Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 27.08.2016, Qupperneq 77
MENNING 77 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Upptökumaðurinn og hljóðverk- fræðingurinn (e. audio engineer) Rudy Van Gelder dó á heimili sínu á fimmtudaginn, 91 árs gamall. Gelder hefur verið talinn einn færasti hljóðmaður síns tíma og er m.a. sagður hafa skilgreint hljóð- bragð á djassplötum á árunum 1950 til 1980. Sjálfur lagði hann mikið upp úr því að vera verkfræðingur, ekki framleiðandi. Hann stjórnaði ekki upptökum, réð ekki tónlistar- menn til sín né kom að efnisvali en hann hafði lokaorðið þegar kom að því hvernig hljómur hverrar plötu var. Á áttunda áratugnum starfaði hann fyrir CTI records en fáar út- gáfur hafa verið áhrifameiri í djass- heiminum. Andlát Verkfræðingurinn Rudy Van Gel- der var goðsögn í hljómplötugeiranum. Rudy Van Gelder látinn 91 árs Taylor Swift mætir ekki á VMA- verðlaunin í ár en tónlistarhátíðin fer fram á sunnudag. Swift var ekki tilnefnd til verðlauna í ár en segir það ekki ástæðu fjarveru sinnar. Rapparinn Kanye West verður með atriði á hátíðinni og fær frjáls- ar hendur til að gera það sem hann vill. Talið er að það skýri fjarveru Swift en það hefur andað köldu milli hennar og Kanye West. AFP Söngur Taylor Swift heiðrar gesti VMA ekki með nærveru sinni í ár. Swift ekki á VMA Fyrsta breiðskífa tónlistarmanns- ins Unnars Gísla Sigmundssonar eða Júníusar Meyvant leit dagsins ljós föstudaginn 8. júlí Í tilefni af því verður efnt til út- gáfutónleika í Háskólabíói í kvöld. Breiðskífan heitir Floating Harmonies en það er einnig óopinbert heiti grunn- hljómsveitar Júníusar. Á undan Júníus Meyvant í kvöld spilar von- arstjarnan Axel Flóvent ásamt hljómsveit. Axel hefur verið að gera góða hluti undanfarið. Tón- leikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld en miðasala fer m.a. fram á netinu. Útgáfutónleikar í Háskólabíói í kvöld Júníus Meyvant Myndlistarmaðurinn Gunnar Kr. opnar myndlistarsýningu sína Formsins vegna á Akureyravöku í dag, laugardag, klukkan 15:00 og er sýningin í Listasafninu á Akur- eyri. Í tilkynningu um sýningu Gunn- ars segir að myndlist hans ein- kennist af slagkrafti og þunga sem birtist með fjölbreyttum hætti. „Hann hafi t.d. teiknað biksvart- ar blýsólir og logskorið stálblóm. Undanfarin misseri hefur Gunnar notað fislétt og viðkvæmt hráefni til myndgerðar – pappír – sem hann mótar, sker, litar og raðar saman uns tilætluðum áhrifum er náð. Í spennunni milli formrænnar tjáningar listamannsins annars vegar og hráefnisins sem hann notar hins vegar er feiknaleg orka. Verk Gunnars Kr. líkjast um margt náttúrunni sjálfri; þau eru sterk, form endurtaka sig og feg- urðin ríkir – þótt hún sé á stund- um ógnvekjandi. Kröftug en þó viðkvæm,“ segir enn fremur í til- kynningunni. Fagnar 30 árum í myndlistinni Myndlistarferill Gunnars Kr. spannar þrjátíu ár og hefur hann komið víða við. Á fjölmörgum sýn- ingum hefur hann sýnt málverk, skúlptúra, teikningar og vatns- litamyndir. Gunnar býr og starfar að list sinni á Akureyri. Sýning- arstjóri er Joris Rademaker. Í tilefni sýningarinnar kemur út sýningarskrá með textum eftir Hlyn Hallsson og Joris Radema- ker og ljóðum eftir Aðalstein Svan Sigfússon. Listasafnið verður opið til kl. 22 á opnunardegi sýningarinnar en sýningin er opin daglega kl. 10-17 út ágúst en eftir það kl. 12-17 þriðjudaga til sunnudaga og er að- gangur ókeypis. Þeir sem vilja kynnast list Gunnars Kr. enn bet- ur geta sótt leiðsögn um sýningar Listasafnsins á fimmtudögum kl. 12.15-12.45. Sýningaropnun á Akureyravöku List Verk eftir Gunnar Kr. Vertu upplýstur! blattafram.is VIÐ HÖFUM TÆKIFÆRI TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR ATBURÐ SEM FELUR Í SÉR OFBELDI. NOTUM VIÐ TÆKIFÆRIN? Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • verslun@brynja.is • verzluninbrynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Verkfærin fyrir skólana og handverksfólkið fást hjá okkur Slípivél osm 100, kr. 44.150 Auðveldar þér verkin, pússar þar sem þú átt erfitt með að ná til. Tenging fyrir ryksugu - heilnæmara loft. 6 mismunandi kefli fylgja með. Bandsög Basa 1, kr. 53.700 Sögunarhæð 100 mm Sögunarbreidd 195 mm Þykktarhefill/afréttari WoodStar pt 85, kr. 72.000 Afréttari 737 x 210 mm Þykktarhefill 120 x 204 mm Tifsög deco-flex, kr. 39.700 Tekur bæði blöð með takka og án. Barki fyrir bora o.þ.h. fylgir. Fræsari hf 50 kr. 64.970 Borð 610x360 mm Stiglaus hraði 8000-24000 sn/mín 1500 W Slípivél BD7500 kr. 22.900 25 mm belti 125 mm skífa Rennibekkur dm 460t kr. 73.400 Bil milli odda 457 mm hæð yfir stöngum 152 mm Slípivél bts 800 kr. 45. 190 100 mm belti 150 mm skífa Scheppach Combi 6, kr. 232.300 Fimm aðgerða sambyggð vél. Þykktarhefill, afréttari, sög, fræsari og tappabor. Tenging fyrir spónsugu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.