Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 42

Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég hef alltaf haft gaman af því að taka ljósmyndir og grúska í göml- um myndum. Það getur verið gam- an að ferðast aftur í fortíðina,“ seg- ir Karl G. Smith, sem kominn er á eftirlaun eftir að hafa starfa í Seðlabankanum í 56 ár. Karl ólst upp í Reykjavík en býr nú í Kópa- vogi. Hann bjó lengi á Skólavörðuholt- inu á sínum yngri árum og segist eiga margar góðar og skemmti- legar minningar frá uppvextinum þar. Árið 1969 fékk hann góða myndavél og hélt þá áfram að taka fjölda mynda af mannlífinu og hús- um borgarinnar. Eftir að hann hætti störfum í bankanum hefur meiri tími gefist til að skoða myndasafnið og rifja upp eldri tíð. Segist Karl hafa gert töluvert af því að setja gamlar myndir m.a. inn á ljósmyndavef á Facebook, og þær hafi vakið talsverða athygli. Þá hef- ur hann einnig teiknað eftir göml- um ljósmyndum. Stundum tekur hann upp gamla ljósmynd úr safninu og fer með hana á vettvang til að ná nýrri mynd frá sama sjónarhorni, 40- 50 árum síðar. Þetta hefur hann m.a. gert á Frakkastíg og Hverfisgötu en götumyndin þar hefur tekið mikl- um breytingum á undanförnum árum. „Ég sakna gamla tímans en borg- in þróast og það er ekki alltaf hægt að standa í vegi fyrir breytingum,“ segir Karl en viðurkennir að turn- arnir við Skúlagötu séu ekki fal- legir. Þeir skerði að auki útsýnið af Skólavörðuholtinu út á sundin blá. „Þetta eru sviplaus glerhýsi hlið við hlið. Eitthvað varð þó að gera við svæðið. Götumyndin var ekki falleg áður, þarna blöstu við kofar og braggar á Sláturfélagsreitnum. Kannski er þetta bara eðlileg þró- un,“ segir hann um breytingarnar á Skúlagötu. Karl er jákvæðari gagnvart breytingum á Hverfisgötunni, þær hafi verið til mikilla bóta. Ljósmyndir/Karl G. Smith Frakkastígur 1971 Karl tók þessa mynd ofarlega á Frakkastígnum. Konan á gangstígnum vinstra megin er amma Karls, Soffía Sigurðardóttir, sem bjó í 62 ár á Skólavörðustígnum, á leið í bæinn með poka í hvorri hendi. Hverfisgata 2014 Fyrir tveimur árum, þegar búið var að rífa nokkur hús við Hverfisgötu, var götumyndin svona frá danska sendiráðinu áður en nýtt hótel tók að rísa hröðum skrefum. Frakkastígur 2016 Svona er útsýnið niður Frakkastíginn í dag, þar sem umdeildur turn við Skúlagötu blasir við og skyggir á sýnina á sundin blá. Hverfisgata 2016 Canopy Hilton hótelið risið á Hljómalindarreitnum, milli Hverfisgötu og Laugavegar. Karl var þarna á ferð í sumar þegar gatnaframkvæmdir stóðu hvað hæst. Fangar breytta borgarmynd  Götumynd og útsýni hefur breyst töluvert á Hverfisgötu og Frakkastíg Karl G. Smith www.fr.is FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA 820 8081 sylvia@fr.is Sylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Nemi til lögg.fasteignasala Brynjólfur Þorkellsson Sölufulltrúi Sjöfn Ólafsdóttir Skrifstofa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.