfrysta að fullu. Sumir telji að ástandið á makrílnum sé nokkuð seinna á ferðinni en undanfarin ár, en yfirleitt hafi menn gengið að því vísu að makríll veiddur í ágúst sé að mestu laus við átu og átuskemmdir. Undanfarið hafa aflabrögð verið ágæt og í vikunni hefur skipum fjölgað úti af Austfjörðum, en síð- ustu vikur fékkst ágætur afli úti af Reykjanesi. Á heimasíðu HB Granda var á mánudag haft eftir Guðlaugi Jónssyni, skipstjóra á Venusi, að góður afli hefði fengist í síðustu tveimur veiðiferðum og tölu- vert af fiski verið að sjá. Skammt- urinn fyrir vinnsluna, um 750 tonn, hefði náðst í þremur um fimm tíma hölum í þessum veiðiferðum. Venus var í gær kominn aftur á miðin eftir löndun á Vopnafirði. Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu var í gær búið að landa 56.910 lestum úr íslenskri lögsögu á árinu. Þá er eftir að veiða 109 þús- und lestir á vertíðinni. Makríll á markaði víða  Mikið hefur verið selt til landa í Vestur-Afríku  Frystur grænlenskur makríll undanþeginn banni í Rússlandi  Ágætur afli að undanförnu en áta í makrílnum Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Í kvöldsól Stór hluti flotans var framan af vertíð undan Reykjanesi og þar er þessi mynd tekin fallegt sumarkvöld úr brúnni á Víkingi AK. Hermann Stefánsson Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður á þrítugsaldri sæti far- banni til 9. september vegna rann- sóknar lögreglu á kæru á hendur honum fyrir meint kynferðisbrot gegn 15 ára stúlku. Stúlkan segist hafa farið með manninum og félögum hans á skemmtistað um miðjan júlí þar sem hann gaf henni áfengi. Mað- urinn bauð henni að hlaða síma sinn heima hjá honum sem hún þáði. Þegar þangað hafi komið hafi mað- urinn haft við hana samfarir gegn vilja hennar. Maðurinn, sem er er- lendur ferðamaður segir samfar- irnar hafa verið með vilja hennar. Hann hafi ekki vitað að hún væri 15 ára gömul. Í farbanni vegna nauðgunarrannsóknar Upplýsingar um fjölda atkvæða á bak við hvern frambjóðanda í próf- kjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu liggja ekki fyrir. Þetta staðfestir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Kosningunum lauk 12. ágúst síð- astliðinn. Enn er eftir að taka saman tölurnar úr kosningunum og gefa þær út. Ekki liggur fyrir hvenær af því verður. Efstu sætin óbreytt Endurtalning í prófkjörinu fór fram 15. ágúst eftir að Erna Ýr Öldudóttir hafnaði sæti á listanum. Samkvæmt lögum Pírataflokksins á að endurtelja í prófkjöri ef einhver frambjóðandi hafnar sæti á lista. Engin breyting varð á efstu sæt- um listans að lokinni endurtalningu. johannes@mbl.is Tölur próf- kjörs liggja ekki fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.