Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 75
MENNING 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016
mínútunum annars fer þeim að
leiðast og þau missa áhugann. Það
sama gerist í raun í vinnusmiðjum
þar sem dansinn kemur við sögu.
Þegar hægdansinn er dansaður
verður maður að gleyma líkam-
anum sínum til að geta kafað nógu
djúpt ofan í listformið. Það er
vissulega ákveðin þjálfun þarna á
bak við en það geta allir náð því að
lokum. Hægdansinn á líka margt
skylt með snertispuna. Það hafa
margir snertispunalistamenn unnið
með mér og það má í raun líkja
hægdansinum við hægan snerti-
spuna,“ segir hún.
„Við höfum líka áhuga á því að
koma á fót viðburðum þar sem við
fáum fólk með okkur út í náttúr-
una til þess að kynnast dansinum.
Fólk ræður því þá hvort það fer úr
fötunum eða dansar kappklætt.
Mér finnst þó sjálfri betra að
dansa fáklædd, maður kemst í ann-
að hugarástand við það að finna
fyrir kuldanum. Það er auðveldara
að spegla sig þannig í náttúrunni,“
segir Däppen að lokum.
Tvímenningarnir hyggjast
ferðast um Evrópu árið 2017 með
verkið Blending og eiga sér eins
og áður segir þá ósk heitast að
sýna verkið hér á landi. Áhuga-
samir geta fundið stiklur úr verk-
inu á vefsíðunni YouTube ef slegið
er inn „Blending - Lost in Ice-
land“.
ssneski dansarinn Susanne Däppen kemur til Íslands en hún hefur áður sett á svið dansverk um reynslu sína hér á landi.
Hægdans Däppen kveður hægdansinn svokallaða meðal annars eiga rætur sínar að rekja til japanskra búddadansa.
Yfirvegun Däppen kveður listformið reyna á þolinmæðina til að byrja með.
ðir í hægum dansi
Jóga Tvímenningarnir eru virkir jógaiðkendur sem hjálpar þeim í kuldanum.
Blásarasveitin Verbandsjugend-
orchester Hochrhein frá Þýska-
landi heldur tónleika í menningar-
húsinu Hofi á Akureyri í dag,
laugardag, kl. 16 og í Langholts-
kirkju mánudaginn 29. ágúst kl.
19.30.
„Hljómsveitin telur alls um 65
unga hljóðfæraleikara á aldrinum
15 til 25 ára og má segja að hér sé
úrvalsfólk á ferð því hljóðfæraleik-
ararnir eru handvaldir úr 120 blás-
arasveitum frá Hochrhein-svæðinu
í suðurhluta Þýskalands,“ segir í
tilkynningu frá sveitinni. Hún var
stofnuð árið 1986 með það að mark-
miði að gefa ungum hljóðfæraleik-
urum tækifæri til að leika krefjandi
tónlist í háum gæðaflokki. „Á efnis-
skránni eru því verk úr sinfóníska
geiranum jafnt sem samtímatónlist
í bland við léttari tónlist og djass-
aðar tónsmíðar. Hápunktur hvers
starfsárs hjá þeim er tónleikaferð
til útlanda þar sem þau tjalda til
öllu því besta af efnisskránni sinni.“
Stjórnandi Verbandsjugend-
orchester Hochrhein undanfarin 20
ár er Englendingurinn Julian
Gibbons, sem bæði er vel menntað-
ur og reyndur hljómsveitarstjóri og
hornleikari. Gibbons er jafnframt
stofnandi sinfóníuhljómsveitar-
innar TriRhenum í Sviss og for-
svarsmaður BISYOC Intercultural
Youth Orchestral Exchange í Eng-
landi með yfir 80 þátttakendum frá
tíu löndum.
Hæfileikarík Alls leika um 65 ungir hljóðfæraleikarar á aldrinum 15 til 25
ára í blásarasveitinni Verbandsjugendorchester Hochrhein frá Þýskalandi.
Íslandsferð lýkur með
tvennum tónleikum
Einn af föstum við-
burðum í Hörpu er tón-
leikaröðin Perlur ís-
lenskra sönglaga, en þar
er sungið á íslensku en
kynnt á ensku. Tónleik-
arnir eru venjulega í
Kaldalóni en í dag,
laugardag, verða þeir í
fyrsta skipti í Eldborg.
Aðspurður sagði Bjarni
Thor Kristinsson, list-
rænn stjórnandi tón-
leikanna, að einungis
væri verið að „prófa“
stóra salinn fyrir þessa
röð. „Dagskrá okkar
hentar vel fyrir Kalda-
lón og þar erum við að
staðaldri en nú stóð okk-
ur til boða að vera í Eld-
borg einu sinni og það
tækifæri vildum við ekki
láta okkur úr greipum ganga. Aðsóknin í sumar hefur verið mjög fín og það
er ljóst að þessi dagskrá er að festa sig í sessi þótt auðvitað sé ólíklegt að við
náum að fylla Eldborgarsalinn.“
Á tónleikunum koma fram Lilja Guðmundsdóttir sópran, Eyrún Unnars-
dóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari. Tónleikarnir í Eldborg
í dag hefjast kl. 17 en á morgun kl. 12.30 eru þeir síðan aftur á sínum vana-
lega stað í Kaldalóni.
Perlur Eyrún Unnarsdóttir, Eva Þyri Hilmars-
dóttir og Lilja Guðmundsdóttir koma fram.
Söngperlur í Eldborg
MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 9/9 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Fim 6/10 kl. 20:00
Lau 10/9 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00
Sun 11/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Lau 8/10 kl. 20:00
Fös 16/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00
Lau 17/9 kl. 20:00 Lau 1/10 kl. 20:00 Fim 13/10 kl. 20:00
Sun 18/9 kl. 20:00 Sun 2/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00
Gleðisprengjan heldur áfram!
Sending (Nýja sviðið)
Lau 10/9 kl. 20:00 Frums Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn
Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn
Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson
Njála (Stóra sviðið)
Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00