Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Verkfærasalan - Síðumúla 11 - 560-8888 - www.vfs.is Frábær verð! 99.900 Verð Bandsög 100mm Stærð blaðs 1470x13mm. Geta í 90° 100x150mm. TT 388001 134.900 Verð Bandslípivél 75x2000mm Öflug bandslípivél með 3.000W mótor. Band 75x2000mm TT389001 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú nýtur þess að ferðast. Spyrðu sjálfa/n þig að því hvort vinnan sé virkilega þess virði að fórna fjölskyldulífinu fyrir. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er nauðsynlegt að taka tillit til hagsmuna annarra, þegar mál, sem margir eiga aðild að, eru til lykta leidd. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt friður sé æskilegur getur hann stundum verið of dýru verði keyptur. Taktu á peninga- og ástavandamálum með skilningi og rósemi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þú þorir engu þá er ekkert gagn í að láta sig dreyma um betri tíð og blóm í haga. Vertu þolinmóð/ur því allt gengur upp um síðir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þetta er mikill uppskerutími í lífi þínu. Seinni partinn í dag mun góð hugmynd breyta öllu, og þar með herkænskunni sem þú beitir á framtíðina. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það hafa verið erfiðir tímar á vinnu- stað og þú efast um að þú sért metin/n að verðleikum. Gamla brellan að þykjast vita hvert maður stefnir virkar ætíð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú getur ekki bætt samband þitt við vin þinn með því að breyta honum/henni. Eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni hugsar þú þegar þú lítur á unglinginn þinn. Vertu um- burðarlynd/ur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu ekki óvæntar aðstæður slá þig út af laginu. Að vera aðgerðalaus hefur margvíslega kosti í för með sér, en ekki alltaf. Stundum verður að slá í borðið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Taktu það ekki of nærri þér þótt til einhverra orðaskipta komi milli þín og vin- ar þíns. Það er glatt á hjalla í kringum þig og þú ert hrókur alls fagnaðar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur fengið meira út úr óvæntu fríi en þú áttir von á og kemur því aft- ur til starfa full/ur af orku og athafnaþrá. Til að fá einhverja uppskeru verður maður að sá, hefur þú gert það í samskiptum þínum und- anfarið? 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það stefnir í að visst samband fari á flug. Eðlishvötin hefur ekki brugðist þér hingað til, svo þú getur treyst henni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú þarftu að taka á honum stóra þín- um í fjármálunum. Þú reynir af fremsta megni að hitta ekki á viðkvæman blett hjá ná- granna þínum þó hann fari oft í þínar fínustu. Helgi Seljan sendi mér ágættbréf um helgina, sem mér þykir fara best á að birta í heild: „Nýlega er látinn mikill vísnavinur og ágætur hagyrðingur, Stefán S. Stefánsson. Hann var fæddur í Hrísey og ólst þar upp, en bjó um áratugi austur á Reyðarfirði. Sem sýnishorn af kveðskap hans sem hann fór þó afar dult með, en ég tók að njóta, sendi ég horninu hans Halldórs þessar stökur, en Stefán hafði á því horni miklar mætur: Þegar nóttin nálgast flóttalega að mér drottnar dimmusýn, dulinn ótti vitjar mín. Og um aldurinn orti Stefán þetta: Alltaf hækkar aldurinn, einatt slitnar rótin. Ýta og skrækja svo um sinn sálarliðamótin. Um hagyrðinga bjó Stefán til ný- yrði: stökustétt. Orðin fléttast lipurt, létt, leika rétt í munni. Enn vill gleðjast stökustétt stendur þétt á grunni. En yrkingar gengu stundum illa og þannig orti Stefán um hugar- heim sinn: Veröldin er sölt og súr, sést á þessum línum. Núna fæ ég ekkert úr einkabanka mínum. Má skilja á alla vegu, „þeir skilja svo sem þeir vilja“ sagði hann sposkur. Og svo að leiðarlokum þessi vísa til Davíðs frænda míns: Vefjist fyrir vafamál verður náðin þegin. Drottinn ræður, - sér um sál seinna hinum megin. Blessuð sé björt minning.“ Ég þakka Helga bréfið. Það er gott og nauðsynlegt að rifja upp stökur samferðamanna sinna annað slagið til að halda þræðinum. Gjarna leitar hugurinn þá niður á Alþingi. Og til að gleðja Helga byrja ég á Halldóri frá Kirkjubóli sem orti að fundarlokum í stúk- unni: Á hverjum fundi er fræjum sáð, þau falla dreifð og smá, en eiga að vaxa ef að er gáð og ítrum vexti ná. Af fræjum þeim er svo er sáð skal síðar vaxa tré sem veitir þreyttum vernd og náð svo verður stormahlé. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stökur látins hag- yrðings og fleira gott Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...rauði þráðurinn sem gengur gegnum allt.„ÉG HEF ALLTAF VERIÐ MATVANDUR. EN ALDREI DRYKKVANDUR.“ „EF ÞÚ KEYPTIR HANDA MÉR UPPÞVOTTAVÉL HEFÐIRÐU MEIRI TÍMA TIL AÐ HJÁLPA TIL Á HEIMILINU.“ ÞAÐ HEFUR RIGNT MIKIÐ. ÞARNA ER HANN! SKÆL! ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞVÍ EINN DAGINN! ÞANNIG LÍTUR ÞÁ ÓSIGUR ÚT! NEI... SVONA LÍTUR SIGUR ÚT... ...EFTIR AÐEINS OF MIKIL FAGNAÐARLÆTI! Ólympíuleikarnir kveikja hjá Vík-verja eins og svo mörgum öðr- um á fjögurra ára fresti áhuga á íþróttagreinum, sem hann fylgist annars lítið með. Dýfingar, róðra- sprettir, grísk-rómversk glíma, fjór- ar greinar hjólreiða birtast skyndi- lega á ratsjánni og áður en Víkverji veit af er hann ær af spennu farinn að fylgjast með íþrótt, sem hann hef- ur ekki hundsvit á. Ef vel ætti að vera þyrfti Víkverji nokkra skjái þar sem hann samtímis gæti fylgst með hinum ýmsu greinum, sem keppt er í á leikunum. x x x Keppnin í frjálsum íþróttum vekurþó alltaf mestan áhuga Víkverja. Usain Bolt hefur verið sérlega frek- ur á athyglina á þessum leikum og kemur ekki á óvart. Þruman frá Ja- maíku hefur haft ótrúlega yfirburði í eitt hundrað og tvö hundruð metra hlaupum og verður það seint jafnað. Hreint ótrúlegt er að fylgjast með þessum magnaða hlaupara, sem allt- af virðist vera síðastur upp úr blokk- inni og hleypur síðan keppinauta sína uppi á lokametrunum þannig að þeir virðast nánast kyrrstæðir. x x x Víkverja fannst hins vegar ekkertminna til um afrek suðurafríska hlauparans Waydes van Niekerks, sem bætti sautján ára gamalt heims- met Michaels Johnsons í fjögur hundruð metra hlaupi. Niekerk hljóp á áttundu braut þannig að hann hefur hlaupið fyrir framan hina hlauparana og sér þá í raun og veru ekki fyrr en komið er inn á síðustu hundrað metrana. Það var því nán- ast eins og hann væri einn að hlaupa. Hann lét það ekki á sig fá og mun sigur hans fara í sögubækurnar. x x x Bandaríkjamenn eru langsigur-sælastir í Ríó. Áður en keppni hófst í gær voru þeir komnir með 75 verðlaun, þar af 26 gull. Bretar koma næstir með talsvert rýrari uppskeru eða 41 verðlaun alls og 16 gull. Þá koma Kínverjar með 46 verðlaun og Rússar með 35 þrátt fyrir bönn vegna lyfjaneyslu. Gestgjafar Bras- ilíu eru í 16. sæti með níu verðlaun. víkverji@mbl.is Víkverji Kenn mér að gera vilja þinn því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut. (Sálm. 143:10)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.