Morgunblaðið - 12.09.2016, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016
Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður
Sími 560 4300 | www.saltkaup.is | saltkaup@saltkaup.is
Jólin nálgast,
ekki falla á tíma
Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is
Auglýstu fyrirtækið á ódýran hátt ...
Áprentaðir burðarpokar
fyrir fyrirtæki
Hafðu samband við sölumann
fyrir frekari upplýsingar
Vegna mikillar sölu vantar okkur
fasteignir á höfuðborgarsvæðinu,
á söluskrá.
Ef þú ert í söluhugleiðingum,
endilega hafðu samband sem fyrst, í
síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is
Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign,
hafðu samband í síma 533-4200
eða arsalir@arsalir.is
Ágæti fasteigna
eigandi !
Björgvin Björgvinsson,
löggiltur fasteignasali
Örugg og traust þjónusta í
fasteignaviðskiptum í áratugi.
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í byrjun mánaðarins bað suður-kór-
eski skipaflutningarisinn Hanjin
Shipping Co. dómstóla í Bandaríkj-
unum og víðar um að veita fyrirtæk-
inu greiðslustöðvun. Er Hanjin
stærsta skipaflutningafyrirtæki
Suður-Kóreu og sjöunda stærsta
gámaflutningafyrirtæki heims.
Greiðslustöðvuninni er ætlað að
koma í veg fyrir að lánveitendur geti
tekið skip fyrirtækisins eignarnámi.
Lægð á markaði
Hinn 31. ágúst lýsti Hanjin yfir
gjaldþroti í Seúl. Daginn áður hafði
Þróunarbanki Kóreu (e. Korea
Development Bank) hafnað tillögu
Hanjin um uppstokkun á rekstrin-
um, en bankinn hafði um langt skeið
haldið fyrirtækinu á lífi með lánveit-
ingum. Gjaldþrot Hanjin myndi
verða stærsta gjaldþrot skipa-
flutningafyrirtækis til þessa að sögn
Wall Street Journal.
Að því er Bloomberg greinir frá
hefur rekstur Hanjin farið versnandi
vegna niðursveiflu í alþjóðaviðskipt-
um sem hefur orðið til þess að fram-
boð á skipaflutningum er langt um-
fram eftirspurn, sem síðan leitt
hefur til mikillar verðlækkunar.
Hafa tekjur Hanjin minnkað á með-
an skuldir hafa hrannast upp.
Gjaldþrot Hanjin hristi upp í
skipaflutningaheiminum og hækkaði
verðið á gámaflutningum töluvert
þegar í ljós kom að starfsemi félags-
ins myndi stöðvast. Segir WSJ að í
sumum tilvikum hafi kostnaðurinn
við gámaflutninga hækkað um allt að
40%. Sérfræðingar segja óljóst hvort
hækkunin muni ganga til baka á
næstunni.
Í flota Hanjin er 141 skip og
myndaðist mikill flöskuháls í flutn-
ingum þegar fyrirtækið varð gjald-
þrota. Hafa sum skip félagsins þurft
að bíða svo dögum skiptir úti á sjó.
Var þeim meinað að leggjast að upp-
skipunarhöfnum þar eð fyrirtækið
gat ekki borgað hafnar- og lestunar-
gjöld. Dómstólar í Seúl og Banda-
ríkjunum gáfu á föstudag leyfi til að
greiða fyrir losun gáma úr skipum
sem voru á leið til bandarískra hafna
og um helgina var unnið að því að
tæma fyrstu skipin. Reuters segir að
í vikutíma hafi um 14 milljarða dala
virði af varningi setið fast um borð í
skipum Hanjin víðs vegar um heim-
inn.
Reynt að létta á þrýstingnum
Suðurkóresk stjórnvöld sögðust á
laugardag ætla að vinna með Hanjin
og kröfuhöfum til að leysa úr vand-
anum. Verða níu skip fengin til að
sinna flutningum í Suðaustur-Asíu
til að létta á þeirri truflun sem vænta
má í skipaflutningum á svæðinu. Blo-
omberg segir ekki hafa verið gefið
upp hvaða fyrirtæki eigi skipin sem
fengin verði á svæðið, en gjaldþrotið
gæti truflað rekstur suður-kóreskra
útflutningsfyrirtækja sem hafa reitt
sig mjög á þjónustu Hanjin.
Þá kemur gjaldþrot Hanjin á
versta tíma enda umfang gámaflutn-
inga með mesta móti í aðdraganda
jóla og þarf að koma varningi til
kaupenda og í hillur verslana með
hraði.
AFP
Kippur Mynd úr safni af skipi Hanjin við bryggju í Singapúr.Verð á gámaflutningum hefur í sumum tilvikum hækk-
að um 40% eftir að Hanjin bað um greiðslustöðvun. Truflun gæti orðið á sjóflutningum til og frá SA-Asíu.
Byrjað að leysa úr
risagjaldþroti Hanjin
14 milljarða dala virði af varningi situr fast í gámaskipum
Þróunin á bandarískum hlutabréfa-
markaði var allt annað en jákvæð á
föstudag. Dow Jones-vísitalan lækk-
aði um nærri 400 stig eða 2,1%, S&P
500 lækkaði um 2,5% og Nasdaq-
vísitalan um 2,5%. Er þetta mesta
lækkun á einum degi síðan 24. júní
þegar stóru bandarísku vísitölurnar
þrjár lækkuðu um 3,4%, 3,6% og
4,1%.
Yfir vikuna nam lækkunin 2,2%
fyrir Dow Jones, 2,4% fyrir S&P 500
og 2,4% í tilviki Nasdaq. Að sögn FT
hefur Dow Jones-vísitalan ekki
lækkað svona mikið á einni viku síð-
an í janúar, og leita þarf sjö mánuði
aftur í tímann til að finna viðlíka
vikulækkun hjá S&P 500.
Að sögn markaðsfréttavefsins
MarketWatch áttu ummæli Eric
Rosengren, stjórnanda seðlabank-
ans í Boston, sinn þátt í lækkuninni.
Rosengren á sæti í vaxtaákvörðun-
arnefnd seðlabanka Bandaríkjanna,
en hann lét hafa eftir sér á föstudag
að vegna jákvæðrar þróunar í
bandaríska hagkerfinu kynni bank-
inn að hækka stýrivexti á ný.
Í lok dags bentu markaðsgrein-
endur meðal annars á að hlutabréfa-
markaðurinn eigi það til að vera óró-
legur þegar hlutabréfaverð er í
hæstu hæðum eins og nú, og geti
hvers kyns slæmar fréttir, eins og
ummæli Rosengren, framkallað
stærri söluhrinu en tilefni til.
Asísk áhrif í London
Breska FTSE 100 vísitalan lækk-
aði sömuleiðis á föstudag, og lauk
deginum 1,2% lægri. Lækkunin yfir
vikuna nam 1,7% sem er mesta viku-
lækkun síðan í maí. Þótti þróunin á
breska markaðinum á föstudag með-
al annars litast af kjarnorkuvopnatil-
raun Norður-Kóreu, lítilli verðbólgu
í Kína og þeirri ákvörðun seðlabanka
Evrópu á fimmtudag að bíða með
frekari aðgerðir til að örva hagkerfi
álfunnar. ai@mbl.is
Neikvæð þróun á hluta-
bréfamörkuðum vestanhafs
AFP
Skjálfti Fjárfestar vestanhafs virð-
ast órólegir vegna stýrivaxtamála.
Bandaríska neytendaverndarstofan
(e. Consumer Financial Protection
Bureau, CFPB) hefur sektað bank-
ann Wells Fargo um samtals 190
milljónir dala. Er þetta hæsta sekt
sem stofnunin hefur lagt á nokkurt
fyrirtæki frá því hún var sett á lagg-
irnar árið 2011.
Sektin jafngildir tæplega 22 millj-
örðum króna sem er þó innan við 1%
af hagnaði bankans á síðasta ári.
Óumbeðnir reikningar
Komst CFPB að þeirri niðurstöðu
að bankinn hefði gerst sekur um
ýmiss konar óleyfilega starfshætti.
Gerðust starfsmenn Wells Fargo
þannig uppvísir að því að opna um
tvær milljónir nýrra banka- og
greiðslukortareikninga fyrir við-
skiptavini bankans án þeirra vit-
undar. Með þessu tókst starfs-
mönnum að fullnægja sölu-
markmiðum Wells Fargo en
bankinn gat rukkað viðskiptavini
um ýmsar þóknanir vegna reikning-
anna. Þegar upp komst um málið
var um 5.300 starfsmönum bankans
sagt upp störfum.
Berkshire Hathaway, fjárfest-
ingafyrirtæki Warren Buffett, er í
hópi stærstu hluthafa Wells Fargo
með nærri 10% eignarhlut. Sjálfur á
Buffett persónulega um 100 millj-
óna dala virði af hlutabréfum bank-
ans að sögn CNN. Er markaðsvirði
Wells Fargo nú um 250 milljarðar
dala sem gerir bankann þann verð-
mætasta í Bandaríkjunum.
Fréttir af sektinni urðu til þess að
hlutabréf Wells Fargo lækkuðu um
2,4% á föstudag. Var það í takt við
lækkun S&P 500 sem þykir benda til
að fjárfestar hafi ekki miklar
áhyggjur af sektinni. ai@mbl.is
AFP
Dropi Sektin er há en aðeins lítið
brot af hagnaði Wells Fargo.
Wells
Fargo gert
að greiða
metsekt
Stofnuðu óum-
beðna reikninga
Lars Løkke
Rasmussen, for-
sætisráðherra
Danmerkur,
hvetur leiðtoga
Evrópusam-
bandsríkjanna
til að tryggja að
útganga Bret-
lands úr ESB
veiti landinu
ekki
samkeppnisforskot á þau aðild-
arríki sem eftir sitja. Í viðtali við
Bloomberg segir Rasmussen að
Evrópusambandið „verði að gæta
þess mjög að sá aðili sem er á för-
um fái ekki sérstakt samkeppn-
isforskot á leið sinni út“.
Ráðherrann sagði alla sem að
málinu koma vilja að útganga
Breta færi friðsamlega fram „en
þegar við föllumst á að leiðir muni
skilja – og í þessu tilviki er það að-
eins annar aðilinn sem vill fara –
þá þurfum við fyrst af öllu að gæta
okkar eigin hagsmuna“.
Bætti Rasmussen við að mark-
miðið ætti að vera að halda innri
markaði ESB óbreyttum og að við-
halda eins nánu sambandi milli
Bretlands og ESB og völ væri á.
Útganga Bretlands verður með-
al umræðuefna á fundi leiðtoga
ESB-ríkjanna sem fram fer í Brat-
islava næsta laugardag. Verður
fundurinn sá fyrsti síðan 1973 þar
sem Bretland mun ekki eiga full-
trúa. ai@mbl.is
Bretar fái
ekki forskot
með útgöngu
Lars Løkke
Rasmussen