Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 75

Morgunblaðið - 27.08.2016, Síða 75
MENNING 75 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 mínútunum annars fer þeim að leiðast og þau missa áhugann. Það sama gerist í raun í vinnusmiðjum þar sem dansinn kemur við sögu. Þegar hægdansinn er dansaður verður maður að gleyma líkam- anum sínum til að geta kafað nógu djúpt ofan í listformið. Það er vissulega ákveðin þjálfun þarna á bak við en það geta allir náð því að lokum. Hægdansinn á líka margt skylt með snertispuna. Það hafa margir snertispunalistamenn unnið með mér og það má í raun líkja hægdansinum við hægan snerti- spuna,“ segir hún. „Við höfum líka áhuga á því að koma á fót viðburðum þar sem við fáum fólk með okkur út í náttúr- una til þess að kynnast dansinum. Fólk ræður því þá hvort það fer úr fötunum eða dansar kappklætt. Mér finnst þó sjálfri betra að dansa fáklædd, maður kemst í ann- að hugarástand við það að finna fyrir kuldanum. Það er auðveldara að spegla sig þannig í náttúrunni,“ segir Däppen að lokum. Tvímenningarnir hyggjast ferðast um Evrópu árið 2017 með verkið Blending og eiga sér eins og áður segir þá ósk heitast að sýna verkið hér á landi. Áhuga- samir geta fundið stiklur úr verk- inu á vefsíðunni YouTube ef slegið er inn „Blending - Lost in Ice- land“. ssneski dansarinn Susanne Däppen kemur til Íslands en hún hefur áður sett á svið dansverk um reynslu sína hér á landi. Hægdans Däppen kveður hægdansinn svokallaða meðal annars eiga rætur sínar að rekja til japanskra búddadansa. Yfirvegun Däppen kveður listformið reyna á þolinmæðina til að byrja með. ðir í hægum dansi Jóga Tvímenningarnir eru virkir jógaiðkendur sem hjálpar þeim í kuldanum. Blásarasveitin Verbandsjugend- orchester Hochrhein frá Þýska- landi heldur tónleika í menningar- húsinu Hofi á Akureyri í dag, laugardag, kl. 16 og í Langholts- kirkju mánudaginn 29. ágúst kl. 19.30. „Hljómsveitin telur alls um 65 unga hljóðfæraleikara á aldrinum 15 til 25 ára og má segja að hér sé úrvalsfólk á ferð því hljóðfæraleik- ararnir eru handvaldir úr 120 blás- arasveitum frá Hochrhein-svæðinu í suðurhluta Þýskalands,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. Hún var stofnuð árið 1986 með það að mark- miði að gefa ungum hljóðfæraleik- urum tækifæri til að leika krefjandi tónlist í háum gæðaflokki. „Á efnis- skránni eru því verk úr sinfóníska geiranum jafnt sem samtímatónlist í bland við léttari tónlist og djass- aðar tónsmíðar. Hápunktur hvers starfsárs hjá þeim er tónleikaferð til útlanda þar sem þau tjalda til öllu því besta af efnisskránni sinni.“ Stjórnandi Verbandsjugend- orchester Hochrhein undanfarin 20 ár er Englendingurinn Julian Gibbons, sem bæði er vel menntað- ur og reyndur hljómsveitarstjóri og hornleikari. Gibbons er jafnframt stofnandi sinfóníuhljómsveitar- innar TriRhenum í Sviss og for- svarsmaður BISYOC Intercultural Youth Orchestral Exchange í Eng- landi með yfir 80 þátttakendum frá tíu löndum. Hæfileikarík Alls leika um 65 ungir hljóðfæraleikarar á aldrinum 15 til 25 ára í blásarasveitinni Verbandsjugendorchester Hochrhein frá Þýskalandi. Íslandsferð lýkur með tvennum tónleikum Einn af föstum við- burðum í Hörpu er tón- leikaröðin Perlur ís- lenskra sönglaga, en þar er sungið á íslensku en kynnt á ensku. Tónleik- arnir eru venjulega í Kaldalóni en í dag, laugardag, verða þeir í fyrsta skipti í Eldborg. Aðspurður sagði Bjarni Thor Kristinsson, list- rænn stjórnandi tón- leikanna, að einungis væri verið að „prófa“ stóra salinn fyrir þessa röð. „Dagskrá okkar hentar vel fyrir Kalda- lón og þar erum við að staðaldri en nú stóð okk- ur til boða að vera í Eld- borg einu sinni og það tækifæri vildum við ekki láta okkur úr greipum ganga. Aðsóknin í sumar hefur verið mjög fín og það er ljóst að þessi dagskrá er að festa sig í sessi þótt auðvitað sé ólíklegt að við náum að fylla Eldborgarsalinn.“ Á tónleikunum koma fram Lilja Guðmundsdóttir sópran, Eyrún Unnars- dóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari. Tónleikarnir í Eldborg í dag hefjast kl. 17 en á morgun kl. 12.30 eru þeir síðan aftur á sínum vana- lega stað í Kaldalóni. Perlur Eyrún Unnarsdóttir, Eva Þyri Hilmars- dóttir og Lilja Guðmundsdóttir koma fram. Söngperlur í Eldborg MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 9/9 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Fim 6/10 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Lau 8/10 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Lau 1/10 kl. 20:00 Fim 13/10 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Sun 2/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00 Gleðisprengjan heldur áfram! Sending (Nýja sviðið) Lau 10/9 kl. 20:00 Frums Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.