Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 slá sig út af laginu. Þegar sömu blaðamenn sendu á þau spurningar í kjölfar viðtalsins ákváðu þau að svara þeim skilmerkilega og sýna fram á að það væri óeðlilegt að draga upp þá mynd af þeim að þau hefðu reynt að stinga eignum sínum undan skatti. „Þarna taldi ég enn eitt kjaftamálið farið af stað og að enn einu sinni ætti núna að gera eitt- hvert mál úr þessum eignum mínum. Þess vegna skrifaði ég þessa facebook færslu og ég gerði mér ekki í hugarlund hversu umfangs- mikil þessi umfjöllun öll átti eftir að verða. Sænsku blaðamennirnir sendu okkur svo upp- lýsingar um að þeir væru í rannsókn á þessu máli og Panamaskjölunum. Þeir voru með lang- an spurningalista sem þeir þyrftu að fá svör við. Á þeim tímapunkti þegar þessar spurningarnar bárust gerðum við þau mistök að trúa þeim og halda að þarna væri verið að reyna að komast að kjarna og sannleika málsins.“ Töldu svörin varpa réttu ljósi á málið Margir hafa velt fyrir sér af hverju Sigmund- ur Davíð, margreyndur maður úr fjölmiðlum og pólitík, hafði ekki frumkvæði af því að greina frá viðtalinu við sænsku sjónvarpsmennina og greina frá því sem þeirra fór á milli. Anna Sigurlaug segir að þau hjónin hafi einfaldlega talið að svörin sem þau veittu við fyrrnefndum spurningum myndu varpa réttu ljósi á málið. „Sigmundur vildi vaða strax í sjóvarpsmenn- ina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátt- urinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur. Þau virtust engu máli skipta og það þótti greinilega engin ástæða til að draga fram hið rétta í málinu. Það var fyrst og fremst áfall því það staðfesti það sem okkur var farið að gruna að þetta snerist alls ekki um að fá fram hið sanna í málinu. Þetta snerist bara um það að fella forsætisráðherr- ann. Það sáu auðvitað margir sem vildu ná sér niður á manninum sem hafði þvælst, svo eftir var tekið, fyrir kröfuhöfum bankanna og leyst úr stórum málum sem aðrir stjórnmálamenn höfðu gefist upp á að fást við. Miðað við það hversu ljótur leikur þetta var og hvernig þetta teygði sig út fyrir landsteinana þá kæmi mér ekki á óvart þó einhverjir úr hópi kröfuhafanna hafi ýtt undir þessa umfjöllun og séð sér veru- legan hag í því að velta forsætisráðherra lands- ins úr sessi.“ Því hefur verið haldið fram að Sigmundur Davíð hefði átt að gera sérstaklega grein fyrir þeim eignum sem fjallað var um í tengslum við Panamaskjölin og þá ekki síst tilvist félagsins Wintris og einnig þeirri staðreynd að hluti eign- anna lá í kröfum á hendur föllnu viðskiptabönk- unum. „Þetta félag er skráð á mínu nafni og sömu- leiðis þær eignir sem þar eru inni. Við töldum ekki rétt að blanda þeim inn í umræðuna um störf Sigmundar en í því fólst hins vegar engin tilraun til að fela tilvist eignanna. Ég hef enda gert fulla grein fyrir þeim frá upphafi. Við töld- um að þetta skipti ekki máli því hann var að fást við viðfangsefni sem eru svo miklu stærri og meiri en nokkru sinni þeir hagsmunir sem ég hef af þessum kröfum sem ég átti á bankana. Tap til skamms tíma sem ég sá fram á var létt- vægt í samanburði við baráttuna fyrir hags- munum íslensks samfélags. Þess vegna veltum við því aldrei fyrir okkur í þessum ótrúlegu að- stæðum hvaða áhrif aðgerðirnar sem Sigmund- ur barðist fyrir, og að lokum náði í gegn, myndu hafa á þessar eignir. Það má líka minna á að kröfurnar voru í eðli sínu eins og hverjar aðrar innistæður. Þetta voru einfaldlega peningar sem ég átti hjá bönkunum þegar þeir fóru í þrot. Ég veit ekki til þess að neinn þeirra stjórnmálamanna sem breyttu lögum til að verja þær kröfur, þ.e. inni- stæður, hafi séð ástæðu til að gera grein fyrir því að þeir væru að verja hags- muni sína eða ættingja sinna. Sigmundur var hins vegar að berjast fyrir því að lögum yrði breytt til að ganga á hagsmuni fjölskyldu sinnar.“ Það hefur einnig verið gagnrýnt að þau hjónin hafi kosið að geyma eignir sínar erlendis og utan þeirra gjaldeyr- ishafta sem við lýði eru í landinu. Anna Sigur- laug segir að þau hafi kyrfilega útskýrt hvaða ástæður liggja að baki þeirri ákvörðun að ávaxta fjármunina ekki hér heima. „Við hefðum sannarlega getað komið heim með þessar eignir og nýtt okkur þær leiðir sem færar voru til þess. Við höfum hins vegar verið þeirrar skoðunar að meðan Sigmundur er þátt- takandi í pólitíkinni þá sé það ekki heppilegt og að það myndi orka mjög tvímælis. Það yrði gagnrýnt við hvaða banka ég myndi skipta við og það myndu vakna spurningar um hvaða fyr- irtækjum ég fjárfesti í. Það væri ekki æskilegt að kynda undir slíkri umræðu í samfélaginu. Með því að halda eignunum erlendis erum við að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra sem er eðlilega mjög mikilvægt að gera. Það má hins vegar benda á að sú ákvörðun okkar að halda þessum eignum erlendis hefur í raun kostað okkur mjög mikið. Það hefur til dæmis gerst að eigninar hafa rýrnað vegna styrkingar krón- unnar og lítillar ávöxtunar saman borið við þá háu verðtryggðu vexti sem fjármagnseigendur njóta á Íslandi á kostnað skuldsetts fólks. Styrkingu krónunnar má líka rekja með einum eða öðrum hætti til ákvarðana sem Sigmundur hefur tekið fyrir hönd þjóðarinnar og ætti að sýna fram á að hann hefur í öllu tilliti tekið heildarhagsmuni samfélagsins fram yfir ein- hverja einkahagsmuni.“ Lítill áhugi á staðreyndum málsins Anna Sigurlaug segir að málið hafi reynt gríðarlega á fjölskylduna og að það hafi verið hræðileg upplifun að finna sig vanmáttugan gagnvart allri hinni vægðarlausu umfjöllun sem á eftir fylgdi. Það hafi verið þungbær ákvörðun þegar Sigmundur ákvað að víkja úr embætti forsætisráðherra. „Ég verð að vera alveg hreinskilin með það að ég brotnaði alveg niður þegar þetta varð nið- urstaðan. Mér þótti mjög ósanngjarnt að mað- urinn sem hafði staðið í lappirnar fyrir hönd þjóðarinnar í gríðarlega stórum málum og erf- iðum og náð árangri sem vakið hefur athygli um allan heim, var látinn gjalda fyrir umfjöllun sem ekki stóðst nokkra skoðun. Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu þegar dregin er upp sú mynd af okkur í heimspressunni eins og að við höfum tekið þátt í umfangsmiklum skattalaga- brotum. Þá situr maður eftir og það skipti engu máli hvað maður sagði eða reyndi að útskýra. Það hafði enginn áhuga á því að heyra sannleik- ann í málinu og það er hræðileg tilfinning. Það segir sína sögu að erlendir fjölmiðlar hafa birt greinar í kjölfar þessa alls þar sem þeir varpa ljósi á að það hafi ekki verið nein innistæða fyrir þeim ásök- unum sem haldið var fram gegn okkur. Guardian benti líka á strax í upphafi að ekki hefðu komið í ljós nein merki um skattsvik eða annað misferli. Sú umfjöll- un hefur hins vegar ekki fengið neina athygli og þeir sem hæst láta hafa engan áhuga á því að taka þessi sjónarmið til greina. Það þjónar ekki málstaðn- um og markmiðinu.“ Hún segir að málið hafi reynst sér meira áfall en hún hafi áttað sig á í fyrstu en að lokum hafi hún tekið ákvörðun um að leita sér aðstoðar fagaðila og þá hafi stuðningur fjölskyldunnar reynst mjög mikils virði. Þau hafi staðið saman í gegnum þetta og ákveðið að láta málið ekki beygja sig til langframa. Hún segist styðja eig- inmann sinn áfram í stjórnmálabaráttunni og að hann eigi enn eftir að leysa stór og mikil verk- efni á þeim vettvangi. „Sigmundur hefur brennandi áhuga á pólitík- inni og þeim málefnum sem þar eru til úrlausn- ar. Eins og margir vita þá er hann mjög ákafur þegar hann er kominn af stað í ákveðin mál. Hann hefur sterkar skoðanir á því hvað gera þurfi og ég finn á honum að hann hefur áhyggj- ur af því að stór og mikilvæg mál verði ekki leidd til lykta nema rétt verði haldið á þeim. Hann telur mjög mikilvægt að koma á og tryggja stöðugleika hér á landi og að íslenskt samfélag geti að fullu tekið þátt í alþjóðahag- kerfinu. Í mínum huga verður hann að halda baráttunni áfram og ég er sannfærð um að margir eru mér sammála um það.“ Anna Sigurlaug hefur fylgt manni sínum eftir í pólitíkinni og segir að það hafi verið lærdóms- ríkt og gefandi. „Aðstæður okkar hafa gert mér kleift að fylgja honum á ferðum um landið og í þeim er- indum sem hann hefur sinnt erlendis. Við erum þakklát fyrir það en þetta hefur líka verið mín leið til að gefa okkur meiri tíma saman. Það var alveg ljóst að formennska í Framsóknarflokkn- um og starf forsætisráðherra ekki síður er meira en fullt starf og hann er einfaldlega alltaf í vinnunni með einum eða öðrum hætti. Þess vegna hefur það reynst mjög gott að ég hafi fylgt honum eftir á ferð um landið eða jafnvel stöku sinnum til útlanda í stað þess að bíða eftir honum heima. Þá hefur dóttir okkar fylgt okkur í nokkrar ferðir og þannig hefur fjölskyldan náð að vera saman. Við höfum farið um og kynnst ótrúlegum fjölda góðs fólks og eignast marga góða vini. Það hefur líka verið mikil og góð reynsla að kynnast því mikla starfi sem haldið er uppi í félögum framsóknarfólks um landið. Þetta er ekki allt gallhörð pólitík heldur er þetta dýrmætt og gott félagsstarf í víðari skiln- ingi.“ Aukin harka í íslensku samfélagi Anna Sigurlaug segir að síðustu ár hafi reynst henni lærdómsrík en að hún sjái ákveðin hættumerki í íslensku samfélagi sem taka þurfi alvarlega. „Það eru mál sem brenna á mér í kjölfar þeirrar reynslu sem ég hef öðlast á þessum ár- um sem Sigmundur hefur setið á þingi og verið í ráð- herraembætti. Þau snúa að þeirri ofboðslegu hörku og jafnvel grimmd sem hlaupin er í samfélagið á mörgum sviðum. Það virðist sem þetta hafi sprottið upp í tengslum við samfélags- miðlana og netið. Bak við tölvuskjáina er hægt að láta margt flakka en þetta teygir sig einnig inn í þingið og á fleiri staði. Þar ræðst samstarfsfólk til dæmis mjög harkalega og persónulega á hvert annað og þetta á sér birtingarmyndir víð- ar. Það er eins og að það sé gefið skotleyfi á það fólk sem býður sig fram og nánast gengið út frá því að þeir sem bjóði fram krafta sína í stjórn- málum hafi einhverjar annarlegar hvatir að baki.“ Spurð út í hvaða áhrif hún telji þetta hafa á samfélagið segir hún að aðgangsharkan dragi úr vilja fólks til að leggja sín lóð á vogarskál- arnar á opinberum vettvangi. „Maður heyrir það víða að fjölskyldufólk sé farið að veigra sér við því að taka þátt í pólitík og það er mjög vond þróun. Ég hef hins vegar fullan skilning á því og ég held að það hljóti að vera hræðilegt fyrir fólk með börn á unglings- aldri sem fylgist með á netinu og geti lesið blöð- in. Við Sigmundur höfum verið heppin með að dóttir okkar sem er fjögurra ára skilur ekki það sem í gangi er og er ekki að velta sér upp úr öll- um þeim ömurlegu skrifum sem finna má á netinu um okkur.“ Fjárkúgunarmál angi af þróuninni Um mitt sumar í fyrra bárust fréttir af því að tvær konur hefðu verið handteknar í umfangs- mikilli aðgerð lögreglunnar. Í ljós kom að að- gerðirnar tengdust tilraun til fjárkúgunar gagnvart Sigmundi Davíð. Þar var honum og fjölskyldu hans hótað neikvæðri umfjöllun ef hann greiddi þeim ekki háar fjárhæðir. Hótunin barst inn á heimili Sigmundar og Önnu Sigur- laugar og var hún stíluð á hana. „Þegar pósturinn kom inn um lúguna einn daginn hljóp dóttir mín til og sótti hann. Þar var á meðal bréf sem ég tók upp við eldhúsborðið og fyrst fannst mér þetta eiginlega hálfgerð vit- leysa. En lögreglan hafði brýnt það fyrir mér að ef okkur bærust skrítin símtöl eða bréf þá ætt- um við að láta vita. Það var því af hreinni skyldurækni sem ég hafði samband við lögregl- una. Þeir tóku þetta mjög alvarlega og þegar málið vatt upp á sig kom í ljós að það var fullur ásetningur að baki hótuninni. Gerendurnir höfðu meira að segja kannað aðstæður okkar þannig að þær vissu hvar dóttir okkar er á leik- skóla. Þó að þetta mál sé á margan hátt undan- tekning þá er það þó dæmi um það hvað harkan getur verið mikil og mér finnst þetta dæmi um að samfélagið hafi breyst til verri vegar hvað þetta varðar á undanförnum árum.“ Spennandi tímar framundan Spurð út í næstu skref segist hún ætla að standa þétt að baki manni sínum í stjórnmál- unum framundan. Það sé mikilvægt að honum og Framsóknarflokknum vegni vel í kosning- unum sem fyrirhugaðar eru í haust. „Baráttan heldur áfram og þar stend ég með mínum manni. Þá ætla ég áfram að leggja mitt af mörkum á vettvangi Thorvaldsens- félagsins sem sinnir mikil- vægu mannúðarstarfi hér í borginni. Það gefur mér mikið að sinna þessum verkefnum í samfélagi við allar þær góðu konur sem margar hverjar hafa verið þátttakendur í því miklu lengur en ég.“ Hún segist ekki hafa hug á því að breyta um stefnu og taka að fjárfesta í íslensku atvinnulífi á næstunni. „Ég hef ekki hug á því og mín skoðun hefur ekkert breyst að því leyti að ég tel ekki heppi- legt að standa í því á meðan Sigmundur er á sviði stjórnmálanna. Hvað framtíðin ber í skauti sér verður svo bara að koma í ljós. Ég er reynd- ar í einu verkefni hér heima sem kannski má kalla fyrstu fjárfestinguna mína á Íslandi en það er fyrirtæki sem snýst um skartgripa- hönnun. Þar er ég inni sem fjárfestir ásamt frá- bærri listakonu sem ég held að muni gera góða hluti á komandi árum.“ Morgunblaðið/RAX Félag Anna Sigurlaug hefur um nokkurra ára skeið starfað á vettvangi Thorvaldsensfélagsins og fetar þar í fótspor bæði móður sinnar og ömmu. ’ Sigmundur hringdi í mig strax að loknu viðtalinu og honum var greinilega brugðið yfir framkomu sjónvarps- mannanna. ’ Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýnd- ur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.