Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 2

Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS Verð frá109.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í herbergi á Senator Gran Via 70 með morgunmat. Verð án Vildarpunkta: 119.900 kr. 12.–16. október 4 nætur Madríd Borg menningar og lista Flogið með Icelandair Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Meðal þess sem felst í umfangsmikl- um framkvæmdum sem nú standa yf- ir á Keflavíkurflugvelli er að ljósa- kerfi frá tímum Bandaríkjahers verður skipt út og leggja á sem sam- svarar 100 kílómetrum af malbiki. Áætlað er að framkvæmdirnar muni kosta um 20 milljarða króna, gert verður hlé á þeim í október og þráð- urinn síðan tekinn upp næsta vor. Það eru Íslenskir aðalverktakar sem sjá um framkvæmdirnar og við þær starfa á milli 60 og 70 manns. Á flugvellinum eru tvær flugbraut- ir, austur-vesturbrautin og norður- suðurbrautin. Sú braut, sem nú er verið að endurnýja, er sú síðarnefnda og á meðan framkvæmdir standa yfir er flugumferð beint að hluta til yfir á hina brautina. „Það var ákveðið að endurnýja hana í sumar því þá er minni hætta á hliðarvindi á AV-braut- inni, en þegar hann er getur verið erf- itt að lenda á henni,“ segir Guðni Sig- urðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Hann segir að þrátt fyrir fram- kvæmdir sé alltaf einhver hluti NS- brautarinnar opinn. „Núna er t.d. rúmur helmingur, 1.600 metrar af henni, opinn, en hún er 3 kílómetrar á lengd og 60 metrar á breidd,“ segir Guðni. Ljósakerfið á flugvellinum hefur fram að þessu verið byggt á banda- rísku rafkerfi, en það nýja er með LED-ljósum eða díóðum. Að sögn Guðna fylgir því talsverður orku- sparnaður. Í nýja kerfinu verða lík- lega um 6.000 ljós sem tengd verða saman með 150 kílómetra löngum kapli. 700.000 fermetra malbik Guðni segir að samtals verði lögð um 100.000 tonn af sérstyrktu mal- biki á flugvöllinn á meira en 700 þús- und fermetra. Í malbikið hafa verið flutt inn 50.000 tonn af steinefni með fjórum skipum. „Ef það væri lagt á sjö metra breiðan veg væri hann um 100 kílómetra langur, eða frá flug- vellinum til Selfoss,“ segir Guðni til marks um umfang framkvæmdanna. Skipta út vallarljósum frá Bandaríkjaher  Stórframkvæmdum á Keflavíkurflugvelli miðar vel Ljósmynd/Rúnar Jón Friðgeirsson Flugbraut Norður-suðurbrautin sem nú er verið að malbika. Flugbrautarframkvæmd » Settur verður upp nýr flug- leiðsögubúnaður. » Tilboð Íslenskra aðal- verktaka í verkið hljóðaði upp á 5,6 milljarða. » Framkvæmdalok eru áætluð í október 2017. Alls bárust um 1.900 umsóknir um sumarstörf flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair fyrir sumarið 2017. Hafa þær aldrei verið fleiri, en í fyrra bárust um 1.500 umsóknir. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, voru langflestar umsóknir frá konum en 2-300 karlar sóttu um að þessu sinni. Guðjón segir að undanfarin ár hafi verið ráðnir um hundrað, eða á ann- að hundrað, nýliðar til starfa árlega. Alls hafa rúmlega 1.200 flugfreyjur/ flugþjónar starfað hjá fyrirtækinu í sumar. Störfin voru auglýst í byrjun ágúst en umsóknarfrestur var til 18. ágúst. Nú tekur við langt og strangt ráðningarferli og því voru störfin auglýst jafnsnemma og raun ber vitni. Í auglýsingunni var gerð krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, góða kunnáttu í íslensku og ensku og hæfni í mannlegum samskiptum. „Við leitum að að fjöl- hæfu, glaðlyndu og skemmtilegu fólki sem hefur náð 23 ára aldri á næsta ári,“ sagði m.a. í auglýsing- unni. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsælt 1.900 vilja sumarstörf flug- liða og flugfreyja hjá Icelandair. 1.900 um- sóknir um sumarstörf  Störf flugfreyja og flugþjóna eftirsótt Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umhverfisráðherra mun skoða það hvort unnt verður að leggja þings- ályktunartillögu um 3. áfanga vernd- ar- og orkunýtingaráætlunar fram á Alþingi fyrir kosningar. Sigrún Magnúsdóttir segist meta það að lok- inni skoðun á tillögum verkefnis- stjórnarinnar hvaða möguleikar séu í stöðunni. Engar breytingar eru á röðun virkjunarkosta og náttúrusvæða í lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga verndar- og orkunýtingar- áætlunar, frá skýrsludrögum sem verið hafa til kynningar hjá almenn- ingi og hagsmunaaðilum í sumar. Stjórnin skilaði tillögunum til ráð- herra við sérstaka athöfn í gær. Átta nýir virkjunarkostir Lagt er til að átta nýir virkjunar- kostir bætist við þá tíu kosti sem fyrir voru í orkunýtingarflokki. Nýju kost- irnir eru Skrokkölduvirkjun, Holta- virkjun, Urriðafossvirkjun, Austur- gilsvirkjun, Austurengjar, Hverahlíð II, Þverárdalur og Blöndulundur. Þeir fela í sér uppsett afl í vatnsafls- virkjunum upp á alls 277 MW, 280 MW í jarðvarmavirkjunum og 100 MW í vindmyllugarði. Í verndarflokk bætast fjögur land- svæði með tíu virkjunarkostum, það eru Héraðsvötn, Skjálfandafljót, Skaftá og Kjalölduveita í Þjórsá. Fyr- ir eru sextán virkjunarkostir á land- svæðum í verndarflokki. Hörð gagnrýni kom á tillögur verk- efnisstjórnar frá því í vor í umsagn- arferlinu, meðal annars frá Orku- stofnun og Landsvirkjun. Verkefnisstjórnin dregur gagnrýnina saman í nýju skýrslunni og svarar. Semur tillögu til Alþingis Þessi verkefnisstjórn er sú fyrsta sem vinnur samkvæmt heildstæðum lögum um rammaáætlun. Sigrún tek- ur fram að hún telji að gott starf hafi verið unnið. Þá sé það einstakt í viða- miklu verkefni að allar tímaáætlanir sem hún hafi lagt upp með formanni verkefnisstjórnar hafi staðist. Ráðherra mun í samvinnu við iðn- aðarráðherra flytja málið til Alþingis með þingsályktunartillögu. Þeir geta gert breytingar en þær þurfa þá að fara í nýtt umsagnarferli. Alþingi tekur endanlega ákvörðun. Metur hvort tillaga verður lögð fyrir Alþingi á haustþingi  Engar breytingar í lokatillögum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar Morgunblaðið/RAX Aldeyjarfoss Lagt er til að vatnasvæði Skjálfandafljóts fari í verndarflokk rammaáætlunar. Hugmyndir hafa verið um virkjun fljótsins í Bárðardal, ofan Aldeyjarfoss. Sú virkjun myndi aðallega hafa áhrif á Hrafnabjargafoss. Tveir fulltrúar í verkefnastjórn 3. áfanga rammaáætlunar skila sér- áliti og leggja til að virkjunarkost- urinn Hólmsárvirkjun við Atley verði færður úr biðflokki í nýting- arflokk. Fulltrúarnir eru Elín R. Líndal frá Sambandi íslenska sveitarfélaga og Helga Barðadóttir sem tilnefnd er af iðnaðarráð- herra. Í sérálitinu segja fulltrúarnir að gerðar hafi verið ítarlegar rann- sóknir á virkjunarkostum í Hólmsá. Kosturinn við Atley hafi verið niðurstaðan. Ítarlegt samráð hafi verið haft við heimamenn og útfærslan hafi verið sett inn í að- alskipulag Skaftárhrepps. Telja þeir að umhverfisáhrif virkjunar- innar og áhrifasvæði hennar yrðu fremur lítil, í samanburði við aðra virkjunarkosti sem fjallað er um. Hólmsárvirkjun í nýtingu TVEIR FULLTRÚAR SKILA SÉRÁLITI Formannafundur Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), sem haldinn var á Barðaströnd í gær, krefst þess að stjórnir og stjórnendur af- urðastöðva dragi boðaðar afurða- verðlækkanir til bænda til baka, áður en „óafturkræf áhrif koma fram í íslenskri sauðfjárrækt og sveitum landsins“. Jafnframt skorar fundurinn á þá sláturleyf- ishafa sem ekki hafa enn gefið út verðskrár að virða „lögmætt og hófstillt“ viðmiðunarverð LS. Viðmiðunarverð LS gerði ráð fyrir 12,5% hækkun afurðaverðs til bænda frá síðasta ári. Norð- lenska, Sláturfélag Vopnfirðinga og SAH afurðir á Blönduósi hafa aftur á móti tilkynnt 10-12% lækkun á dilkaverði. Stórir slát- urleyfishafar, svo sem kjötafurða- stöð KS á Sauðárkróki, Sláturhús KVH á Hvammstanga og SS á Suðurlandi, hafa enn ekki auglýst verðskrár sínar. Sláturtíð hefst hjá Norðlenska 5. september en um miðjan mánuðinn hjá mörgum öðrum. Lækkanir á afurðaverði verði dregnar til baka og sláturhús virði viðmiðunarverð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.