Morgunblaðið - 27.08.2016, Side 48

Morgunblaðið - 27.08.2016, Side 48
48 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Sjóðfélagafundur um sameiningarmál Stafir lífeyrissjóður boðar til sjóðfélagafundar, til þess að kynna fyrirhugaða sameiningu við Sameinaða lífeyrissjóðinn, þriðjudaginn 30. ágúst 2016 kl. 17 á GrandHóteli Reykjavík. Allir sjóðfélagar velkomnir! Stjórn Stafa lífeyrissjóðs Nýr framkvæmdastjóri forsetafram- boðs Donalds Trump, forsetaefnis Repúblikanaflokksins, er skráður á kjörskrá í Flórída þrátt fyrir að hann búi ekki þar. Virðist sem um brot á kosningalögum sé að ræða. Stephen Bannon, sem var ráðinn framkvæmdastjóri framboðs Trumps í síðustu viku, hefur skráð lögheimilið sitt í hús í Flórída sem hefur lengi staðið autt, hafa rann- sóknir The Guardian leitt í ljós. Sam- kvæmt kosningalögum Flórída þurfa þeir sem skrá sig á kjörskrá þar að vera búsettir í ríkinu og gæti það varðað allt að fimm ára fangelsisvist að gefa upp rangar upplýsingar til kjörskrár. The Guardian hefur eftir heimild- armönnum sínum að húsið hafi stað- ið autt síðan fyrrverandi eiginkona Bannons flutti þaðan út fyrr á árinu. Þau hafa verið skilin í sjö ár. Heimildir blaðs- ins herma einnig að Bannon hafi aldrei búið í hús- inu. Flórída verð- ur líklega lykilríki og gæti ráðið miklu í baráttu Trump við Hillary Clinton um forsetaembættið. Í kosningabaráttu sinni hefur Trump haldið því fram að víðtæk kosningasvik eigi sér stað hjá minni- hlutahópum og á svæðum þar sem Demókrataflokkurinn hefur meira fylgi. Trump hefur áður ýjað að því að kosningasvik demókrata gætu jafnvel komið í veg fyrir að hann hafi sigur úr kosningunum. Mögulegt brot á kosningalögum Donald Trump Banni gegn búrkíní-sundfatnaði sem sett var á í bænum Villeneuve-Loubet í Frakklandi var vikið til hliðar af æðsta stjórnsýsludómstóli Frakk- lands. Í röksemdum dómstólsins segir að bannið sé alvarlegt og brjóti bersýnilega gegn grund- vallarréttindum, svo sem trúfrelsi. Stjórnvöld hafa ekki leyfi til að skerða frelsi einstaklingins án þess að sanna að almannahagsmunir krefjist þess. Líklegt er að öll búrkíníbönn í bæjarfélögum Frakklands verði afturkölluð, en dómstóllinn mun taka endanlega ákvörðun um lögmæti bannsins síðar. Þó hafa margir bæjarstjórar í Frakklandi lýst því yfir að bannið muni standa þrátt fyrir niðurstöðu dómsins í gær. Fólk sem hefur verið sektað vegna reglunnar getur kallað eftir endurgreiðslu að sögn lög- fræðings fyrir utan réttarsalinn. AFP Bannað Búrkíní-sundfatnaðurinn var bannaður í ýmsum frönskum bæjum, meðal annars Villeneuve-Loubet. Æðsti stjórnsýsludómstóll Frakklands vísaði banni bæjarins hins vegar frá í gær. Niðurstaðan kann að setja fordæmi fyrir aðra bæi Frakklands sem hafa lagt bann við búrkíní. Búrkíníbannið afturkallað í Frakklandi Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Þúsundir uppreisnarmanna og óbreyttra borgara yfirgáfu sýr- lenska bæinn Daraya eftir fjögurra ára umsátur sýrlenska hersins. Samningar náðust á milli ríkis- stjórnar Bashar al-Assads forseta og andspyrnuhreyfingarinnar í bænum. Daraya er nálægt höfuðborginni Da- mascus og var meðal fyrstu bæja sem gerðu uppreisn gegn stjórn As- sads. „Þetta er erfiðasti tíminn, allir gráta, ungir sem aldnir,“ sagði einn uppreisnarmannanna við AFP, en íbúar Daraya kveðja vini sína og heimili. „Mæður eru að kveðja písl- arvottana í gröfum sínum.“ Tilkynnt var um rýmingu bæjar- ins síðastliðinn fimmtudag á SANA, ríkisfréttastofnun Sýrlands. Í til- kynningunni sagði að sjö hundruð vopnaðir menn myndu yfirgefa Daraya með vopnin sín og halda til borgarinnar Idlib, sem lýtur stjórn andspyrnuhreyfingarinnar. Upp- reisnarmönnunum var gerð sú- skylda að láta annan vopnabúnað í hendur sýrlenska hersins. Einnig verða 4.000 óbreyttir borgarar að yf- irgefa bæinn og verða sendir til Da- mascus. Bærinn lagður í rúst Ákveðið var að rýma bæinn sökum versnandi aðstæðna. „Það er ekki lengur hægt að búa í bænum, hann hefur verið lagður í rúst,“ sagði áð- urnefndi uppreisnarmaðurinn. Daraya hefur verið sem birting- artákn uppreisnarinnar sem hófst í formi saklausra mótmæla gegn stjórn Assads og varð að stríði sem hefur kostað yfir 290 þúsund manns lífið. Sýrlenska ríkisstjórnin hefur margsinnis þvingað uppreisnarmenn til þess að gera brottflutningssam- komulag eftir löng umsátur. Tyrkir flækja málin Innrás tyrkneska hersins í Norð- ur-Sýrland í því skyni að berjast gegn Ríki íslams og Kúrdum hefur flækt deilurnar enn frekar. Binali Yidirim, forsætisráðherra Tyrklands, þvertekur fyrir ásakanir um að heraðgerðir Tyrklands í Sýr- landi snúist gegn Kúrdum frekar en- Ríki íslams. „Þeir sem segja þetta vita annaðhvort ekkert um heiminn, eða það er vinna þeirra að segja lygasögur.“ Yfirgefa Daraya eftir fjög- urra ára umsátur hersins  Samkomulag milli ríkisstjórnar Sýrlands og andspyrnuhreyfingarinnar AFP Flutningar Íbúar fluttir úr Daraya. Dómari í Suður- Afríku hafnaði áfrýjun saksókn- ara á dómi yfir hlauparanum Oscar Pistorius. Ákæruvaldið taldi refsinguna of væga, en Pist- orius afplánar nú sex ára dóm fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, á heimili þeirra. Enn getur saksóknari áfrýjað til æðsta áfrýjunardómstóls landsins til að fara fram á þyngri refsingu. Refsing Pistorius var ákveðin í júlí. Var meðal annars litið til þess að Pistorius segist hafa talið sig verið að skjóta innbrotsþjóf við ákvörðun refsingarinnar. Hámarksrefsingin sem hann hefði hlotið var fimmtán ára fangelsi. SUÐUR-AFRÍKA Áfrýjun á refsingu Pistorius hafnað Maður í Toronto er í gæsluvarð- haldi eftir lásbo- gaárás sem varð þremur að bana. Lögreglumenn fóru á vettvang eftir að tilkynn- ing barst um stunguárás. Tvær manneskjur voru þegar látn- ar og lá sú þriðja særð. Lést hann síðar af sárum sínum. Fórnarlömb- in voru tveir karlmenn og ein kona. Kom í ljós að fórnarlömbin hlutu ekki sár sín af stungum, heldur lásbogaörvum og lá lásbogi skammt frá. Að sögn lögreglufull- trúa er ásetningurinn enn óljós. KANADA 3 látin eftir lásbo- gaárás í Toronto Rodolfo Illanes, aðstoðarmaður innanríkisráð- herra Bólivíu, var barinn til bana af námu- mönnum í verk- falli í fyrradag. Illanes var rænt ásamt líf- verði sínum við vegartálma í fyrra- dag. Námumennirnir voru tilbúnir að sleppa Illanes ef samið yrði um ný lög sem gæfu þeim m.a. rétt til að vinna fyrir einkafyrirtæki. Samn- ingaviðræður mistókust og var Illa- nes barinn til bana. BÓLIVÍA Barinn til bana af námumönnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.