Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Styrkur Jón Sigurður hefur æft fimleika frá fimm ára aldri og er Íslandsmeistari í fjölþraut karla í fimleikum. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is S igurður Andrés og Jón Sigurður, eða Siggi og Nonni eins og þeir eru ávallt kallaðir, starfa báð- ir sem fimleikaþjálfarar og -dómarar, hafa báðir átt sæti í ís- lenska fimleikalandsliðinu og vinna báðir hjá fimleikadeild Ármanns. Siggi stundar auk þess nám við Fjöl- brautaskólann í Ármúla og Nonni stundar nám í vélaverkfræði við Há- skóla Íslands og djasspíanónám í FÍH. „Svo vinn ég líka á bar. Það er svolítið mikið að gera hjá mér núna en ég get ekki verið án fimleikanna,“ segir Nonni. „Fimleikarnir hafa alltaf verið til staðar og munu alltaf vera til staðar, þó að allt hitt hverfi,“ segir Siggi, sem hefur æft fimleika frá 10 ára aldri. „Ég byrjaði frekar seint, miðað við aðra fimleikamenn.“ Ár- angurinn lætur hins vegar ekki á sér standa, en Sigurður er Íslandsmeist- ari í stökki og á tvíslá í áhaldafim- leikum karla. Nonni hefur æft fim- leika frá fimm ára aldri og er ríkj- andi Íslandsmeistari í fjölþraut karla. „Það eru öll áhöldin saman- lagt, það er gólf, bogahestur, hring- ir, stökk, tvíslá og svifrá,“ segir Nonni, sem er einnig Íslandsmeist- ari í hringjum og á gólfi í einstökum áhöldum. Áhugi eftir Ólympíuleika Fimleikar virðast kannski ekki vera íþrótt fyrir alla við fyrstu sýn en Nonni og Siggi segja hiklaust að allir geti stundað fimleika. Þess vegna ætla þeir að bjóða upp á full- orðinsfimleika í vetur, það er nám- skeið í fimleikum fyrir 18 ára og eldri. Þeir segja að áhuginn sé til staðar, sérstaklega svona stuttu eft- ir Ólympíuleikana. „Það er greini- legt að fólk hefur verið að horfa og við viljum nýta tækifærið og halda áhuganum við,“ segir Nonni. „Ég veit að margt fólk langaði að fara í fimleika þegar það var yngra en fór aldrei og langar að prófa núna,“ seg- ir Siggi. „Eða kannski fólk sem hætti snemma og langar að prófa aftur,“ segir Nonni. Námskeiðið er samt sem áður fyrir alla, hvort sem þeir hafa reynslu úr fimleikaheim- inum eða ekki. „Við kennum öllum. Stefnan er ekki að þjálfa fólk fyrir keppni, heldur er það að mæta fyrir sig. Þetta er frábær líkamsrækt,“ segir Siggi. Fullorðinsfimleikar hafa verið kenndir nokkrum sinnum í gegnum tíðina í Ármanni. Uppruna nám- skeiðsins, að minnsta kosti hjá Ár- manni, má rekja til áhugasamra fim- leikamæðra fyrir nokkrum árum. „Þetta byrjaði þannig að mömm- urnar sem fylgdust með börnum sín- um á æfingum langaði að prófa sjálf- ar og höfðu samband við einn þjálfarann, sem tók vel í þessa hug- mynd.“ Hraði, hlaup og hin ýmsu stökk einkenna fimleika og eflaust hræð- ast margir að steypa sér í fimleika- gryfjuna. Nonni og Siggi segja að óþarfi sé að hræðast æfingarnar en ákveðinn ótti sé þó eðlilegur fylgi- fiskur fimleika. „Við þekkjum það al- veg sjálfir frá því að við vorum litlir að það er ótti í fimleikum, en við er- um með heimsklassa aðstöðu,“ segir Nonni. „Við látum fólk ekki gera neitt sem það er ekki tilbúið í. Það er aðalreglan í fimleikum að þú fram- kvæmir ekki æfingar nema að þú sért með fullkomna stjórn á þeim,“ segir Siggi. Kúnst að kunna að detta Námskeiðið er mjög fjölbreytt. „Við erum að þjálfa vöðva sem fólk hefur yfirleitt lítið notað,“ segir Nonni. Þeir segja að námskeiðið sé fyrst og fremst til að koma til móts við áhuga fólks og forvitni. „Við er- um ekki að stefna á Ólympíuleikana en ég veit um marga sem eru komnir með leið á hefðbundinni líkamsrækt og vilja auka þrek og liðleika á sama tíma og þeir gera eitthvað flott, eins og til dæmis eitthvað sem þeir sáu í sjónvarpinu,“ segir Siggi. „Ég hef einnig heyrt að fólk vilji koma í fim- leikana til að læra að detta,“ bætir hann við. „Að detta snýst um við- brögð og rýmisgreind. Maður dettur oft á hverjum degi í fimleikum,“ seg- ir Nonni. Er námskeiðið þá tilvalið fyrir klaufa? „Já, það má kannski segja það,“ segir Nonni og hlær. „En ég hef einnig heyrt frá öðru íþrótta- fólki að það sé gagnlegt að læra að detta. Hér er allavega nóg af dýnum þannig að enginn ætti að meiða sig,“ segir Siggi. Félagarnir eru báðir vanir að þjálfa börn, en ætli það sé einhver munur á að þjálfa þau og fullorðna? „Já, fullorðnir eru viðkvæmari en börnin, líkamlega, en þeir skilja fyrirmæli betur,“ segir Nonni. „Full- orðnir hlaupa líka ekki eins mikið út um allt og krakkarnir,“ segir Siggi og hlær. Námskeiðið er kennt þrisvar í viku, einn og hálfan tíma í senn. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Íþróttafélagi Ármanns eða hafa beint samband við Nonna eða Sigga á Facebook. Fyrsta æfing verður 5. september og er hún opin öllum. „Það er aldrei of seint að byrja, fim- leikar eru fyrir alla,“ segir Siggi. Strákarnir leyna á sér Siggi og Nonni leggja sjálfir mikla áherslu á áhaldafimleika. „Það er held ég eina íþróttin þar sem karl- ar og konur eru ekki að gera sömu hlutina. Karlarnir eru með sex áhöld en konurnar með fjögur. Bara tvö af þessum áhöldum eru sameiginleg, gólf og stökk. „Þetta er sitt hvor íþróttin í rauninni. Hvernig við ætl- um að tækla það í vetur mun bara koma í ljós. En ef stelpurnar vilja prófa strákaáhöldin, til dæmis boga- hestinn, og öfugt munum við auðvit- að kenna þeim það,“ segir Siggi. Félagarnir munu einnig vinna að sínum eigin markmiðum í vetur, en Nonni er með háleitt en raunhæft fjögurra ára markmið. „Ég komst ekki á Ólympíuleikana í Ríó þannig að ég ætla að reyna mitt besta til að komast til Tókýó 2020.“ Þeir eru sammála um að karlafimleikar séu á mikilli uppleið hér á landi, þótt meira sé fjallað um kvennafimleik- ana þessa stundina. „Eðlilega kannski, þar sem núna komst ís- lensk fimleikakona í fyrsta skipti á Ólympíuleikana og kvennalands- liðið hefur verið að gera góða hluti, en við strákarnir leynum á okkur,“ segir Siggi að lokum áður en þeir félagarnir halda saman á tveggja tíma áhaldafimleika- æfingu. Að henni lokinni er svo komið að jafn langri loftfimleika- æfingu. Fimleikarnir verða alltaf til staðar Fimleikar spila stórt hlutverk í lífi Jóns Sigurðar Gunnarssonar og Sigurðar Andrésar Sigurðarsonar. Jón er Íslandsmeistari í fjölþraut karla og Sigurður er Íslandsmeistari í stökki og á tvíslá. Vinirnir hafa einnig nýtt fimleikahæfileikana í að sýna listir sínar með Sirkus Íslands og í haust ætla þeir að dreifa gleðinni enn frekar með því að bjóða upp á námskeið í fullorðinsfimleikum. Morgunblaðið/Þórður Leikni Sigurður Andrés hefur stundað fimleika frá 10 ára aldri og er Íslandsmeistari í stökki og á tvíslá. Siggi og Nonni segja fimleikagrunninn vera góðan grunn fyrir hinar og þessar íþróttir. Þeir bjuggust þó ekki við að enda báðir í sirkus, hvað þá á Íslandi. „Sirkus Íslands hefur æft í Ármanni frá 2007. Ég prófaði nokkrum sinnum að kasta boltum og datt inn í þetta,“ segir Siggi. Nonni hefur sýnt með sirkusnum í tvö ár. „Fimleikar og sirkus spila saman. Cirque du soleil eru að auglýsa á stór- mótum eftir fimleikafólki. Það er til dæmis ein úr Cirque du soleil að kenna okkur, sem er mjög spennandi. Þetta er ákveðin list, fimleikar heita jú artistic gymnastics eða gym- nastique artistique,“ segir Nonni með óaðfinnanlegum frönskum framburði. Frá gólfinu yfir í sirkus SIRKUS ÍSLANDS List Siggi á vor- sýningu Ármanns. Aðventudýrð í Veróna 4. - 11. desember Njóttu aðventunnar á Ítalíu. Yndisleg ferð til rómantísku borgarinnar Verona að vetrarlagi. Skoðaðir verða ýmsir fallegir staðir í nágrenni borgarinnar og endað á klassískum jólamarkaði í München í Þýskalandi. Einstök aðventuferð, jólastemmning og fagrir staðir. Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör eh f.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.