Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 38
Liturinn er sterkur og skær
Í fjöllum nærri Rangárbotnum hefur mosi náð að festa rætur í skriðum og skorningum fjalla.
Þegar skúrir eða rigning ganga yfir sprettur þarna fram litasinfónínía með fallegum tónum.
Illasúla, sem líkist egypskum píramýda, speglast á fleti Álftavatns. Þeir sem ganga Lauga-
veginn segja að afar fallegt sé að horfa úr Jökultungunum niður að vatninu með fjallið fremst.
ÞJÓÐVEGURINN
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Syðra-Fjallabak heitir einu nafni
leiðin sem hér greinir frá. Ekið er
inn á hálendisveginn við Keldur á
Rangárvöllum og þar svo farið
norður á bóginn um lítt gróið land.
Þetta er 90 kílómetra hringleið,
norður fyrir Tindfjöll þar sem
komið er niður í Fljótshlíðina. En
byrjum við Keldur, en þar skammt
ofan byggðar er Skógshraun, en
örnefnið vitnar um að forðum tíð
hafi þetta svæði verið viði vaxið.
Nærtækt er að ætla að skógarnir
hafi eyðst í eld gosum Heklu, sem
hér blasir við í vestri. Foldgná og
falleg á góðum degi.
Ekið í árfarvegi
Vegurinn inn á Fjallabak liggur
um ása og hryggi – og gjarnan við
hlíðar lágreista fjalla. Staðarheitin
hér eru sum mjög eftirtektarverð.
Á landakorti má sjá Hafrafell,
Grasleysufjöll, Hrauntind, Skyggn-
ishlíðar og -vatn, Launfitjarsand
og Ljósá. Einnig Laufafell og
sunnan þess er Hagafell. Milli
þessara tveggja fjalla er Haga-
fellskvísl, en þar á kafla liggur
Fjallabaksleiðin eftir árfarvegi. Á
stöku stað er reyndar hægt að aka
eftir árbakkanum en oftar þó eftir
miðri streymandi ánni svo allrar
aðgæslu er þörf.
Þegar blaðamaður var á þessum
slóðum var sumri farið að halla og
það gekk á með skúrum. Við slíkar
andstæður fær landið nýjan svip.
Liturinn á grænum mosanum, sem
teygir sig upp eftir hlíðum fella og
ása, verður sterkur og skær. Út-
koman er eins og ljósmynd unnin í
photoshop og jafnvel mætti leggja
þetta að jöfnu við málverk eftir
Tolla Morthens eða verk eftir
Erró: klippimynd í kaosstíl.
Fjórir Ferðafélagsskálar
Eftir akstur um torfærurnar,
um 50 kílómetra leið frá Keldum,
er komið að Álftavatni. Í þessu
umhverfi eru áberandi Stóra-
Grænafell og Illasúla, sem í logn-
inu speglaði sig í fallegu heið-
arvatninu sem er í dal milli hárra
fjalla. Norðan við vatnið standa
reisulegar skálabyggingar Ferða-
félags Íslands og þangað lá leið
gönguhrólfa á Laugaveginum sem
við sáum koma fram Jökultungur
eftir göngu dagsins úr Land-
mannalaugum eða Hrafntinnu-
skeri.
Laugavegsfarar eru að stærst-
um hluta útlendingar, en eftir um-
fjöllun til dæmis í National Geog-
raphic hefur þessi leið komist á
kort heimsvísunnar. Á góðum degi
í sumar hafa um 200 manns á dag
farið um þessa leið og er þá gist í
Ferðafélagsskálunum fjórum sem
þarna eru. Frá Álftavatni og fram
í Fljótshlíð eru rúmir 40 kílómetr-
ar.
Jökulbland í blávatni
Örstutt er milli Álftavatns- og
Hvanngilsskála en algengt er að
Laugavegsfólk gisti í öðrum hvor-
um þeirra skála og næstu nótt í
Emstrum og þrammi svo suður í
Þórsmörk. Raunar hefur hver sinn
háttinn á: margir ganga Laugaveg-
inn á tveimur dögum eða jafnvel
hlaupa á einum. Mikilvægt er þá
að hafa hindranirnar í huga. Rétt
sunnan við Hvanngil þurfa göng-
Hekla
Rangárbotnum
Illasúla
Helgafellskvísl
Markarfljótsbrú
Einheyrningur
Laufafell
Tindfjallajökull
Fljótshlíð
Emstruskáli
Keldur
Fjallabakshringur
1
2
3
4
5
Umhverfis Tindfjöll Frá Keldum í Fljótshlíð Málverk í
landinu Ekið í vatninu Sjóðandi orka en landið í vernd
SJÁ SÍÐU 39
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016
Lengri og hlýrri sumur ráða því að
Fjallabakssvæðið er orðið miklu
grónara en áður. „Ég sé breytingar
ár frá ári og þetta er allt annað
land en þegar ég fór fyrst að flækj-
ast um þessar slóðir, fyrir um fimm-
tíu árum,“ segir Haraldur Magn-
ússon, verktaki og skólabílstjóri á
Hellu.
Blaðamaður hitti Harald á sönd-
unum norðan við Hattfell á Emstr-
um í upphafi fimm daga hesta-
ferðar um þessa slóðir. Fyrsta
daginn reið vinahópurinn af Ein-
hyrningsflötum í Hvanngil, þaðan á
Hungurfit norðan Tindfjalla og þar
var höfð tveggja nátta viðstaða.
Síðasta daginn var svo riðið til vest-
urs þvert yfir Hekluhraun að Svín-
haga á Rangárvöllum, sem er einn
hinna svonefndu Heklubæja.
„Þetta er einstök leið og fyrir
mér er þetta sumarið sjálft,“ segir
Haraldur, sem fer aftur á fjöll eftir
nokkra daga. Ætlar þá með fjall-
mönnum að smala Rangárvallaaf-
rétt; það er svæðið vestan við
Eystri- Rangá ofan við Keldur inn
að Vatnafjöllum. „Margir staðir
þarna innfrá eru mér mjög kærir.
Sérstaklega langar mig að tilgreina
Hungurfit, þar sem ég á hlut í
fjallaskála. Þar er ágæt aðstaða
fyrir bæði menn og hross.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hestamaður Haraldur Magnússon og föruneyti hans. Hattfell í baksýn.
Hestaferð er sumarið sjálft
Í ferðum að Fjallabaki í fimmtíu ár
Gott úrval af svefnsófum 2ja og 3ja sæta með eða án tungu.
Opið virka daga 10 – 18
laugardaga 11 - 15
Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður
Sími 565 4100 - www.nyform.is
Teg. Elsa 3 – 1 – 1 “TÍMALAUS CLASSIC” Teg. Antares 3 – 1 – 1
Teg. Cubo Teg. Como
Teg. Pluto