Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 73
DÆGRADVÖL 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ást við fyrstu sýn gæti átt sér stað í
dag. Sýndu öðrum hvað á að gera og reyndu
að taka frumkvæðið hvenær sem er.
20. apríl - 20. maí
Naut Dagurinn í dag er kjörinn til þess að
gera við allt sem er bilað á heimilinu. En þú
mátt hafa þig allan við að hafa yfirsýn yfir
þetta allt saman.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú gætir orðið undir mikilli pressu í
dag. Reyndu að gera þér grein fyrir að-
stæðum hans og eðli málsins áður en þú
bregst við. Hann versnar bara ef þú reynir að
vera beggja vegna borðs.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú finnur til þrasgirni í samskiptum
við foreldra og yfirboðara. Hann áttar sig á
hvernig hann og makinn bæta hvor annan
upp.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gefðu þér tíma til þess að sinna vinum
og vandamönnum; án þeirra værir þú ekki
komin/n þangað þar sem þú ert. Láttu það
eftir þér að skemmta þér í dag.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Forðastu að gagnrýna samstarfsfólk
þitt í dag og sættu þig ekki við ósanngjarna
gagnrýni frá þeim heldur. En nei er orðið sem
breytir lífi þínu til hins betra, líkt og um töfra
væri að ræða.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér hefur tekist að vekja athygli á þér og
þínum málstað. Haltu þínu striki og vertu viss
um að allt gangi að óskum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur tekist mikla ábyrgð á
herðar og þarft á öllu þínu að halda til þess
að komast af. Gefðu með opnum hug og
hjarta því þá er tekið eins á móti.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ógnvekjandi útlit framundan kall-
ar fram sterk viðbrögð hjá þér – jafnvel kast
sem sæmir 3ja ára barni. Nú er ekki rétti tím-
inn til þess að ætla sér að komast til botns í
einhverju.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Allgóðar aðstæður eru til að koma
skikk á fjármálin í dag. Ef þú ert þögul/l og
eftirtektarsamur, sérðu stuttu leiðina.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú er góður tími til að versla, fara
í stuttar ferðir og ræða við kollega. Kafaðu
djúpt og leitaðu að innblæstri, hvernig sem
er, til þess að geta gert það sem þú þarft.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Samstarfsmaður mun koma þér til
hjálpar þegar þú þarft á því að halda. Kannski
væri ekki vitlaust að fara í leiðangur og kaupa
sér ný föt og fylgihluti til að bæta ímyndina.
Víkverji verður seint fullorðinn.Hann hefur sætt sig við það og
ætlar ekki að hika við að skella sér á
tónleika með Justin Bieber sem
verða í Kórnum fljótlega.
Víkverja finnst þetta frekar ung-
lingalegt en ætlar að láta vaða. Hann
er þegar farinn að hita upp og hlust-
ar af miklum móð á poppgoðið og
skammast sín ekkert fyrir það.
x x x
Víkverji vonar samt heitt og inni-lega að hann verði að minnsta
kosti ekki í algjörum minnihluta á
tónleikunum. Hann þykist samt vita
að á tónleikana fjölmenni ungar
stúlkur sem munu eflaust láta
hressilega í sér heyra. Kannski slæst
Víkverji í hópinn, hermir eftir þeim
og þenur raddböndin.
x x x
Annars var Víkverji minnturharkalega á að hann er farinn að
eldast fyrir stuttu. Þannig var mál
með vexti að ungur drengur reif í
spaðann á Víkverja þar sem hann sat
makindalega í vinnunni og hlustaði á
tónlist Biebersins algjörlega í eigin
heimi. Drengurinn ungi sagðist vera
gamall nemandi hans. Það passaði,
Víkverji var umsjónarkennari og ís-
lenskukennari á unglingastigi rétt
fyrir og í miðju hruni. Víkverji varð
hálfkvumsa yfir því að hann hefði
kennt tilvonandi samstarfsmanni
sínum fyrir nokkrum árum. Kannski
er réttara að segja, kennt og ekki
kennt því Víkverji hefur ekki hug-
mynd um hverju hann náði að koma
til skila og hvað síaðist inn en það
skal látið liggja milli hluta.
Það eina gáfulega sem Víkverja
datt í hug að romsa út úr sér við
drenginn var: „Djöfull ertu orðinn
stór.“ Þetta var mögulega það hall-
ærislegasta sem hægt er að segja við
ungan mann sem er kominn yfir tug-
ina tvo. Tekið skal fram að þegar
Víkverji sá hann síðast var hann lítill
hávær unglingur. Þannig var hann
enn í huga Víkverja.
Þessi kennsluár voru fyrir nokkr-
um árum í minningu Víkverja en þau
voru víst fyrir tæplega áratug. En
eins og skáldið sagði: „Tíminn flýgur
áfram og hann teymir mig á eftir
sér.“ víkverji@mbl.is
Víkverji
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Taktu
bílinn með
til Færeyja og Danmerkur 2016
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 74.500
Bókaðu
snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir
í sumar.
Bókaðu
núna!
Síðasta gáta var sem endranæreftir Guðmund Arnfinnsson:
Löngum er hún lögð í sjá.
Líka heiti gyðjunnar.
Fylgja henni í flokknum á.
Form á vörum sams konar.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Línu oft menn leggja í sjá.
Lína heiti gyðjunnar.
Flokkslínunni fylgja á.
Fatalína iðjunnar.
Helgi R. Einarsson á þessa lausn:
Nú þarf af raunsæi að rýna,
rannsaka, skoða og brýna,
útsjónarsemina’ að sýna,
með semingi birtist þá lína.
Guðrún Bjarnadóttir á „súrreal-
íska lausn“:
Leggja vill hún línu í sjó,
Lína skáldagyðja,
því lína flokks er ljúf en mjó
og línuvarir biðja.
Helgi Seljan leysir gátuna þannig:
Línan góða fiskin löngum er.
Línu Hlínarnafn kann ég að meta.
Flokkslínunni ætíð fylgja ber
flott sem lína varir orðið geta.
Guðmundur skýrir gátuna svona:
Á veiðum lína er lögð í sjá.
Lína er heiti gyðjunnar.
Fylgja línu flokksins á.
Framleiða vörulínu má.
Og síðan kemur limran:
Kvað Ástþór við unnustu sína:
„Ég ann þér svo heitt, Karólína,
að háir það mér
og allt að því er
óskapleg kvöl og pína!“
Nýjum laugardegi fylgir ný gáta:
Árla morguns upprisinn
á sér lét ei standa,
kokkaði gátu kokkurinn
kekkjótta að vanda.
Og gátan hljóðar svo:
Yfir hæð á fold ég fer.
Í fornöld þarna kappi bjó.
Sveitarfélag heitir hér.
Hygg ég vera birkiskóg.
Pétur Stefánsson bendir á, að ým-
islegt sé hægt að gera í Reykjavík:
Í Reykjavík er dásamlegt að dvelja.
Dolfallinn má eyða tíma á safni.
Við Laugaveg má túristana telja,
til að hafa eitthvað fyrir stafni.
Á náttborðinu hjá mér eru ljóð-
mæli Jóns Þorsteinssonar á Arn-
arvatni. Þar yrkir hann „í orðastað
manns um hest“. Kristján Karlsson
fór oft með þessa stöku þegar vel lá
á honum:
Góði minn, þegar æfi er öll
eigandans týndra vona
um grjótið norðan við Herrans höll
hlauptu þá með mig svona.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Lesið á milli línanna
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... ekki hægt að bæta.
„VIÐ ÞURFUM MINNA GJAMM
OG MEIRA GELT.“
„AUÐVITAÐ ER ÞAÐ HÆTTULEGT.
ÉG VARÐ EKKI HERSHÖFÐINGI MEÐ
ÞVÍ AÐ FORÐAST ÁHÆTTU.“
ÉG KANN VEL VIÐ
ÞIG, GRETTIR.
ÉG ÆTLA AÐ
BAKA SMÁKÖKUR.
OG ÉG
ELSKA ÞIG!
ÉG VERÐ GLÖÐ ÞEGAR TVEGGJA
VIKNA REYNSLUTÍMA ÞESSARAR
AXAR ER LOKIÐ...
UMBOÐS-
SKRIFSTOFA
Auga þitt er lampi líkamans. þegar
auga þitt er heilt, þá er allur líkami
þinn bjartur en sé það spillt þá er og
líkami þinn dimmur
(Lúk. 11:33)