Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 64

Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 ✝ Anny IreneÞorvaldsson fæddist í Fredriks- havn í Danmörku 6. ágúst 1934. Hún lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 27. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Christian Christensen og Sør- ine Louise Christ- ensen. Þau eru bæði látin. Börn þeirra voru 12 og eru tvö enn á lífi, þau Jonna og Ole. Anny giftist Vilhjálmi Þor- valdssyni, f. 5. júní 1932, d. 28. Ramo Tas, f. 6. maí 1955. 4) Lár- us, f. 11. október 1960, eiginkona hans er Vigdís Helgadóttir, f. 18. júlí 1962, eiga þau fjögur börn og tíu barnabörn. 5) Sørine Louise, f. 27. maí 1975, eiginmaður hennar er Þorgeir Snorrason, f. 13 janúar 1975, og eiga þau þrjú börn. Anny flutti ung til Stykkis- hólms og bjó þar með manni sín- um Vilhjálmi þar til hann dó. Hún vann mikið og hélt áfram að byggja hús þeirra á Laufásvegi 4 sem þau voru byrjuð á og kláraði hún það eftir að Villi féll frá. Anny var mikil fjölskyldukona og hélt oft miklar veislur, síðast 70 manna veislu viku áður en hún dó. Útför Annyjar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 27. ágúst 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. júní 1976. Eign- uðust þau fimm börn, þau eru: 1) Pála Anna Lisa, f. 19. janúar 1956, eig- inmaður hennar er Hilmar Sveinsson, f. 4. júlí 1955, og eiga þau einn son. 2) Hildur Kristin, f. 25. maí 1957, á hún tvö börn úr fyrra hjóna- bandi og þrjú barnabörn, eiginmaður hennar er Bjarne Kaare Larsen, f. 17. maí 1961. 3) Bylgja Ýr, f. 14. jan- úar 1959, eiginmaður hennar er Elsku mamma mín, núna ertu farin frá okkur. Ég er viss um að margir hafa beðið þín, pabbi okk- ar, systkini þín og fullt af vinum og ættingjum. Ætli þau hafi ekki tekið á móti þér með gleði og veislu. Þú varst allavega alltaf viss um að þau væru að bíða eftir þér og þess vegna varst þú aldrei hrædd. Eftir stöndum við hér og söknuðurinn er mikill, að hafa þig ekki hjá okkur ennþá. Þú hefur alltaf verið fyrir- mynd mín. Þú hefur sýnt mér réttu leiðina í lífinu og ég er svo þakklát fyrir það. Ef ég ætti að lýsa þér myndi ég segja: hreinskilin, falleg, smart, kvenleg, elskuleg, hress, sportleg, hjálpsöm, sterk. List- inn er langur og ég gæti haldið endalaust áfram. Þú varst alveg spes, og ég þekki engan sem fannst þú ekki vera einstök kona, og ég var svo heppin að eiga þig sem móður. Þrátt fyrir að þú hafir verið mjög veik varstu svo sterk, þú treystir á sjálfa þig og þær ákvarðanir sem þú tókst í lífinu, og þú gerðir það með kærleika. Þú valdir að njóta lífsins lifandi. Við fórum til Austurríkis, en þangað hafði þig lengi langað að fara. Þar var sungið, dansað við So- und of Music og hlegið mikið. Þessi ferð er ógleymanleg. Þetta sumar hefur verið mikil sorg í hjarta okkar, því við viss- um að við værum að fara að missa þig, en það voru líka marg- ar skemmtilegar og yndislegar stundir, sem við getum minnst í dag. Stundir sem koma ekki aft- ur en ég mun geyma í hjarta mínu og ég er svo þakklát fyrir hverja einustu stund sem ég hef átt með þér. Nóttin sem þú fórst frá okkur var ein sorglegasta stund í lífi mínu, en líka ein sú fallegasta, því á sama augnabliki og þú fékkst englavængina þína, reis sólin upp á himni og lýsti á okkur öll og við vissum að núna hefðir þú fengið frið. Núna ertu orðin stjarna á næt- urhimni okkar, sú fallegasta af þeim öllum. Ég mun elska þig að eilífu og mun aldrei gleyma þér. Farðu vel með þig, þar til við hittumst á ný. Ástarkveðja, þín dóttir Sørine. Elsku amma. Mikið rosalega sakna ég þín mikið og finnst mér erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Það var mjög erfitt að heyra um veikindin þín um páskana og það var mjög erfitt að vera svona langt frá þér seinustu dagana. En ég er endalaust ánægð með að hafa komið til Kö- ben í janúar í afmælið hennar Pálu og þar áttum við margar góðar stundir eins og alltaf þegar við hittumst, ég á vídeó af þér að dansa og þá varst þú svo hress og ekki grunaði mann að eftir nokkra mánuði yrðir þú farin frá okkur. Ég á eftir að horfa á þetta vídeó og hugsa til þín og hlæja því það myndir þú vilja. Það var rosalega erfitt að koma til þín í júní og vita að þetta yrði síðasta skiptið sem við myndum hittast og ég er endalaust þakklát fyrir þær stundir. Það var alltaf gam- an að koma í heimsókn til þín í Köben og tala nú ekki um góðu kringlurnar og bollurnar sem þú bakaðir. Það var mjög skrítið að koma í íbúðina þína í júlí og engin amma að taka á móti manni, það var erfitt. En ég er svo þakklát og ánægð með allar stundirnar sem við áttum saman og fyrir all- ar prjónapeysurnar sem þú hefur gefið strákunum mínum og mun ég geyma þær eins og gull og það verður skrítið að fá engar peysur frá Anný ömmu og geta ekki þef- að af þeim því alltaf var svo góð lyktin af þeim. Elsku amma, ég get skrifað endalaust en ætla að láta þetta nægja og þakka þér fyrir allt og veit að þú ert komin á betri stað. Ég mun alltaf hugsa til þín og á ég eftir að segja strákunum mín- um sögur af þér dansandi uppi á borðum og hvað þú varst alltaf hress, mikið partídýr, yndisleg og besta amma í heimi. Ég er ánægð að hafa fengið að vera nafna þín. Þín nafna, Anný María og fjölskylda. Í dag kveðjum við frá Stykk- ishólmskirkju Anny Irena Þor- valdsson, eða Anný hans Villa, eins og hún var ávallt kölluð. Anný andaðist 6. ágúst síðastlið- inn eftir nokkurra vikna snörp veikindi, baráttu við krabbamein sem að lokum hafði yfirhöndina. Vilhjálmur Þorvaldsson móð- urbróðir okkar kynntist eigin- konu sinni 1954, þegar hann ásamt fleiri Hólmurum sótti tvo báta til Danmerkur, fyrir frysti- hús Sigurðar Ágústssonar. Þarna féll hamingjan Villa í skaut, Anný kom óhrædd til Ís- lands með fiskibátnum. Elsku- legi frændi okkar, hann Villi kom með unnustu sína Anný til systur sinnar Sæmu og þar voru þau um tíma uns þau fengu leigt herbergi í Hólminum. Ég þá annað barn foreldra minna, var heilluð af kátum og glaðlegum bræðrum mömmu þeim Jenna og Villa og þeir voru daglegir gestir hjá Sæmu systur sinni og Palla mági. Hvað krakkinn var endalaust hrifinn af þessum frændum sín- um, ekki var það verra þegar þeir bræður fundu sín konuefni, Hrefnu og Anný. Nú var skokkað á milli heim- ila, þar sem bræðurnir bjuggu, danska lærð alveg þokkalega og fylgst með fjölskyldum þeirra. Börn þeirra fæddust fimm hjá öðrum, en sex hjá hinum, nóg að gera alls staðar. Hjá Anný og Villa stóð ham- ingjan í aðeins í 22 ár, þá höfðu þau bæði búið hér heima og í Danmörku. Árið 1976 féll Villi frændi snögglega frá. Þá varð ekkjan Anný að standa sig, sem hún gerði svo sannarlega. Börnum sínum kom hún til manns, dætr- unum fjórum og einkasyni þeirra. Öll mannvænleg börn sem öll hafa staðið sig afburðavel í lífinu og fjölgað ættinni, hér á landi og líka í Danmörku. Anný sýndi okkur ættingjum sínum hér heim, einstaka elsku og alúð þegar hún að lokum sett- ist að í föðurlandi sínu ásamt dætrunum fjórum, þá urðu ferðir okkar tíðari til Danmerkur. En sonur þeirra býr á Íslandi, landi sem Anný elskaði. Hún var ávallt trú og trygg landinu sem hún tengdist svo sterkum böndum. Á 75 ára og 80 ára afmælum Annýjar, fögnuðum við með henni og stórfjölskyldu hennar, í veislum sem við aldrei munum gleyma. Að leiðarlokum og á kveðju- stundu, þökkum við okkar kæru Anný vináttu, elsku og tryggð, sem hún sýndi íslensku fjölskyld- unni sinni. Vonum að við höfum sýnt þér kærleika til baka, sem þú áttir svo sannarlega skilið. Börnum þínum vottum við innilega samúð, vitum að þau sýndu þér elsku og ást til hinstu stundar. Hvíl í friði, okkar kæra, hjá ástvini þínum honum Villa. Sesselja Pálsdóttir og fjölskylda. Það streyma fram margar minningar nú þegar við kveðjum elsku Anný, og ég er víst ekki ein um það, svo margir hafa notið gestrisni hennar og góðmennsku í kóngsins Kaupmannahöfn. Allt- af stóðu dyrnar opnar hjá Anný fyrir Íslendinga og alla ættingja. Anný fylgdi unnusta sínum yf- ir hafið árið 1954 á litlum fiskibát til Íslands aðeins tuttugu ára gömul. Ég var þá tólf ára og mér fannst þetta vera fallegt ástar- ævintýri, og hún ótrúlega dugleg að yfirgefa allt sitt fólk – já fyrir ástina. Eftir að eiginmaðurinn, Vil- hjálmur Þorvaldsson, móður- bróður minn, lést um aldur fram lá leiðin aftur til Danmerkur en Anný tók ástfóstri við Ísland og hér vildi hún hafa sína hinstu hvílu við hliðina á Villa sínum. Stundin hér í dag í Stykkis- hólmskirkju innsiglar tryggð An- nýjar. Fjölskyldan var henni allt. Ég votta ykkur samúð, kæra frændfólk, og bið ykkur um að halda vel utan um hvert annað eins og Anný gerði. Blessuð sé minning um góða og trygga konu. Þórhildur Pálsdóttir, Stykkishólmi. Anny Irene Þorvaldsson HINSTA KVEÐJA Elsku besta amma í heimi, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur á hverj- um degi. Við elskum þig, og söknum þín á hverjum degi, þú komst alltaf í heimsókn, og núna er svo skrítið að þú ert ekki lengur hér. Þú varst frábær amma og gull- falleg kona, við munum allt- af muna eftir þér og í hvert skipti við horfum upp til himna, munum við hugsa til þín. Þú ert best. Anny amma, hvíldu í friði engill. Snorri Jónas, Frida Liv og Lykke Björg. Elsku afi minn var góður maður. Ég á óteljandi góðar minningar um hann sem ég varðveiti vel í hjarta mínu. Afi gat hlustað, hann var ró- legur og brosmildur og var allt- af til í að keyra mig út um allt eða hjálpa mér ef mig vantaði eitthvað. Maður lét sig alveg hafa það að sitja í bíl með afa á 40 kíló- metra hraða á Kringlumýrar- brautinni, það var fljótlegra en að taka strætó. Afi sagði okkur líka sögur, og er ein sérstaklega eftir- minnileg sem hann sagði okkur Styrkári, en hún var um það hvernig hann fékk skalla. Í stuttu máli sagt féll járnfata beint ofan á hausinn á honum þegar hann var úti á sjó og fékk hann skalla eftir botninn á fötunni. Þessi skalli geymir óteljandi kossa frá mér, en ég kyssti allt- af á honum skallann. Hann raulaði mikið og hummaði lög, líka þegar hann reykti pípuna sína. Ég sé hann fyrir mér þjappa tóbakinu ofan í pípuna með silfurlitaða kveikj- aranum sínum. Mér fannst alltaf jafn skrítið Magnús Þorbergur Jóhannsson ✝ Magnús Þor-bergur Jó- hannsson fæddist 4. september 1926. Hann lést 17. ágúst 2016. Útför Magnúsar fór fram 26. ágúst 2016. að hann skyldi ekki brenna sig. Afi var mikið hjá okkur og við mikið hjá honum. Hann hafði ótrúlega þol- inmæði gagnvart okkur og hefur tvisvar á allri minni ævi hálf- skammað mig. Í annað skiptið setti ég álpappír í ör- bylgjuofninn og kveikti næstum því í eldhúsinu heima í Höfða- götu. Viðbrögðin hjá afa voru snögg, honum brá, skammaði mig pínu og tók svo utan um mig. Í hitt skiptið ákvað ég að þrífa allt heima hjá honum, þá um 10 ára, ég endaði þrifin á að þrífa pípuna hans vel og vand- lega. Afi var ekki sérstaklega glaður með þau þrif en bað mig afsökunar á því að hafa hvæst á mig um leið og hann var búinn að því og sagði mér hvað ég væri rosalega dugleg – bara að- eins of dugleg í þetta skiptið. Hann gat ekki horft á mig leiða. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið öll þessi ár með afa. Ég þakka fyrir að hann hafi fengið að hitta öll börnin mín og að þau hafi fengið að hitta hann. Núna er afi kominn á betri stað. Það er sárt að kveðja en það hlýjar mér í hjartanu að hugsa um að núna sé hann kominn til ömmu. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín Katrín Magnea. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BRYNDÍS DÓRA ÞORLEIFSDÓTTIR, Mánatúni 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 29. ágúst klukkan 15. Starfsfólki Sóltúns er þökkuð góð umönnun. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Líknarsjóð Oddfellowreglunnar. . Jón Þór Jóhannsson, Þorleifur Þór Jónsson, Þórdís H. Pálsdóttir, Stefanía Gyða Jónsdóttir, Benjamín Axel Árnason, Jóhann Þór Jónsson, Þórunn Marinósdóttir, Bergrún Svava Jónsdóttir, Ragnar Baldursson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, ÁRNI SIGURJÓNSSON, Vík í Mýrdal, lést mánudaginn 22. ágúst á heimili sínu að Hjallatúni í Vík. Hann verður jarðsunginn frá Víkurkirkju 3. september klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasjóð Hjallatúns, kennitala: 430206-1410, bankareikningur: 317-13-300530. . Þorsteinn, Sigríður Dórothea, Sigurjón, Hermann og Oddur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN S. VALGEIRSDÓTTIR, Sundstræti 34, Ísafirði, lést 23. ágúst á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði og verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 3. september klukkan 14. . Sesselja M. Matthíasdóttir, Kristján Hilmarsson, Ómar H. Matthíasson, Guðný Guðmundsdóttir, Ingibjörg M. Matthíasdóttir, Jökull Jósefsson, Auður K. Matthíasdóttir, A. Ómar Ásgeirsson, Vilhjálmur V. Matthíasson, Ásdís B. Pálsdóttir, Guðmundur F. Matthíasson, Júlía M. Jónsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir, Erlendur H. Geirdal, Guðrún S. Matthíasdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og unnusti, SIGURBJÖRN ÞÓRISSON, Bjarmalandi 12, Reykjavík, lést að heimili sínu 21. ágúst. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. september klukkan 15. . Þórir Rafn Halldórsson, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Svava Kristín Þórisdóttir, Hjörvar Högnason, Eva Sólveig Þórisdóttir, Jónas Thorlacius, Tinna Þórisdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þórir Rafn Þórisson, Margrét Ósk Brynjólfsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.