Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 1
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
þáverandi forsætisráðherra, og
eiginkona hans, Anna Sigurlaug
Pálsdóttir, afhentu fjölmiðlamönn-
um ítarlegar upplýsingar um eign-
arhaldsfélagið Wintris í aðdrag-
anda þess að Ríkissjónvarpið sendi
út Kastljósþátt að kvöldi sunnu-
dagsins 3. apríl síðastliðins þar
sem fjallað var um hin svokölluðu
Panamaskjöl. Í þættinum var
hvergi vikið að þeim útskýringum
sem tíundaðar voru í svörunum.
Í ítarlegu viðtali við Önnu Sig-
urlaugu í Morgunblaðinu í dag
ræðir hún um upplifun sína af
þeim atburðum sem leiddu til þess
að Sigmundur Davíð vék úr emb-
ætti forsætisráðherra. Hún segir
að umfjöllunin um fjárhagsmálefni
þeirra hjóna hafi öll miðað að því
eina marki að koma höggi á eig-
inmann hennar og Framsóknar-
flokkinn.
Tóku ekkert tillit til ítarlegra
upplýsinga sem afhentar voru
Hundsuðu gögn
frá forsætisráðherra
er vörðuðu eignar-
haldsfélagið Wintris
Morgunblaðið/RAX
Stjórnmál Anna Sigurlaug segir mann sinn hafa verið beittan blekkingum.
MStaðreyndirnar virtust … »24
ustsúpur oghundasúrupestó
Draumargeta ræst
Gerir þættium EdduBjörgvins
Irina Sazonova byrjaði að æfa fimleika fjögurra
ára gömul í Rússlandi. Ekki höfðu allir trú á að
hún næði langt en hún setti snemma stefnuna á
Ólympíuleika. Draumurinn rættist í ár þegar hún
varð fyrsta konan til að keppa í fimleikum fyrir
Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó 12
28. ÁGÚST 2016SUNNUDAGUR
Helga Arnar-dóttir úr Kastljósivinnur nú aðþáttum umeina fyndnustukonu ÍslandsEddu Björgvinsog leiðist ekki íklippiher-berginu 2
Ha
Ekki dæma lesefniðBörn eiga að lesa það sem þeim finnst skemmilegt.
Ekkert lesefni er öðru fremra og foreldrar skyldu
varast að dæmi lesefni barna sinna 16
uppskriftir sem hæfaárstíðinni vel 267
L A U G A R D A G U R 2 7. Á G Ú S T 2 0 1 6
Stofnað 1913 200. tölublað 104. árgangur
MEIRIHLUTI
VERKANNA
ÍSLENSK
MIKIL TÆKIFÆRI
LEYNAST
Í FLUGINU
FLUGMÁLAFÉLAG ÍSLANDS 80 ÁRA 22TJARNARBÍÓ 76
Sigríður Á. Andersen
alþingismaður - 2. sæti
www.sigridur.is
Öræfasveitin skartar sínu fegursta í góða veðrinu um þessar
mundir og umhverfið svíkur engan. Þangað hefur verið stöð-
ugur straumur ferðamanna að undanförnu. Þar leynast víða
perlur í landslaginu og sumar hafa fáir eða engir komið á,
þótt þær sjáist úr fjarlægð. Upp af Kvíárjökli er Staðarfjall,
sem státar af tveimur drekum.
Sagan segir að þeir hafi á sínum tíma gleymt sér í kossa-
flensi og orðið að steini efst í fjallinu við sólarupprás. Vítin
eru til að varast þau en sjón er sögu ríkari.
Morgunblaðið/RAX
Drekarnir í Staðarfjalli í Öræfasveit kyssast
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Fyrstu sjö mánuði þessa árs nam
kortavelta erlendra ferðamanna í
menningu, afþreyingu og tómstund-
ir um 3,2 milljörðum kr., sem er
aukning frá sama tíma í fyrra um
53%.
Með stóraukinni fjölgun ferða-
manna til landsins hafa þeir í meira
mæli sótt viðburði í menningu og
listum og framboð slíkra viðburða
hefur sömuleiðis aukist. Ferðamenn
sækja leiksýningar, málverkasýn-
ingar, tónleika og söfnin, þar sem að-
sókn hefur aukist verulega.
Viðmælendur Morgunblaðsins úr
menningargeiranum voru flestir
sammála um að fjöldi tækifæra væri
til staðar. Markaðssetning á menn-
ingu landsins væri vannýtt sóknar-
færi í ferðaþjónustunni. Tvær leik-
sýningar í Hörpu eru sérstaklega
ætlaðar ferðamönnum og hafa þær
laðað til sín þúsundir gesta. „How to
become Icelandic in 60 Minutes“ hef-
ur gengið fyrir fullu húsi í nokkur ár
og í sumar hófust sýningar á úrvali
Íslendingasagna, „The Icelandic Sa-
gas - Greatest Hits in 75 Minutes“.
Meðal hluthafa í því verkefni er sér-
stakur framtakssjóður sem fjárfestir
í afþreyingartengdri ferðaþjónustu.
Alls hafa um 65 þúsund gestir
komið að jafnaði í Hörpu vikulega í
sumar, þar af um 90% þeirra útlend-
ingar. Í júlí komu 240 þúsund gestir,
60% fleiri en í fyrra. „Við erum orðin
mest sótti ferðamannastaðurinn á
Íslandi,“ segir Halldór Guðmunds-
son, forstjóri Hörpu. »34-36
Verja milljörð-
um í menningu
Ferðamenn sækja meira í menning-
ar- og listviðburði Fjöldi tækifæra