Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS Verð frá109.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í herbergi á Senator Gran Via 70 með morgunmat. Verð án Vildarpunkta: 119.900 kr. 12.–16. október 4 nætur Madríd Borg menningar og lista Flogið með Icelandair Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Meðal þess sem felst í umfangsmikl- um framkvæmdum sem nú standa yf- ir á Keflavíkurflugvelli er að ljósa- kerfi frá tímum Bandaríkjahers verður skipt út og leggja á sem sam- svarar 100 kílómetrum af malbiki. Áætlað er að framkvæmdirnar muni kosta um 20 milljarða króna, gert verður hlé á þeim í október og þráð- urinn síðan tekinn upp næsta vor. Það eru Íslenskir aðalverktakar sem sjá um framkvæmdirnar og við þær starfa á milli 60 og 70 manns. Á flugvellinum eru tvær flugbraut- ir, austur-vesturbrautin og norður- suðurbrautin. Sú braut, sem nú er verið að endurnýja, er sú síðarnefnda og á meðan framkvæmdir standa yfir er flugumferð beint að hluta til yfir á hina brautina. „Það var ákveðið að endurnýja hana í sumar því þá er minni hætta á hliðarvindi á AV-braut- inni, en þegar hann er getur verið erf- itt að lenda á henni,“ segir Guðni Sig- urðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Hann segir að þrátt fyrir fram- kvæmdir sé alltaf einhver hluti NS- brautarinnar opinn. „Núna er t.d. rúmur helmingur, 1.600 metrar af henni, opinn, en hún er 3 kílómetrar á lengd og 60 metrar á breidd,“ segir Guðni. Ljósakerfið á flugvellinum hefur fram að þessu verið byggt á banda- rísku rafkerfi, en það nýja er með LED-ljósum eða díóðum. Að sögn Guðna fylgir því talsverður orku- sparnaður. Í nýja kerfinu verða lík- lega um 6.000 ljós sem tengd verða saman með 150 kílómetra löngum kapli. 700.000 fermetra malbik Guðni segir að samtals verði lögð um 100.000 tonn af sérstyrktu mal- biki á flugvöllinn á meira en 700 þús- und fermetra. Í malbikið hafa verið flutt inn 50.000 tonn af steinefni með fjórum skipum. „Ef það væri lagt á sjö metra breiðan veg væri hann um 100 kílómetra langur, eða frá flug- vellinum til Selfoss,“ segir Guðni til marks um umfang framkvæmdanna. Skipta út vallarljósum frá Bandaríkjaher  Stórframkvæmdum á Keflavíkurflugvelli miðar vel Ljósmynd/Rúnar Jón Friðgeirsson Flugbraut Norður-suðurbrautin sem nú er verið að malbika. Flugbrautarframkvæmd » Settur verður upp nýr flug- leiðsögubúnaður. » Tilboð Íslenskra aðal- verktaka í verkið hljóðaði upp á 5,6 milljarða. » Framkvæmdalok eru áætluð í október 2017. Alls bárust um 1.900 umsóknir um sumarstörf flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair fyrir sumarið 2017. Hafa þær aldrei verið fleiri, en í fyrra bárust um 1.500 umsóknir. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, voru langflestar umsóknir frá konum en 2-300 karlar sóttu um að þessu sinni. Guðjón segir að undanfarin ár hafi verið ráðnir um hundrað, eða á ann- að hundrað, nýliðar til starfa árlega. Alls hafa rúmlega 1.200 flugfreyjur/ flugþjónar starfað hjá fyrirtækinu í sumar. Störfin voru auglýst í byrjun ágúst en umsóknarfrestur var til 18. ágúst. Nú tekur við langt og strangt ráðningarferli og því voru störfin auglýst jafnsnemma og raun ber vitni. Í auglýsingunni var gerð krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, góða kunnáttu í íslensku og ensku og hæfni í mannlegum samskiptum. „Við leitum að að fjöl- hæfu, glaðlyndu og skemmtilegu fólki sem hefur náð 23 ára aldri á næsta ári,“ sagði m.a. í auglýsing- unni. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsælt 1.900 vilja sumarstörf flug- liða og flugfreyja hjá Icelandair. 1.900 um- sóknir um sumarstörf  Störf flugfreyja og flugþjóna eftirsótt Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umhverfisráðherra mun skoða það hvort unnt verður að leggja þings- ályktunartillögu um 3. áfanga vernd- ar- og orkunýtingaráætlunar fram á Alþingi fyrir kosningar. Sigrún Magnúsdóttir segist meta það að lok- inni skoðun á tillögum verkefnis- stjórnarinnar hvaða möguleikar séu í stöðunni. Engar breytingar eru á röðun virkjunarkosta og náttúrusvæða í lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga verndar- og orkunýtingar- áætlunar, frá skýrsludrögum sem verið hafa til kynningar hjá almenn- ingi og hagsmunaaðilum í sumar. Stjórnin skilaði tillögunum til ráð- herra við sérstaka athöfn í gær. Átta nýir virkjunarkostir Lagt er til að átta nýir virkjunar- kostir bætist við þá tíu kosti sem fyrir voru í orkunýtingarflokki. Nýju kost- irnir eru Skrokkölduvirkjun, Holta- virkjun, Urriðafossvirkjun, Austur- gilsvirkjun, Austurengjar, Hverahlíð II, Þverárdalur og Blöndulundur. Þeir fela í sér uppsett afl í vatnsafls- virkjunum upp á alls 277 MW, 280 MW í jarðvarmavirkjunum og 100 MW í vindmyllugarði. Í verndarflokk bætast fjögur land- svæði með tíu virkjunarkostum, það eru Héraðsvötn, Skjálfandafljót, Skaftá og Kjalölduveita í Þjórsá. Fyr- ir eru sextán virkjunarkostir á land- svæðum í verndarflokki. Hörð gagnrýni kom á tillögur verk- efnisstjórnar frá því í vor í umsagn- arferlinu, meðal annars frá Orku- stofnun og Landsvirkjun. Verkefnisstjórnin dregur gagnrýnina saman í nýju skýrslunni og svarar. Semur tillögu til Alþingis Þessi verkefnisstjórn er sú fyrsta sem vinnur samkvæmt heildstæðum lögum um rammaáætlun. Sigrún tek- ur fram að hún telji að gott starf hafi verið unnið. Þá sé það einstakt í viða- miklu verkefni að allar tímaáætlanir sem hún hafi lagt upp með formanni verkefnisstjórnar hafi staðist. Ráðherra mun í samvinnu við iðn- aðarráðherra flytja málið til Alþingis með þingsályktunartillögu. Þeir geta gert breytingar en þær þurfa þá að fara í nýtt umsagnarferli. Alþingi tekur endanlega ákvörðun. Metur hvort tillaga verður lögð fyrir Alþingi á haustþingi  Engar breytingar í lokatillögum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar Morgunblaðið/RAX Aldeyjarfoss Lagt er til að vatnasvæði Skjálfandafljóts fari í verndarflokk rammaáætlunar. Hugmyndir hafa verið um virkjun fljótsins í Bárðardal, ofan Aldeyjarfoss. Sú virkjun myndi aðallega hafa áhrif á Hrafnabjargafoss. Tveir fulltrúar í verkefnastjórn 3. áfanga rammaáætlunar skila sér- áliti og leggja til að virkjunarkost- urinn Hólmsárvirkjun við Atley verði færður úr biðflokki í nýting- arflokk. Fulltrúarnir eru Elín R. Líndal frá Sambandi íslenska sveitarfélaga og Helga Barðadóttir sem tilnefnd er af iðnaðarráð- herra. Í sérálitinu segja fulltrúarnir að gerðar hafi verið ítarlegar rann- sóknir á virkjunarkostum í Hólmsá. Kosturinn við Atley hafi verið niðurstaðan. Ítarlegt samráð hafi verið haft við heimamenn og útfærslan hafi verið sett inn í að- alskipulag Skaftárhrepps. Telja þeir að umhverfisáhrif virkjunar- innar og áhrifasvæði hennar yrðu fremur lítil, í samanburði við aðra virkjunarkosti sem fjallað er um. Hólmsárvirkjun í nýtingu TVEIR FULLTRÚAR SKILA SÉRÁLITI Formannafundur Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), sem haldinn var á Barðaströnd í gær, krefst þess að stjórnir og stjórnendur af- urðastöðva dragi boðaðar afurða- verðlækkanir til bænda til baka, áður en „óafturkræf áhrif koma fram í íslenskri sauðfjárrækt og sveitum landsins“. Jafnframt skorar fundurinn á þá sláturleyf- ishafa sem ekki hafa enn gefið út verðskrár að virða „lögmætt og hófstillt“ viðmiðunarverð LS. Viðmiðunarverð LS gerði ráð fyrir 12,5% hækkun afurðaverðs til bænda frá síðasta ári. Norð- lenska, Sláturfélag Vopnfirðinga og SAH afurðir á Blönduósi hafa aftur á móti tilkynnt 10-12% lækkun á dilkaverði. Stórir slát- urleyfishafar, svo sem kjötafurða- stöð KS á Sauðárkróki, Sláturhús KVH á Hvammstanga og SS á Suðurlandi, hafa enn ekki auglýst verðskrár sínar. Sláturtíð hefst hjá Norðlenska 5. september en um miðjan mánuðinn hjá mörgum öðrum. Lækkanir á afurðaverði verði dregnar til baka og sláturhús virði viðmiðunarverð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.