Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Vöxt í fjárfestingu má nær eingöngu rekja til aukinna umsvifa í ferða- þjónustu á síðustu árum en á sama tíma hafa aðrar greinar lítið tekið við sér í þeim efnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Íslands sem út kemur í dag. Ber hún yfirskriftina: Leiðin að aukinni hag- sæld. Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður VÍ, segir að ráðið hafi ráð- ist í útgáfu skýrslunnar til að varpa ljósi á þróun efnahagsmála og fram- vindu úrbóta í kjölfar útgáfu hinnar svokölluðu Íslandsskýrslu sem ráð- gjafarfyrirtækið McKinsey gaf út í samstarfi við ráðið árið 2012. Einhæf fjárfesting Líkt og meðfylgjandi skýringar- mynd varpar ljósi á hefur vöxtur fjárfestingar frá árinu 2012 nær ein- vörðungu komið fram í ferðaþjón- ustunni en aðrar atvinnugreinar hafa ekki náð sér á strik frá árinu 2008. Í tölunum er fjárfestingu í flugvélum og skipum sleppt en það eru afar sveiflukenndir liðir sem skekkt gætu möguleikann til sam- anburðar milli ára. Frosti Ólafsson, framkvæmda- stjóri VÍ segir tölurnar draga upp forvitnilega mynd. „Við fögnum því að atvinnuvega- fjárfesting er loksins farin að tosast upp eftir ládeyðu í langan tíma. Þó myndum við vilja að hún væri fjöl- breyttari en verið hefur. Það á við um flesta þætti efnahagslífsins og fram- leiðslunnar í landinu. Til lengri tíma litið skiptir miklu máli að vera með eins breiða flóru af útflutningsfyrir- tækjum í landinu og mögulegt er.“ Alþjóðageirinn hefur setið eftir Hann bendir á að meðan fjárfest- ingin í ferðaþjónustunni sé mikil og haldist í hendur við stórauknar út- flutningstekjur af greininni, hafi hinn svokallaði alþjóðageiri vaxið lítið sem ekki neitt. Þannig hafi McKinsey í skýrslu sinni gert ráð fyrir því að auknar útflutningstekjur af alþjóða- geiranum myndu nema 125 milljörð- um króna en rauntölur sýni að sá vöxt- ur sé aðeins 4 milljarðar. Á sama tíma hafi auðlindageirinn, sem ferðaþjón- ustan tilheyrir, vaxið um 90 milljarða króna en áætlanir McKinsey gert ráð fyrir 58 milljarða vexti. „Aðstæður til að alþjóðleg fyrirtæki geti þrifist hér eru ekki eins og best verður á kosið. Þar vísum við til fyrir- tækja sem ekki byggja grundvöll sinn á íslenskum náttúruauðlindum og geta því flutt sig með tiltölulega lítilli fyr- irhöfn í önnur hagkerfi,“ segir Frosti. Hann bendir þó á að alþjóðageirinn hafi í mörgu tilliti notið góðs af auð- lindageiranum hér á landi í formi ný- sköpunar og þekkingar. „Við þekkjum mörg dæmi um að út frá auðlindatengdri starfsemi verði til alþjóðleg fyrirtæki sem byggjast á hugviti. Á undanförnum átta eða níu árum hefur þessi hluti hagkerfisins barist í bökkum og þar vega gjaldeyr- ishöftin auðvitað langþyngst. Það væri margt sem hægt væri að gera til að skapa þeim betri aðstæður,“ segir Frosti. Grípa þarf til aðgerða Viðskiptaráð telur að hægt sé að grípa til aðgerða til að örva vöxt ann- arra greina en ferðaþjónustunnar, og að slíkar aðgerðir muni ekki aðeins koma alþjóðageiranum vel. „Fyrsta skrefið er afnám hafta á fyrirtæki sem starfa frá Íslandi. Það er ótvírætt fyrsta skrefið. Fyrirtæki geta auðvitað vaxið og dafnað upp að vissu marki innan hafta en þegar þau ná ákveðnu þroskastigi þá fer það að vera mikilvægt að geta stækkað í gegnum yfirtökur, samstarf og sam- runa og eftir öðrum leiðum sem höftin setja verulegar skorður á í dag. Þá eru það aðrir þættir sem styrkja hagkerfið í heild, samhliða. Þar vil ég nefna efnahagslegan stöðugleika, lágt vaxtastig, hagfellt skattaumhverfi, stöðugleika í regluverki og sterkan mannauð. Þetta þarf að styðja við,“ segir Frosti. Fjárfesting mest í ferðaþjónustu  Viðskiptaráð segir áhyggjuefni að alþjóðageirinn hefur nær ekkert vaxið á síðastliðnum fimm árum  Útflutningsvöxtur nær eingöngu í ferðaþjónustu en samdráttur í orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi Breytt sviðsmynd » Frá árinu 2011 hefur hlutdeild ferðaþjónustu í útflutningi vaxið úr 21% í 31%. » Á sama tíma hefur hlutdeild sjávarútvegs farið úr 26% í 23%, orkufreks iðnaðar úr 27% í 22% og alþjóðageirans úr 25% í 23%. Þróunar fjárfestingar 2008 til 2015 Vísitölur 2008 = 100 180 140 160 120 100 80 79 162 60 50 60 40 20 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Heimildir: Hagstofa Íslands, Viðskiptaráð Íslands Ferðaþjónusta Aðrar atvinnugreinar Íbúðarhúsnæði Hið opinbera Sú fyrri lýtur að erlendum ferða- mönnum sem hingað koma og verja stærstum hluta verslunarkaupa sinna í matvöruverslunum. Sú síðari að verslunarmenn telja að vaxandi kaup- máttur almennings skili sér meðal annars í auknum matarinnkaupum. Minna selt af fötum og skóm Sömu sögu er að segja um sölu áfengis, en velta áfengisverslana í júlí jókst um 17% milli ára. Ein tegund verslana sker sig úr í þessum efnum. Velta fata- og skó- verslana var minni í júlí í ár en í fyrra. Nemur samdrátturinn 3,3% í fatasölu og 3,1% í skóm. Eins og fyrr segir jókst velta í áfengisverslunum um 17% miðað við breytilegt verðlag, en verð á áfengi hefur hins vegar hækkað um aðeins 0,9% á sama tíma. Verslun með byggingavörur jókst um 4,6% í júlí frá sama mánuði árið áður og hækkaði verðlag bygginga- vara um 0,6% á síðastliðnum 12 mán- uðum. Þá jókst sala svonefndra hvítra raftækja, sem eru að jafnaði stærri raftæki til heimilisnota, um 9,4% milli tímabila. Sala brúnna raf- tækja, sem eru smærri raftæki til heimilishalds, jókst minna, eða um 6,2% Sala á farsímum jókst um 16% en tölvusala dróst saman um 18,5%. Er sá varnagli sleginn að skil milli snjall- síma og tölvu geta reynst ógreinileg. jonth@mbl.is Í júlímánuði jókst sala húsgagna um 34,7% miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt nýjum tölum frá Rann- sóknarsetri verslunarinnar. Þar kemur jafnframt fram að velta sérverslana með rúm hafi aukist um 58,3% í júlí frá sama mánuði í fyrra. Þá jókst velta sérverslana með skrif- stofuhúsgögn um tæplega 60% í mán- uðinum. Samkvæmt gögnunum hefur verð á húsgögnum hækkað um 0,4% á síðastliðnum 12 mánuðum. Velta dagvöruverslana jókst um 8,6% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Telst það mikil aukning í þess- ari tegund verslunar þar sem sveiflur eru alla jafna litlar. Einkum eru tald- ar tvær ástæður fyrir þessu, að því er fram kemur hjá Rannsóknarsetrinu. Vaxandi sala á rúmum og húsgögnum  Velmegun og straumur erlendra ferðamanna sögð auka veltu dagvöruverslana Morgunblaðið/Eggert Verslun Misjafnt er hver aukningin er í júlí frá sama mánuði í fyrra. 17. ágúst 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 116.85 117.41 117.13 Sterlingspund 151.56 152.3 151.93 Kanadadalur 91.12 91.66 91.39 Dönsk króna 17.7 17.804 17.752 Norsk króna 14.317 14.401 14.359 Sænsk króna 13.933 14.015 13.974 Svissn. franki 121.42 122.1 121.76 Japanskt jen 1.1693 1.1761 1.1727 SDR 163.74 164.72 164.23 Evra 131.71 132.45 132.08 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.6124 Hrávöruverð Gull 1349.1 ($/únsa) Ál 1644.5 ($/tonn) LME Hráolía 47.14 ($/fatið) Brent ● Seðlabankinn mun halda stýrivöxt- um óbreyttum en kveða mun við nýjan tón í inngripum hans á gjaldeyrismark- aði, samkvæmt spá greiningardeildar Ar- ion banka. Á bank- inn von á því að peningastefnunefnd boði breytta stefnu í gjaldeyrisinngripum sem miði að því að úr þeim verði dregið. Í ljósi þess hvernig verðbólga hefur þróast það sem af er ári segir Arion banki að líkurnar á að auka þurfi aðhald séu umtalsvert minni en áður sökum hag- stæðrar verðbólguþróunar sem byggist á lítilli innfluttri verðbólgu og gengis- styrkingu krónunnar. Svo virðist sem þessir þættir hafi meira en vegið upp á móti launahækkunum síðustu mánaða. Segir í spá bankans að verði dregið úr gjaldeyrisinngripum muni gengi krón- unnar styrkjast enn frekar, sem hafi góð áhrif á verðbólguhorfur. Arion spáir minni gjald- eyrisinngripum hjá SÍ STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.