Morgunblaðið - 27.08.2016, Side 71

Morgunblaðið - 27.08.2016, Side 71
ÍSLENDINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 förum einnig í veiði með vinafólki. Ég á gamalt mótorhjól sem notað er yfir sumarið, en samt sparlega. Við erum einnig dugleg á skíðum, flestar helgar yfir vetrartímann er farið á skíði. Við eigum sumarhús í Borgarfirði þar sem við náum m.a. að hitta eldri börn- in og þeirra fjölskyldur sem búa á suðurhluta landsins. Eigum síðan sumarhús í Vaðlaheiðinni gegnt Akureyri með systkinum mínum, í landi sem foreldrar okkar eignuðust og gróðursettu í, allt frá 1959. Við erum enn í miklum tengslum við Danmörku eftir námsárin fimm í landinu á sínum tíma og ég hef verið danskur konsúll á Akureyri/Norður- landi frá 2001 sem tengir mikið. Það má segja að við höldum aldrei svo veislu að ekki sé boðið upp á „Gammel dansk“. Við erum dugleg í útivist, s.s. hlaup á sumrin, syndum og hjólum, höfum alltaf mikið umleik- is og mikið að gera. Það má kannski segja að um margt erum við hálf- gerðir bændur, alltaf að brasa saman við að byggja og bæta enda tel ég mig vera vélstjóra af gamla skólanum sem getur flest. Við höfum alltaf verið dugleg að ferðast, ekki síst árin erlendis. Nú er það oft til að reyna að slappa af en verður þó oftar en ekki að einhvers konar fjallaferðum af þokkalegri erfiðleikagráðu. Börnin okkar hafa oft sagt að það versta sem fyrir gæti komið væri að við hefðum ekki nóg að brasa og að við byggjum og breytum til að hafa nóg að gera en ekki vegna annarra þarfa. Annars má segja að lífið snúist að miklu um fjölskylduna, sem er stór, samverustundir og samhjálp.“ Fjölskylda Kona Helga er Stefanía Sigmunds- dóttir, f. 9.6. 1958, tæknifulltrúi hjá Akureyrarbæ. Hún er dóttir Sig- mundar Magnússonar, fyrrv. um- dæmisstjóra Vinnueftirlitsins á Akur- eyri og Guðrúnar Kristjánsdóttur húsmóður, sem bæði eru látin. Börn Helga og Stefaníu: Anna Kristín, f. 5.11. 1977, leikskólastjóri, maður hennar er Smári Sigurbjörns- son og eiga þau þrjú börn; Magnús Gunnar, f. 14.11. 1980, viðskiptastjóri, kvæntur Sigrúnu Lóu Svansdóttur og eiga þau fjóra syni; Jónína Björg, f. 14.8. 1989, myndlistarmaður í sam- búð með Magnúsi Jóni Magnússyni og á hann tvo syni, og Helga Þóra, f. 18.11. 1991, háskólanemi, í sambúð með Hallgrími Gíslasyni og eiga þau eina dóttur. Systkini Helga: Hermundur Jóhannesson, f. 24.9. 1951, bílstjóri á Akureyri, kvæntur Þórunni Gunn- arsdóttur og eiga þau þrjú börn; Friðný Jóhannesdóttir, f. 5.8. 1953, læknir í Reykjavík og á hún einn son; Guðrún Jóhannesdóttir, f. 11.7. 1960, kennari á Akureyri og á hún einn son; Hjalti Jóhannesson, f. 1.11. 1962, sér- fræðingur hjá RHA, kvæntur Fjólu Helgadóttur kennara og eiga þau tvo syni; Lilja Sigurlína Jóhannesdóttir, f. 28.4. 1966, læknaritari, gift Unnari Jónssyni og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Helga eru Jóhannes Gunnar Hermundarson, f. 6.3. 1925, d. 24.02. 2010, líkkistusmiður á Akur- eyri og k.h. Anna Hermannsdóttir, f. 12.8. 1927, húsmóðir, bús. á Akureyri. Úr frændgarði Helga Jóhannessonar Helgi Jóhannesson Þórunn Gunnarsdóttir húsfreyja í Heiðarhöfn, f. á Völlum í Þistilfirði Óli Jóhannes Jónsson bóndi í Heiðarhöfn á Langa- nesi, f. á Valþjófsstöðum í Núpasveit, N-Þing. Friðný Óladóttir húsfreyja á Bakka við Húsavík Hermann Stefánsson bóndi á Bakka við Húsavík Anna Hermannsdóttir húsmóðir á Akureyri Jónína S. Jónasdóttir húsfreyja á Kaldbak, f. á Krossi í Ljósavatnsskarði, S-Þing. Stefán Guðmundsson bóndi á Kaldbak við Húsavík, f. á Nolli Auður Jóhannesdóttir húsfreyja á Ísafirði Sesselja Jóhannesdóttir húsfreyja í Neskaupstað Björn Jóhannesson bóndi á Nolli Snæbjörn Björnsson bóndi á Nolli Björn Snæbjörnsson formaður Einingar- Iðju á Akureyri Matthías Bjarnason ráðherra Jóhannes Stefánsson frkvstj. Samvinnu- félags útgerðarmanna í Neskaupstað Gunnar Hermannsson arkitekt í París Óli Hermannsson lögfræðingur og þýðandi í Rvík Jóhannes Guðmundsson bóndi á Nolli, Grýtubakkahr., f. á Nolli Guðbjörg Björnsdóttir húsfr. á Nolli, f. í Pálsgerði í Grýtubakkahr., S-Þing. Hermundur Jóhannesson trésmiður á Akureyri Guðrún H. Guðmundsdóttir húsfreyja á Akureyri Jóhannes Hermundarson líkkistusmiður á Akureyri Kristín Friðriksdóttir húsfr. á Tannarnesi, f. í Keflavík úti af Súgandaf. Guðmundur M. Sveinsson bóndi á Tannarnesi í Önundar- firði, f. á Hesti í Önundarf. Finnur Magnússon fæddist 27.ágúst 1781 í Skálholti. FaðirFinns var Magnús Ólafsson lögmaður úr Svefneyjum og föður- bróðir Finns var Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld. Móðir Finns var Ragnheiður dóttir Finns Jónssonar biskups. Finnur var í fóstri hjá Hannesi biskupi Finnssyni móðurbróður sín- um og nam hjá honum skólavísindi og fór síðan til náms í Kaupmanna- höfn. Finnur sneri til Íslands þegar faðir hans lést og árið 1806 var hann settur málafærslumaður við lands- yfirréttinn í Reykjavík og var í því starfi þangað til Jörundur hunda- dagakonungur svipti hann embætti. Finnur fór þá til Kaupmannahafnar en þegar Jörundur var hrakinn frá völdum tók hann aftur við embætti sínu. Árið 1812 fór hann aftur til Kaupmannahafnar. Finnur varð prófessor og for- stöðumaður leyndarskjalasafnsins í Kaupmannahöfn. Hann var etatsráð en það er tignarheiti án embættis. Finnur gegndi oft stöðu forseta eða varaforseta Kh. deildar Hins ísl. bókmenntafélags, hann var varafor- seti Fornfræðafélagsins og fulltrúi Íslands á stéttaþingum. Hann var í miklu áliti meðal samtíðarmanna sinna og segir Benedikt Gröndal hann hafa verið frægan um öll lönd og hafa ekið með Alexander Hum- boldt og Jakob Grimm þegar þeir komu til Kaupmannahafnar. Finnur rannsakaði það sem hann taldi rúnir í Runamo í Blekinge í Sví- þjóð. Honum hugkvæmdist að lesa þær afturábak gegnum spegil og gat þannig lesið vísu. Hann skrifaði 750 blaðsíðna rit um rúnirnar í Runamo, en fékk mikla gagnrýni fyrir það verk og varð honum til aðhláturs- efnis. Jarðvísindamenn telja að rist- urnar í Runamo séu jökulrákir. Finnur kvæntist 6.11. 1821 Nikol- ínu Barböru Frydensberg, dóttur landfógeta en þau skildu 1836. Grön- dal segir að Finni „létu betur vís- indalegar rannsóknir og bókagrufl heldur en það praktíska líf“. Finnur lést á aðfangadag 1847. Merkir Íslendingar Finnur Magnússon Laugardagur 95 ára Hrefna Gísladóttir Jóhanna Þórarinsdóttir 90 ára Guðveig Bjarnadóttir Hjálmar A. Stefánsson Valborg Sigurðardóttir 85 ára Þórdís Guðmundsdóttir 80 ára Ásta Margrét Hávarðard. Birkir Baldursson Guðrún Magnúsdóttir Gunnar Jónsson Hanna Stefanía Friðriksd. 75 ára Ágúst F. Friðgeirsson Guðmundína S. Þorláksd. Guðný Sigurðardóttir Óttar Snædal Guðmundss. Ragnheiður Haraldsdóttir 70 ára Anna Þóra Karlsdóttir Guðríður E. Guðmundsd. Henný Tryggvadóttir Jón Hilmar Davíðsson Jón Stefánsson Pétur Einarsson Ragnar Jóhannsson Sigrún Kristjánsdóttir Þórarinn B. Steingrímsson 60 ára Alfreð Erlingsson Álfhildur Ólafsdóttir Ársæll Magnússon Dalé Rumseviciené Erlendur Björnsson Guðmundur Guðmundsson Helgi Jóhannesson Jón Atli Brynjólfsson Jurijs Zablockis Margrét Hafdís Hauksdóttir Ófeigur Sigurðsson Stefanía Hjartardóttir Steinar Björgvinsson 50 ára Axel Hafsteinn Gíslason Bjarni Rósberg Sigurðsson Gudrun Anna Fjeldsted Guðný Ingibjörg Grímsd. Guðrún Guðfinnsdóttir Inga Arna Heimisdóttir Ingólfur Samúelsson Jóhanna Guðný Halldórsd. Jóhannes Ólason Margrét Kristín Magnúsd. Óskar Skúlason Rongrat Puttharat Sigurbjörg Sigmundsdóttir Sigþór Heiðar Hrafnsson Stefán Ævar Rögnvaldsson Svetlana Jasiene Tína Gná Róbertsdóttir Valdís Axfjörð Snorradóttir Þyri Edda Bentsdóttir 40 ára Bálint László Nacsa Eiríkur Daníel Kristinsson Guðmunda Katrín Karlsd. Hafsteinn Hafsteinsson Inga Sigrún Ingvadóttir Ingimar Óskarsson Ingólfur Jóhannesson Slawomir Cheda Soffía Stórá Pálsdóttir Svanhildur Heiða Gíslad. Þórhildur Sif Jónsdóttir 30 ára Andri Guðlaugsson Arnór Davíð Pétursson Atli Þorvaldsson Greig Michael Stock Grétar Óskarsson Jose Javier M. Palencia Karitas Þórarinsdóttir Kristine Balta Margrét Hannesdóttir Martins Ozols Ragnhildur Haraldsdóttir Sóley Einarsdóttir Steinar Sæmundsson Sveinn Haukur Albertsson Sævald Páll Hallgrímsson Þórhildur Kristjánsdóttir Sunnudagur 95 ára Anna Sveinbjörnsdóttir 85 ára Sigríður M. Sigurðardóttir 80 ára Guðbjörg Þórisdóttir 75 ára Sólveig B. Eyjólfsdóttir 70 ára Arnar Arngrímsson Elísa Þorsteinsdóttir Erla Hafdís Sigurðardóttir Gunnar Gunnarsson Hildur Sigurðardóttir Hlíf Sigurðardóttir Kristín Ólafía Gunnarsdóttir Skjöldur Gunnarsson Zuheng Li Þuríður Gísladóttir 60 ára Berglind Hilmarsdóttir Guðmunda Hrönn Óskarsd. Gunnar Ágúst Gunnarsson Gyða Martha Ingvadóttir Halldór Hjalti Kristinsson Helga Eiðsdóttir Jóhannes Jóhannesson Margrét Guðrún Andrésd. Þorsteinn Karlsson Þuríður Pétursdóttir 50 ára Benedikt Hermannsson Einar Steinþór Jónsson Eiríkur Örn Baldursson Elínborg Þorsteinsdóttir Inga Bára Gunnlaugsdóttir Ingvar Sigurðsson Ingvar Þór Ólafsson Jónína Gróa Gísladóttir Kristinn Valberg Jónsson Ljúdmíla N.. Stsjígoleva Ólafur Friðrik Eiríksson Óli Arelíus Einarsson Petra Björk Arnardóttir Pétur Hrafnsson Þóra Jónína Björgvinsdóttir Þórdís Klara Bridde 40 ára Einar Ben Þorsteinsson Elín Hilmarsdóttir Guðbjörg Elín Þrastardóttir Guðmunda R. Guðbjörnsd. Helga Björk Jónsdóttir Helgi Þorsteinsson Jacek Daniel Krekiewicz Jóhann Hjalti Þorsteinsson Mariusz Okurowski María Skúladóttir Páll R. Mikael Kristjánsson Sigríður Hrefna Pálsdóttir 30 ára Davíð Andri Jakobsson Esther Ösp Valdimarsdóttir Hermann Geir Karlsson Hrafn Hjartarson Kristín Agnes Landmark Laimis Trusovas Malgorzata Okurowska Mathias Vieweger Nói Christiansen Paul-Daniel Iordache Rebekka Unnarsdóttir Rúnar Grímsson Sandra Melberg Pálsdóttir Sveinbjörn Þorsteinsson Þórunn Þórsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.