Morgunblaðið - 12.09.2016, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016
Leiðtogi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var afslappaður áður en fyrstu tölur komu úr prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi og tók mynd af sér með öðrum frambjóðendum.
Árni Sæberg
Um árabil hefur al-
mannatryggingakerfið
verið til endurskoð-
unar. Á síðasta kjör-
tímabili í nefnd undir
formennsku Árna
Gunnarssonar og á
þessu kjörtímabili í
nefnd undir for-
mennsku Péturs heit-
ins Blöndal og síðar
Þorsteins Sæmunds-
sonar. Í nefndunum áttu sæti
fulltrúar stjórnmálaflokka, vinnu-
markaðarins og hagsmunaaðila,
þar á meðal Landssambands eldri
borgara.
Í nefndarstarfinu hefur náðst
bærileg samstaða um umbætur í
lífeyrismálum eldri borgara sem
endurspeglast í frumvarpi sem
Eygló Harðardóttir Félags- og
húsnæðismálaráðherra hefur lagt
fram og mælt fyrir á Alþingi.
Meðal þeirra sem ályktað hafa
um frumvarpið er Öldrunarráð Ís-
lands sem segir: „Öldrunarráð
fagnar framkomnu frumvarpi um
breytingu á almannatryggingum. Í
frumvarpinu felast mikilvægar
breytingar í auknum réttindum
eldra fólks og sjálfsákvörð-
unarrétti eldra fólks, einkum þeg-
ar kemur að starfs-
lokum. Öldrunarráð
hvetur Alþingi til að
vinnu við frumvarpið
ljúki á þessu þingi og
það verði að lögum.“
Samstarfsnefnd um
málefni aldraðra sem
hefur einnig fjallað
um frumvarpið, hvet-
ur til lögfestingar
þess og segir eftirfar-
andi atriði vega
þyngst:
· Lífeyriskerfi al-
mannatrygginga er einfaldað til
muna með því að sameina grunnlíf-
eyri, tekjutryggingu og fram-
færsluuppbót í einn ellilífeyri.
· Bundinn er endir á að skerð-
ingar geti verið 100% sem nefnt
hefur verið króna á móti krónu.
Þess í stað er lagt til að skerð-
ingar verði aldrei meiri en 45%
hvort sem um er að ræða lífeyr-
issjóðstekjur, atvinnutekjur eða
fjármagnstekjur og að einstakling-
urinn haldi alltaf eftir 55% af
tekjum sínum.
Valkostum aldraðra er fjölgað
og sveigjanleiki aukinn. Annars
vegar er lagt til að einstaklingar
geti hafið lífeyristöku frá 65 ára
aldri eða frestað lífeyristöku til 80
ára aldurs. Hins vegar að ein-
staklingur geti verið í hlutastarfi
og tekið hlutalífeyri. Báðar þessar
breytingar gefa fólki nýja mögu-
leika til að skipuleggja líf sitt.
Tillögurnar miða að því að
samræma réttindakerfi almennra
lífeyrissjóða og almannatrygginga
en það er mikilvægt til að hver
einstaklingur geti með einföldum
hætti notið réttinda sinna í báðum
kerfum.
Lífeyrisaldur verði hækkaður
í skrefum frá 67 ára aldri til 70 ára
aldurs á 24 árum en slík breyting
er í takt við hærri lífaldur og betra
heilsufar landsmanna. Einstakir
hópar kunna þó á sértækum úr-
ræðum að halda til dæmis vegna
slits eða erfiðisvinnu.
Í umsögn um frumvarpið sem
Landssambands eldri borgara
sendi Velferðarráðuneytinu 29. júlí
sl. segir m.a. að það hafi jafnan
tekið þátt í því endurskoð-
unarstarfi á almannatryggingum
sem fram hafi farið. Sérstaklega er
minnt á bókun Landssambands
eldri borgara með skýrslu Péturs-
nefndarinnar í mars 2016 en þar
segir m.a.:
Landssamband eldri borgara
tekur heilshugar undir það mark-
mið endurskoðunarinnar að fækka
bótaflokkum, einfalda kerfi al-
mannatrygginga og gera það skilj-
anlegra fyrir notendur.
Við í Landssambandinu hefð-
um viljað sjá lægri skerðing-
arprósentu en 45% og höfum lagt
fram tillögu um það og vitnað til
þess að í nágrannlöndum okkar er
skerðing vegna annarra tekna ým-
ist engin sbr. atvinnutekjur lífeyr-
isþega hjá Norðmönnum, eða 30%
eftir frítekjumark atvinnutekna,
eins og hjá Dönum.
Við leggjum til að með batnandi
efnahag landsins verði unnið að því
að lækka skerðingarákvæði á líf-
eyrisgreiðslum í áföngum á næstu
árum. Tillögurnar gera einnig ráð
fyrir að hækka lífeyristökualdur í
70 ár á 24 árum og það höfum við
samþykkt. Jafnframt að starfs-
aldur og lífeyristaka verði sveigj-
anlegri m.a. að hægt verði að taka
50% lífeyri og stunda 50% vinnu.
Þá taki hinn geymdi lífeyrir hækk-
un mánaðarlega samkvæmt trygg-
ingafræðilegu mati, allt að 80 ára
aldri lífeyrisþegans. Einnig hefur
því verið beint til samtaka op-
inberra starfsmanna og stjórn-
valda að hækka starfsaldur op-
inberra starfsmanna í 75 ár.
Landssamband eldri borgara
væntir þess að við umfjöllun um
frumvarpið muni Velferðarnefnd
Alþingis skoða sérstaklega hvernig
mögulegt sé að bæta kjör þeirra
sem eiga lakan eða engan lífeyr-
isrétt og hvort ekki sé réttlátt að
innleiða frítekjumark til að bæta
hag eldri borgara.
Nýlega lét Óli Björn Kárason
varaþingmaður og fulltrúi fjár-
málaráðuneytisins í Pétursnefnd-
inni þau orð falla í blaðagrein að
„enginn þingmaður getur vikið sér
undan því að ganga hreint til
verks og afgreiða breytingar á lög-
um um almannatryggingar áður en
efnt er til kosninga“. Það eru orð
að sönnu og Landsamband eldri
borgara leggur höfuðáherslu á að
það frumvarp sem nú hefur verið
lagt fram um breytingar á lögum
um almannatryggingar verði lög-
fest á því alþingi sem nú starfar
og það taki gildi 1. janúar 2017,
enda endurspeglast í frumvarpinu
umræða síðustu ára um aðkallandi
framfarir í lífeyrismálum eldri
borgara.
Eftir Hauk Ingi-
bergsson »Enginn þingmaður
getur vikist undan
því að ganga hreint til
verks og afgreiða breyt-
ingar á lögum um al-
mannatryggingar áður
en efnt er til kosninga.
Haukur Ingibergsson
Höfundur er formaður Lands-
sambands eldri borgara.
Uppfærum lífeyriskerfi eldri borgara 1.1. 2017