Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Vinsælt hótel á einstökum stað í nálægð við höfuðborgarsvæðið.
Velta eins og um hótel í höfuðborginni sé að ræða.
• Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa
möguleika til þróunar.
• Stöndug heildsöluverslun með sérhæfðar vörur fyrir byggingar-
iðnaðinn í mjög góðu og stóru eigin húsnæði á besta stað í borginni.
Velta 300 mkr. og afkoma góð.
• Öflugt og vel tækjum búið fyrirtæki sem sér um ræstingu
atvinnuhúsnæðis.
• Bílaleiga með á annað hundrað bíla og fína aðstöðu. Sala mikil í
gegn um eigin vefsíðu. Góð EBITDA.
• Lítil vinsæl pizzakeðja á höfuðborgarsvæðinu. Miklir
vaxtarmöguleikar.
• Matvöruverslun á Austurlandi. Löng og góð rekstrarsaga.
• Veitingastaður á Stór-Reykjavíkursvæðinu í eigin húsnæði sem leggur
áherslu á hádegismat og er aðeins opinn að degi til. Tækifæri fyrir
t.d. duglegan matreiðslumann að þróa frekar eftir eigin höfði.
• Gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika
fyrir áhugasaman, nýjan eiganda.
• Fasteignafélag með 27 nýjar stúdíóíbúðir í langtímaleigu. Góðar og
stöðugar tekjur. Hagstætt verð.
• Traust sérverslun með góða afkomu sem býður upp á allt í sambandi
við rafmagnið. Velta 80 mkr. og góð afkoma.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
VIÐTAL
Guðrún Vala Elísdóttir
vala@simenntun.is
Dawid og Agnieszka Dawbrowski
komu til Íslands í október 2006 eins
og fjölmargir aðrir Pólverjar á þeim
tíma. Erindið var að sjálfsögðu að
vinna hérlendis, en þau vissu ekki
margt um landið áður en þau komu
annað en að hér væri kalt.
Dawid fékk vinnu í byggingariðn-
aði og Agnieszka á leikskóla og þau
settust að í Borgarnesi. Hér bjuggu
þau í fimm ár en eru flutt aftur til
Póllands, þar sem þau búa ásamt
tveimur börnum sínum, Lukasz og
Sosju, í bænum Tarnowskie Góry
sem er rétt norðan við Katowice.
Fréttaritari leit við hjá þeim í Pól-
landi í sumar og forvitnaðist um líf
þeirra eftir veruna á Íslandi.
„Okkur líkaði vel að búa á Íslandi,
fólkið þar er opið, hjálpsamt og af-
slappað. Þar er minna stress en hér.
Landslagið er auðvitað stórkostlegt
og frábært að búa í svona mikilli ná-
lægð við náttúruna. Auk þess er
kynding húsa ódýr og heita vatnið er
dásamlegt, sérstaklega líkaði okkur
heitu pottarnir á Íslandi.“
Þau segjast þó aldrei alveg hafa
vanist lyktinni af vatninu frekar en
veðurfarinu.
,,Á Íslandi er of lítið sólskin og oft
rok, og það er nú eiginlega vindurinn
sem minnir okkur mest á Ísland. Svo
var verð á ýmsum vörum alveg ótrú-
lega hátt og okkur fannst innfluttir
ávextir bragðast ólíkt því sem við átt-
um að venjast. En auðvitað er það
einstök reynsla að hafa búið á Íslandi
og mjög jákvæð.“
Launin tvöfalt hærri á Íslandi
Þau eru sammála um að lífsskil-
yrðin hafi verið góð. „Launin á Ís-
landi voru alveg tvöföld á við launin
hér og möguleiki á að margfalda þau
ef maður vann yfirvinnu, en eftir
hrunið breyttist það og varð ekki
mikið betra en í Póllandi. Hins vegar
er velferðarkerfið mun betra á Ís-
landi.“
Ásamt því að vinna fulla vinnu á
leikskólanum og vinna aðra hvora
helgi í Hyrnunni kenndi Agnieszka
fimleika í Borgarnesi og var í fjar-
námi við háskóla í Póllandi. Hún
flaug út á á nokkurra vikna fresti á
hverri önn til að taka próf og skila
verkefnum og lauk á endanum
meistaraprófi í bókhaldsfræðum. Da-
wid spilaði og æfði knattspyrnu með
Skallagrími og bæði lyftu þau lóðum í
íþróttahúsinu. Það má því segja að
þau hafi haft nóg að gera.
En hvernig gekk þeim að læra ís-
lensku? Agnieszka segist hafa lært
talsvert í íslensku þegar hún vann á
leikskólanum.
„Ég tók nokkur íslenskunámskeið
hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vest-
urlandi sem nýttust vel og ég tala ís-
lensku ennþá ef ég fæ tækifæri til,“
segir hún, en Dawid fór á nokkur
námskeið líka og vann með Íslend-
ingum. „Í fótboltanum lærði ég alls
konar týpísk fótboltaorð, en fæst
annað situr eftir. Íslenskan er ólík
okkar málumhverfi og það var ekki
auðvelt að læra hana,“ segir Dawid.
Heimþrá eftir fæðingu sonarins
Eftir hrunið var eins og áður sagði
ekki svo mikill munur lengur á laun-
unum og þau fóru að velta því fyrir
sér að fara aftur til Póllands.
„Við hugsuðum um hvað við fengj-
um út úr því að vera lengur, þetta
snýst jú oftast um peninga, en tíminn
líður hratt og við urðum að ákveða
hvað við ætluðum með framtíð okkar
og tryggja hana sem best. Við urðum
að ákveða okkur og það var annað-
hvort að setjast að á Íslandi eða snúa
aftur heim. Það sem gerði útslagið
var fæðing Lukaszar sonar okkar, en
eftir að hann fæddist fengum við
mikla heimþrá og söknuðum fjöl-
skyldunnar heima. Við vildum að
hann fengi að kynnast fólkinu sínu,
og við vildum ekki heldur missa af
ýmsum fjölskylduviðburðum enda
mikil vegalengd frá Íslandi til Pól-
lands. Þetta var ekki auðveld ákvörð-
un, sérstaklega þegar maður er bú-
inn að vera lengi og er orðinn hluti af
samfélaginu eins og við vorum orðin í
Borgarnesi.“
Þau fluttu heim til Póllands í októ-
ber 2011 og höfðu þá búið á Íslandi í
fimm ár. „Það var góður skóli að vera
á Íslandi og okkur finnst við hafa
styrkst við þá reynslu. Ef þú getur
lært íslensku getur þú gert allt sem
þú vilt,“ segja þau brosandi. „En það
var alls ekki auðvelt að byrja að
vinna á vinnustað þar sem enginn
skilur málið þitt og maður skilur ekki
mál samstarfsmannanna. Eins er
erfitt að búa þar sem ríkir kolniða-
myrkur á veturna, en við erum bara
sterkari eftir þetta og margt er okk-
ur auðveldara viðfangs núna.“
Margt hefur breyst í Póllandi
„Okkur leið vel að koma til baka,
að hitta alla aftur og hér eigum við
heima,“ segja þau. Agnieszka fór að
vinna við bókhald, en hún hafði eins
og áður segir lokið háskólanámi.
Dawid fékk vinnu sem verkefnastjóri
hjá stóru fyrirtæki sem sér um ýms-
ar tæknilausnir í stóriðju, og nýtir
þar menntun sína í verkfræði.
„Við höfum það nokkuð gott og eft-
ir að yngra barnið okkar fæddist,
hún Sosja, ákváðum við að byggja
okkur hús með litlum garði þar sem
börnin gætu leikið sér úti og við
ræktað matjurtir til heimilisins. Það
var fyrir tveimur árum og við erum
enn að vinna við það allt saman.“ Þau
hafa byggt húsið að mestu leyti sjálf
ásamt hjálp frá föður Agnieszku.
Þau segja að margt hafi breyst í
Póllandi á síðustu árum.
„Til dæmis má segja að hér hafi
orðið nokkurs konar pólitískur jarð-
skjálfti, ríkisstjórnin hefur of mikil
völd og stjórnarandstaðan hefur ekki
nægilega mörg atkvæði til að stoppa
nein mál. Við vonum að eitthvað
breytist til batnaðar fyrir hinn al-
menna borgara en þangað til getum
við að minnsta kosti glaðst yfir góðu
gengi í pólska fótboltanum, en lands-
liðið er orðið mjög sterkt alveg eins
og íslenska liðið.“
Agnieszka og Dawid vilja koma til
skila þakklæti af öllu hjarta til allra á
Íslandi sem studdu þau og hjálpuðu
þeim. „Við munum aldrei gleyma
tímanum sem við áttum þar eða fólk-
inu sem við kynntumst og erum
þakklát fyrir þann tíma sem við átt-
um saman, mikilvæga reynslu og
menntun.“
Einstök reynsla og mjög jákvæð
Ung hjón fluttu aftur til Póllands eftir fimm ára dvöl í Borgarnesi Góður skóli að vera á Íslandi
Lífsskilyrðin góð en of lítið sólskin og of mikið rok Líður vel í Póllandi og hafa byggt þar hús
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Pólland Hjónin Agnieszka og Dawid Dawbrowski við eldhúsborðið á heimili sínu í Póllandi, sem þau reistu eftir að
hafa flutt aftur heim að lokinni dvöl á Íslandi frá 2006 til 2011. Bjuggu þau í Borgarnesi og rifja hér upp dvölina.
Ánægð Börnin Sosja og Lukasz Dawbrowski glöð með „þjóðarrétt“ Íslend-
inga, Prins póló. Lukasz fæddist á Íslandi en Sosja í Póllandi.
Heimilið Húsið sem Dawid og Agnieszka reistu sér í bænum Tarnowskie
Góry, rétt norðan við Katowice, eftir að hafa komið aftur heim til Póllands.