Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Skoðaðu húsið nánar á fasteignavef mbl.is og fáðu söluyfirlitið sent sjálfkrafa. Síminn okkar er 515 4500 og netfangið nyhofn@nyhofnfasteignir.is Löggiltir fasteignasalar | Lárus Ómarsson og Þórður H. Sveinsson Nýhöfn faste ignasa la ı Borgar túni 25 ı 105 Reyk jav ík ı S ími 515 4500 ı www.nýhöfn. i s Fallegt einbýli á besta stað Vesturgata 41 I 101 Reykjavík Vesturgata 41 er fallegt einbýlishús í hjarta borgarinnar. Húsið, sem er um 390 fermetrar, hefur verið mikið endurnýjað en í því eru tvær íbúðir með samtals 14 herbergjum. Mjög skemmtilegur 60 fermetra sólpallur er á annarri hæð með flottu útsýni. Þetta er einstakt tækifæri til að eignast þessa fallegu fasteign á eignalóð í miðbæ Reykjavíkur. Sérinnkeyrsla er meðfram húsinu og einkabílastæði á lóðinni aftan við húsið. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú hafa forystumenn ríkisstjórnar- innar og forseti Alþingis kunngjört að yfirstandandi Alþingi, 145. löggjaf- arþingið, verði framlengt um óákveð- inn tíma en til stóð að því lyki 2. sept- ember nk. Kosningar til Alþingis eru áformaðar 29. október. Af ummælum nokkurra þing- manna stjórnarandstöðunnar má ætla að þessi ákvörðun hafi komið þeim á óvart. Reyndar hafði Morg- unblaðið birt frétt um þessar fyr- irætlanir 10. ágúst sl. og nokkrir miðlar tóku þá frétt upp. Þá upplýstu Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson á Alþingi í fyrradag að þeir hefðu í viðræðum við forystu- menn stjórnarandstöðuflokkanna í sumar kynnt áformin. „Á fundi með formönnum flokkanna sem ég og fjármálaráðherra áttum í aðdraganda þingsins kynntum við þær hug- myndir að fresta samkomudegi þingsins, halda áfram þingstörfum fram í september, hugsanlega út september og lengur ef þurfa þykir með þeirri niðurstöðu að kjósa í lok október,“ sagði forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, brást illa við þessum tíðindum á Alþingi í fyrradag og sagði m.a: „Hér hefur verið unnið vel en á sama tíma gerist það núna í óundirbúnum fyrirspurnatíma að hæstv. forsætisráðherra, sem er for- ustumaður framkvæmdavaldsins, lætur eins og starfsáætlun Alþingis sé einskis virði, sé ekki pappírsins virði. Hann kemur hingað inn og til- kynnir Alþingi það og forseta þar á meðal að til standi að funda hér ein- hverjum vikum saman eftir að starfs- áætlun Alþingis er lokið. Þetta er ótækt. Þetta er hegðun fram- kvæmdavaldsins sem er á kostnað virðingar Alþingis. Ég legg áherslu á að við gætum mjög vel að þessu þeg- ar við hittumst hér á eftir að þetta er ótækt. Alþingi þarf að gæta að virð- ingu sinni og gera framkvæmdavald- inu mjög ljóst að starfsáætlun Al- þingis er pappír sem skiptir máli.“ Og Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði við sama tækifæri að forsætisráðherra væri „að þvæla málum fram yfir áætluð þinglok til þess að geta tafið kosn- ingabaráttuna, til þess að koma í veg fyrir það að kosningabaráttan geti hafist.“ Þingrofið í mars 2009 En spólum nú nokkur ár aftur í tímann eða til 13. mars 2009. Þann dag las Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra ríkisstjórnar Samfylk- ingar og Vinstri grænna forsetabréf um þingrof og að kosningar skuli fara fram 25. apríl það ár. Jóhanna sagði í ræðu sinni að það væri sjálfstæð ákvörðun hvenær fundum Alþingis yrði frestað fyrir kosningar. Síðan sagði Jóhanna: „Nær öll þau mál sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að fá afgreidd hafa nú verið lögð fram. Fyrir liggur að stjórnmálaflokkar hafa mismunandi sýn á hversu lengi þingið á að starfa á þessu vori og hvaða mál séu brýnust. Ég legg áherslu á að öll brýn mál þarf að af- greiða áður en þingi verður frestað. Þar er m.a. um að ræða mál sem varða stuðning við heimilin í landinu og atvinnulífið og endurreisn fjár- málakerfisins, auk frumvarps til laga um breytingar á kosningalögum og stjórnarskipunarlögum sem flutt eru af fulltrúum fjögurra flokka. Listi yfir þau mál sem ólokið er hefur verið kynntur formönnum stjórnmála- flokka og jafnframt var þeim greint frá því að ef til vill gætu örfá mál bæst á þann lista. Ég vil undirstrika að þessi mál eru öll afar mikilvæg og þeim þarf að ljúka. Því er mikilvægt að þing starfi þangað til þau eru orðin að lögum.“ Við sama tækifæri sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, sem var í stjórnarandstöðu, að flokkurinn gerði athugasemdir við þau áform ríkisstjórnarinnar að ætl- unin væri að þingið starfaði jafnvel vikum saman eftir að tilkynning hefði verið lesin upp á Alþingi um þingrof og kosningar. Það væri óeðlilegt. „Hins vegar er það ekki þannig að þingið geti ekki setið eins og nú er ráðgert að það geri. Þingið hefur heimildir til þess. Lögfræðilega er það leyfilegt en pólitískt er það ekki eðlilegt vegna þess að gera verður ráð fyrir því að frambjóðendur til Al- þingis, stjórnmálaflokkarnir og allir aðrir sem láta sig þau mál varða hafi eðlilegan undirbúningstíma í aðdrag- anda kosninga. Kjósendur eiga líka rétt á því. Núna er tími prófkjara og forvala í flokkunum, lands- fundir eru fram undan í þremur eða fjórum stjórnmálaflokkum og ekki er hægt að bjóða upp á það að þingið sé hér að störfum meðan slíkar samkomur eru að störfum. Það er líka ástæðulaust, virðulegi forseti, vegna þess að hægt er að ljúka þingstörfum á mjög stutt- um tíma ef vilji er fyrir hendi,“ sagði Geir m.a. Örstutt kosningabarátta Reyndin varð sú Alþingi starfaði fram til 17. apríl, þ.e. í meira en mán- uð fram yfir útgáfu þingrofsboðskap- ar. Þingstörfum var því frestað að- eins rúmri viku fyrir kjördag 25. apríl 2009. Aðdragandinn að kosningunum nú er því svipaður og vorið 2009. For- ystumenn ríkistjórnarflokkanna vilja lengja þingið til að klára brýn mál en stjórnarandstaðan telur það óþarft. Það sem hefur breyst er að það hafa orðið hlutverkaskipti milli flokkanna á Alþingi. Skipt um hlutverk á Alþingi  Stjórnarandstaðan bregst illa við áformum um að framlengja starfsáætlun Alþingis  Þessir sömu flokkar töldu brýnt að lengja þingið í aðdraganda kosninganna 2009  Brýnt að klára mikilvæg mál Morgunblaðið/Golli Umræður á Alþingi 2009 Jóhanna Sigurðardóttir sat kankvís í stóli for- sætisráðherra í þingsölum þegar Geir H. Haarde flutti ræðu sína. Það var heitt í kolunum í þingsal þegar fundum Alþingis var frestað 17. apríl 2009 eins og sjá má í end- ursögn af ræðu Bjarna Benedikts- sonar á vef Alþingis. „Virðulegi forseti. Meginatriði málsins er þetta: Ástandið í dag er verra en það var þegar ríkis- stjórnin tók við. Það er alveg rétt hjá hæstv. fjármálaráðherra, það hefði verið betra að nýta tímann til að bæta ástandið fram að kosn- ingum. Það er nákvæmlega það sem við sögðum í lok janúar þegar ríkisstjórnin sprakk: Nú þarf að grípa til aðgerða til að bæta ástandið. Niðurstaðan af þessum leiðangri minnihlutastjórnarinnar er sú að ástandið hefur versnað þannig að tímanum hefur verið illa varið og það er meginatriði máls- ins. Tímanum í þinginu hefur m.a. verið varið (LB: Í málþóf.) í að setja ný met. [Háreysti í þingsal.] Virðu- legi forseti. Það hafa verið sett met hérna, hvert metið á fætur öðru. (Gripið fram í: Í málþófi.) Sá sem á Íslandsmetið í málþófi (Gripið fram í.) situr hér sem hæstv. forsætisráðherra. Það met verður aldrei slegið. [Háreysti í þingsal.] Virðulegi forseti. (Forseti hringir.) (Forseti (GuðbH): Forseti biður hv. þingmenn að gefa ræðumanni tækifæri til að flytja mál sitt.) Virðulegi for- seti. Tímanum hefur verið illa varið í að reyna að keyra hér í gegn mál í ágreiningi sem þjóðin bíður ekki eftir. Þjóðin bíður eftir lausnum fyrir fyrirtæki og heimili. Ríkisstjórnin hefur þess í stað ákveðið að verja tímanum í að setja ný met. Fjöldi næturfunda dag eftir dag, (Gripið fram í.) ný met á því sviði. (Gripið fram í.) Nýtt met (Gripið fram í: Leyfa sjálfstæðismönnum …) í fjölda daga sem líður frá lokum þing- halds til kosninga. Og það átti líka að rjúfa 50 ára hefð (Gripið fram í.) hvað það snertir að gera ekki breytingar á stjórnarskránni nema að höfðu samráði við alla flokka. Þetta er það sem ríkisstjórnin hef- ur verið að gera, þess vegna hefð- um við betur gengið til kosninga strax (Forseti hringir.) (Gripið fram í: Nú?) í stað þess að gera ástand- ið verra en … [Háreysti í þingsal.] “ Jóhanna Sigurðardóttir svaraði Bjarna og sagði m.a.: „Virðulegi forseti. Ég veit hreinlega ekki í hvaða veröld hv. þm. Bjarni Bene- diktsson lifir eða hvar hann hefur haldið sig frá 1. febrúar.“ „Háreysti í þingsal“ HEITT Í KOLUNUM VIÐ ÞINGFRESTUN 2009 Bjarni í umræðum í þinginu 2009.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.