Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 70
70 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Ákvað að snúa sér að sínu eigin lífi Auður Styrkárs-dóttir er aðljúka störfum sem forstöðumaður Kvennasögusafns Ís- lands eftir að hafa verið fimmtán ár þar í forsvari. Í fyrra var haldið upp á stór tímamót í sögu kvenna en þá voru liðin 100 ár frá því að þær fengu kosninga- rétt. „Ég var formaður afmælisnefndar og bæði skipulagningin af hálfu nefndarinnar og að veita upplýs- ingar fyrir hönd safnsins var mjög um- fangsmikið þetta ár, sem betur fer, og það var bara mjög gleði- legt. Ég er nú ung ennþá en ákvað að hætta í vinnunni þegar heilsan og geðið væru enn í góðu lagi og snúa mér að mínu eigin lífi. Það er aðallega þrennt sem ég ætla að gera. Í fyrsta lagi að lesa bæk- ur. Ég hef alltaf verið mikill lestrarhestur og hef alltaf séð mjög eftir að fara frá bókunum mínum til vinnu og nú ætla ég að lesa rosalega. Í öðru lagi er ég búin að skrá mig í nám í ritlist við Háskóla Ís- lands. Ég hef verið skrifandi alla ævi, mest þó fræðilegs eðlis, en það er alltaf hægt að bæta sig og hver veit nema ég snúi mér að annars konar skrifum. Allavega hlakka ég mikið til námsins. Í þriðja lagi ætla ég að leggja meiri rækt við gítarinn minn. Ég hef verið í óformlegu gítarnámi undir mjög góðri handleiðslu Hannesar Þ. Guðrúnarsonar og hann er svo elskulegur að vilja hafa mig áfram. Ég lærði sem ung manneskja á gítar en lagði hann síðan á hilluna. En fyrir nokkrum árum rakst ég á hann í geymslunni og það kviknaði löngun að prófa aftur. Þetta er sem sagt klassíkur gítarleikur, ekki eitthvert gutl, heldur alvörustöff!“ Eiginmaður Auðar er Svanur Kristjánsson, prófessor við Há- skóla Íslands. „Við eigum þrjú börn saman, Kára, Halldór og Her- dísi og svo er ég svo lánsöm að vera líka stjúpmóðir Heiðars Inga.“ 65 ára Auður Styrkársdóttir. Auður Styrkársdóttir er 65 ára í dag H elgi Jóhannesson fæddist 27. ágúst 1956 á Akureyri og ólst þar upp. „Ég var sjö sum- ur í sveit á Ytra-Hóli í Fnjóskadal, lærði þar að vinna og verða sjálfstæður hjá góðu fólki sem er mér kært.“ Náms- og starfsferill Helgi tók vélstjórapróf 4. stig, frá Vélskóla Íslands 1977, sveinsbréf í vélvirkjun frá Vélsmiðjunni Atla hf. 1981, er stúdent frá Tækniskóla Ís- lands 1982, véltæknifræðingur – BSc. frá Odense Teknikum 1985 og véla- verkfræðingur – MSc. frá Aalborg Universitet 1987. „Ég hef sótt mér endurmenntun gegnum fjölda nám- skeiða sérstaklega varðandi mark- aðsmál, stjórnun og rekstur, meðal annars stjórnendanámið, „Stjórn- endur framtíðarinnar hjá IMG árið 2004.“ Helgi nam einnig vátrygginga- lögfræði við Háskólann í Reykjavík, 2008-2009. Helgi var fyrsti vélstjóri og yfirvél- stjóri á togurum, mest hjá ÚA, 1977- 1980, deildarstjóri tæknideildar hjá Sláturfélagi Suðurlands, 1987-1996, forstöðumaður Atvinnumálaskrif- stofu Akureyrarbæjar, 1996-1997, framkvæmdastjóri kjötiðnaðarsviðs KEA, 1997-2000, framkvæmdastjóri Norðlenska ehf., 2000-2001, fram- kvæmdastjóri Norðurmjólkur ehf., 2001-2007, umdæmisstjóri Vátrygg- ingafélags Íslands á Norðurlandi 2007-2012. Helgi hefur verið forstjóri Norðurorku hf. frá apríl 2012. Áhugamál „Það helsta um mig er að við hjónin eigum bát á Akureyri og erum dugleg við að veiða í matinn sem og að rækta okkar eigin kartöflur og kál. Við Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku – 60 ára Fjölskyldan Helgi og Stefanía ásamt börnum sínum. Myndin er tekin í tilefni nýstúdents Helgu Þóru. Lærði að verða sjálf- stæður í sveitinni Dannebrogordenen Helgi að taka við Danska riddarakrossinum. Gullbrúðkaup eiga á morgun, hjónin Ingibjörg Sólveig Kolka Bergsteinsdóttir, þroskaþjálfi og húsfreyja, og Jón Bjarna- son fyrrv. bóndi, skólameistari, alþingismaður og ráðherra. Ingibjörg Sólveig er fædd á Blönduósi og ólst þar upp fyrstu árin heima hjá afa sín- um og ömmu, Páli Kolka lækni og frú Guðbjörgu. Jón er fædd- ur í Asparvík á Ströndum en ólst upp í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Þau Ingibjörg og Jón giftu sig í Bjarnarhafnarkirkju 28. ágúst 1966 og búa nú í Reykjavík. Þau Ingibjörg og Jón verða að heiman. Árnað heilla Gullbrúðkaup Frá vinstri: Ingibjörg Kolka, Laufey Erla, Katrín Kolka, sem lést 2011, Ingibjörg, Jón, Páll, Ásgeir og Páll Valdimar Kolka. Barnabörnin eru orðin níu. Ingibjörg og Jón á trúlofunardaginn 14. ágúst 1965. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Skeifunni 8 | Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is FALLEG hönnun fyrir útskriftina POV kertastjakar Hönnun: Note Design Studio Verð frá 6.500,- Ýmsir litir MENU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.