Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is QUICKREFRESH™ ÁKLÆÐI Rennilás gerir það afar einfalt er að taka QuickRefresh áklæðið af TEMPUR HYBRYD dýnunni og þvo. TEMPUR® HYBRID HEILSUDÝNAN Frumlegasta hönnun TEMPUR til þessa! EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI Upplifðu tilfinninguna að svífa í þyngdarleysi Fjölbreytt úrval heilsukodda Stillanleg heilsurúm í sérflokki Knattspyrnusam- band Íslands (KSÍ) gerir ráð fyrir að mótsmið- ar á heimaleiki karlalandsliðsins í undankeppni heimsmeistara- mótsins fari hratt þegar þeir fara í sölu í dag, að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmda- stjóra KSÍ. Hún segir sambandið hafa lært margt af hvernig evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hagaði miðasölu á Evrópumótið í sumar. Sala á mótsmiðunum hefst í há- deginu í dag og þeir gilda á alla heimaleiki Íslands í undankeppninni. Um þúsund miðar verða til sölu, um 10% sæta á vellinum, sem er svipað hlutfall og þegar fyrirkomulaginu var beitt í fyrsta skipti í undan- keppninni fyrir EM. Búist er við mikilli ásókn í miðana og segir Klara ljóst að sætin á vell- inum séu of fá miðað við eftir- spurnina. KSÍ hafi fundið fyrir mikl- um áhuga á miðunum. Byrja að selja móts- miða í dag  Segir sæti of fá miðað við eftirspurn Klara Bjartmarz Tvær neyðar- beiðnir bárust björgunar- sveitum á Suðurlandi síð- degis í gær. Bíll með fjórum farþegum fest- ist í Skyndi- dalsá í Lóns- öræfum. Fólkið yfirgaf bílinn en treysti sér ekki að vaða í land vegna straumþunga árinnar, sam- kvæmt upplýsingum frá Lands- björg. Áin náði ferðafólkinu í mitti en því tókst að halda sér í bílinn í um það bil 40 mínútur þar til björg- unarsveitarmenn komu á staðinn, hjálpuðu fólkinu í land og drógu bílinn úr ánni. Á sama tíma var óskað eftir að- stoð björgunarsveita vegna ferða- manna sem lent höfðu í sjálfheldu í hömrunum ofan Reynisfjöru. Mikið og þungt brim var í fjörunni og erfitt fyrir björgunarmenn að athafna sig. Leitað var eftir að- stoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem síðar var afturkölluð því að fólkið komst niður heilt á húfi. Fjórir voru fastir í Skyndidalsá í gær Björgun Tvö útköll á Suðurlandi í gær. Guðjón Helgason hefur tekið til starfa sem sam- skiptastjóri Ör- yrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Um nýtt starf er að ræða hjá bandalaginu, sem ætlað er að efla starf Ör- yrkjabandalagsins enn frekar. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá ÖBÍ. Guðjón starfaði sem fréttamaður um langt skeið, m.a. á Fréttastofu Ríkisútvarpsins, NFS, Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Þá starfaði hann einnig um skeið sem fréttaritari fyrir fréttaveituna AP. Öryrkjabandalag Íslands er hagsmuna- og mannréttindasamtök fatlaðs fólks, langveikra, örorkulíf- eyrisþega og aðstandenda þeirra. Aðildarfélög ÖBÍ eru 41 talsins og telja þau um 29.000 félagsmenn. Guðjón er nýr samskiptastjóri ÖBÍ Guðjón Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.